Javier Bardem - Spænskur brautryðjandi og kvennagull 17. mars 2011 10:00 Javier Bardem kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spilaði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Hann leikur aðalhlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kanaríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bardems voru flest hver í kvikmyndabransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leikstjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar.Javier og eiginkonan, Penelope Cruz.Bardem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann prófaði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska landsliðinu áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Penelope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggðarinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls.Eftir að hafa leikið í Collateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chigurh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafnframt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is. Lífið Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Javier Bardem kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spilaði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Hann leikur aðalhlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kanaríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bardems voru flest hver í kvikmyndabransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leikstjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar.Javier og eiginkonan, Penelope Cruz.Bardem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann prófaði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska landsliðinu áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Penelope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggðarinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls.Eftir að hafa leikið í Collateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chigurh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafnframt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is.
Lífið Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira