Topp 5 - Versti írski hreimurinn fyrr og síðar 17. mars 2011 11:15 Dagur heilags Patreks er í dag og af því tilefni gerði breska blaðið Metro lista yfir þá fimm leikara sem höfðu versta írska hreiminn sem heyrst hefur á hvíta tjaldinu. Efstur á lista er Tommy Lee Jones í hlutverki Ryans Gaerity í hasarmyndinni Blown Away. Þar lék Jones brjálaðan írskan sprengjusérfræðing sem flúði úr fangelsi og ákvað að hrella meðlimi sprengjusveitar lögreglunnar í Boston þar sem persóna Jeff Bridges var fremst í flokki. Í öðru sæti yfir versta hreiminn lenti Skotinn Gerard Butler fyrir hlutverk sitt í dramanu PS I Love You þar sem hann lék á móti Hilary Swank. Töluvert grín var gert að Butler fyrir írska hreiminn og svo virðist sem skoskur uppruni hans hafi eitthvað ruglað hann í ríminu. Richard Gere lék fyrrverandi meðlim IRA, Declan Mulqueen, í myndinni The Jackal á móti Bruce Willis. Írski hreimurinn vafðist ítrekað fyrir Gere, sem var hreinlega úti á þekju í hverju atriðinu á fætur öðru. Hjartaknúsarinn Brad Pitt lék norður-írskan meðlim IRA í The Devil's Own og þótti engan veginn ná tökum á hreimnum. Hann sýndi mun betri takta í Snatch og sannaði þar að hann getur vel brugðið sér írska gírinn. Í fimmta sætinu lenti svo Sean Connery í Disney-myndinni Darby O'Gill and the Little People sem kom út 1959. Hreimur persónunnar Michaels McBride þótti afleitur enda var Connery fljótur að hrista hann af sér sem njósnari hennar hátignar, 007, þremur árum síðar. Lífið Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Dagur heilags Patreks er í dag og af því tilefni gerði breska blaðið Metro lista yfir þá fimm leikara sem höfðu versta írska hreiminn sem heyrst hefur á hvíta tjaldinu. Efstur á lista er Tommy Lee Jones í hlutverki Ryans Gaerity í hasarmyndinni Blown Away. Þar lék Jones brjálaðan írskan sprengjusérfræðing sem flúði úr fangelsi og ákvað að hrella meðlimi sprengjusveitar lögreglunnar í Boston þar sem persóna Jeff Bridges var fremst í flokki. Í öðru sæti yfir versta hreiminn lenti Skotinn Gerard Butler fyrir hlutverk sitt í dramanu PS I Love You þar sem hann lék á móti Hilary Swank. Töluvert grín var gert að Butler fyrir írska hreiminn og svo virðist sem skoskur uppruni hans hafi eitthvað ruglað hann í ríminu. Richard Gere lék fyrrverandi meðlim IRA, Declan Mulqueen, í myndinni The Jackal á móti Bruce Willis. Írski hreimurinn vafðist ítrekað fyrir Gere, sem var hreinlega úti á þekju í hverju atriðinu á fætur öðru. Hjartaknúsarinn Brad Pitt lék norður-írskan meðlim IRA í The Devil's Own og þótti engan veginn ná tökum á hreimnum. Hann sýndi mun betri takta í Snatch og sannaði þar að hann getur vel brugðið sér írska gírinn. Í fimmta sætinu lenti svo Sean Connery í Disney-myndinni Darby O'Gill and the Little People sem kom út 1959. Hreimur persónunnar Michaels McBride þótti afleitur enda var Connery fljótur að hrista hann af sér sem njósnari hennar hátignar, 007, þremur árum síðar.
Lífið Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira