Umfjöllun: Hreinasta hörmung í Halle Henry Birgir Gunnarsson í Halle skrifar 14. mars 2011 06:00 Ólafur Stefánsson virðist hér vera algjörlega gáttaður á frammistöðu sinna manna í Halle ígær. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum. Ísland verður að vinna Lettland og Austurríki og treysta á að leikur Þýskalands og Austurríki endi ekki með jafntefli. Ef svo fer verður leikurinn gegn Austurríki að vinnast með minnst átta marka mun. Guðmundur þjálfari talaði ítrekað um andlega hlutann fyrir leik og nauðsyn þess að ná frumkvæði í leiknum. Skilaboð hans náðu engan veginn í gegn því strákarnir mættu værukærir til leiks og afar einkennilegt slen og andleysi yfir þeim. Þjóðverjar hins vegar í banastuði og hreinlega keyrðu yfir strákana okkar sem voru fljótlega lentir sjö mörkum undir, 10-3. Þeir náðu aðeins að klóra í bakkann, minnka muninn í fjögur mörk en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Þjóðverjar spóluðu fram úr og skildu íslenska liðið eftir í rykinu. Síðari hálfleikur var sama hörmungin og sá fyrri ef hann var ekki hreinlega verri. Þá hlógu Þjóðverjarnir að íslenska liðinu og hreinlega niðurlægðu það. Það var grátlegt að sjá liðið gefast upp, hengja haus og láta Þjóðverjana slátra sér. Þessi frammistaða var þeim til helborinnar skammar. Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í leik íslenska liðsins. Allt var jafn hörmulega lélegt. Markvarslan lítil, varnarleikurinn slakur og sóknarleikurinn út úr korti. Lykilmenn þess utan í tómu tjóni. Það náði enginn sér á strik. Allan kraft og ákveðni vantaði í leik liðsins. Strákarnir gátu ekki einu sinni nýtt víti og hraðaupphlaup almennilega. Þetta var með öðrum orðum stjarnfræðilega lélegt. „Ég á engar útskýringar. Ég er gríðarlega vonsvikinn og skammast mín fyrir þennan leik. Ég biðst hreinlega afsökunar á þessari frammistöðu. Það sem er mest svekkjandi er að ég varaði við þessu. Mér fannst við ekki svara með þeirri grimmd sem þurfti. Hlutir sem hafa verið ræddir í viku voru ekki einu sinni framkvæmdir," sagði hundsvekktur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. „Við reyndum ekki einu sinni að klóra almennilega í bakkann til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum. Það var rætt í leikhléi en skilaði sér ekki frekar en annað. Að hlaupa síðan ekki til baka í síðari hálfleik var erfitt að horfa upp á. Það fannst mér einna sárast," sagði Guðmundur en hann vildi ekki nota það sem afsökun að liðið hefði misst Björgvin Pál fyrir leik og síðan meiddust Arnór og Sverre í leiknum. „Ég mun aldrei gleyma þessu og er sár. Ég biðst afsökunar fyrir hönd liðsins á þessum leik." Íslenski handboltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum. Ísland verður að vinna Lettland og Austurríki og treysta á að leikur Þýskalands og Austurríki endi ekki með jafntefli. Ef svo fer verður leikurinn gegn Austurríki að vinnast með minnst átta marka mun. Guðmundur þjálfari talaði ítrekað um andlega hlutann fyrir leik og nauðsyn þess að ná frumkvæði í leiknum. Skilaboð hans náðu engan veginn í gegn því strákarnir mættu værukærir til leiks og afar einkennilegt slen og andleysi yfir þeim. Þjóðverjar hins vegar í banastuði og hreinlega keyrðu yfir strákana okkar sem voru fljótlega lentir sjö mörkum undir, 10-3. Þeir náðu aðeins að klóra í bakkann, minnka muninn í fjögur mörk en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Þjóðverjar spóluðu fram úr og skildu íslenska liðið eftir í rykinu. Síðari hálfleikur var sama hörmungin og sá fyrri ef hann var ekki hreinlega verri. Þá hlógu Þjóðverjarnir að íslenska liðinu og hreinlega niðurlægðu það. Það var grátlegt að sjá liðið gefast upp, hengja haus og láta Þjóðverjana slátra sér. Þessi frammistaða var þeim til helborinnar skammar. Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í leik íslenska liðsins. Allt var jafn hörmulega lélegt. Markvarslan lítil, varnarleikurinn slakur og sóknarleikurinn út úr korti. Lykilmenn þess utan í tómu tjóni. Það náði enginn sér á strik. Allan kraft og ákveðni vantaði í leik liðsins. Strákarnir gátu ekki einu sinni nýtt víti og hraðaupphlaup almennilega. Þetta var með öðrum orðum stjarnfræðilega lélegt. „Ég á engar útskýringar. Ég er gríðarlega vonsvikinn og skammast mín fyrir þennan leik. Ég biðst hreinlega afsökunar á þessari frammistöðu. Það sem er mest svekkjandi er að ég varaði við þessu. Mér fannst við ekki svara með þeirri grimmd sem þurfti. Hlutir sem hafa verið ræddir í viku voru ekki einu sinni framkvæmdir," sagði hundsvekktur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. „Við reyndum ekki einu sinni að klóra almennilega í bakkann til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum. Það var rætt í leikhléi en skilaði sér ekki frekar en annað. Að hlaupa síðan ekki til baka í síðari hálfleik var erfitt að horfa upp á. Það fannst mér einna sárast," sagði Guðmundur en hann vildi ekki nota það sem afsökun að liðið hefði misst Björgvin Pál fyrir leik og síðan meiddust Arnór og Sverre í leiknum. „Ég mun aldrei gleyma þessu og er sár. Ég biðst afsökunar fyrir hönd liðsins á þessum leik."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita