Javier Bardem - Spænskur brautryðjandi og kvennagull 17. mars 2011 10:00 Javier Bardem kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spilaði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Hann leikur aðalhlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kanaríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bardems voru flest hver í kvikmyndabransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leikstjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar.Javier og eiginkonan, Penelope Cruz.Bardem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann prófaði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska landsliðinu áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Penelope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggðarinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls.Eftir að hafa leikið í Collateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chigurh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafnframt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is. Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Javier Bardem kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spilaði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Hann leikur aðalhlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kanaríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bardems voru flest hver í kvikmyndabransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leikstjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar.Javier og eiginkonan, Penelope Cruz.Bardem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann prófaði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska landsliðinu áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Penelope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggðarinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls.Eftir að hafa leikið í Collateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chigurh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafnframt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is.
Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning