Efnislegar viðræður hefjast í sumar 25. febrúar 2011 06:00 Stefán Haukur Jóhannesson Gert er ráð fyrir að fyrsta skrefinu í formlegum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem hófust í nóvember ljúki í júní. Fram kom í máli Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í viðræðunum við ESB, á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) um aðildarviðræðurnar og kosti í peningamálum í gær, að fyrsta skrefið væri mjög tæknilegt. „Við höfum kallað þetta rýnivinnu, en hún felst í að sérfræðingar okkar rýna í og greina Evrópulöggjöfina og bera saman við okkar eigin löggjöf til þess að skilgreina nákvæmlega hvað ber í milli,“ segir Stefán Haukur, en þessi rýnivinna sé undanfari þess að hægt sé að hefja efnislegar viðræður. „Við erum um það bil hálfnuð í þessari vinnu núna.“ Stefán Haukur segir efnislegar viðræður hefjast þegar rýnivinnunni ljúki. „Og síðan af fullum þunga eftir sumarhlé á þessu ári.“ Fram kom í máli Stefáns að erfitt væri að segja til um það hvenær viðræðum lyki og til mögulegrar aðildar gæti komið að ESB. Íslendingar réðu hraðanum í viðræðunum og segðu svo af eða á um aðildarsamning þegar hann lægi fyrir. Stefán Haukur bendir á að þjóðaratkvæðagreiðslan þurfi nokkurn aðdraganda, svo fólk geti tekið upplýsta afstöðu til aðildarsamningsins. Verði hann staðfestur taki svo við fullgildingarferli hjá ESB sem gæti tekið eitt og hálft til tvö ár.- óká Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Gert er ráð fyrir að fyrsta skrefinu í formlegum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem hófust í nóvember ljúki í júní. Fram kom í máli Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í viðræðunum við ESB, á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) um aðildarviðræðurnar og kosti í peningamálum í gær, að fyrsta skrefið væri mjög tæknilegt. „Við höfum kallað þetta rýnivinnu, en hún felst í að sérfræðingar okkar rýna í og greina Evrópulöggjöfina og bera saman við okkar eigin löggjöf til þess að skilgreina nákvæmlega hvað ber í milli,“ segir Stefán Haukur, en þessi rýnivinna sé undanfari þess að hægt sé að hefja efnislegar viðræður. „Við erum um það bil hálfnuð í þessari vinnu núna.“ Stefán Haukur segir efnislegar viðræður hefjast þegar rýnivinnunni ljúki. „Og síðan af fullum þunga eftir sumarhlé á þessu ári.“ Fram kom í máli Stefáns að erfitt væri að segja til um það hvenær viðræðum lyki og til mögulegrar aðildar gæti komið að ESB. Íslendingar réðu hraðanum í viðræðunum og segðu svo af eða á um aðildarsamning þegar hann lægi fyrir. Stefán Haukur bendir á að þjóðaratkvæðagreiðslan þurfi nokkurn aðdraganda, svo fólk geti tekið upplýsta afstöðu til aðildarsamningsins. Verði hann staðfestur taki svo við fullgildingarferli hjá ESB sem gæti tekið eitt og hálft til tvö ár.- óká
Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?