Ég segi já Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. apríl 2011 06:00 Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Síðan þá hafa bresk og hollensk stjórnvöld viljað að íslenska ríkið ábyrgist endurgreiðslu fjármuna sem nema svokölluðum lágmarksinnstæðutryggingum. Um þessar kröfur á hendur íslenska ríkinu hafa staðið langvinnar deilur. Endurgreiðslukrafa hollenska ríkisins á hendur þess íslenska getur m.a. verið reist á minnisblaði (Memorandum of Understanding) sem ritað var undir hinn 11. október 2008 af fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, íslenskra stjórnvalda og hollenskra stjórnvalda. Orðalag minnisblaðsins er ótvírætt um skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðutrygginga. Engir fyrirvarar voru gerðir um þessa skyldu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir þetta er óvíst að efni minnisblaðsins sé skuldbindandi að lögum. Líta verður til þess að bæði fyrir hrun og í kjölfar þess gáfu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda undir fótinn að þau myndu styðja við bakið á íslenska tryggingarsjóðnum þannig að lágmarksinnstæðutryggingar væru tryggðar með ríkisábyrgð. Þetta er til þess fallið að veikja málstað Íslands. Ég tel þó nokkrar líkur á því að EFTA–dómstóllinn fallist á að Íslandi beri skylda til að greiða lágmarksinnstæðutryggingarnar þar eð öndverð niðurstaða myndi grafa undan virkni reglna um efnið. Þetta mat mitt byggir m.a. á þeirri „dínamísku“ túlkunarhefð sem höfð er til hliðsjónar í Evrópurétti. Áhættuna af dómstólaleiðinni verður jafnframt að meta með hliðsjón af möguleikum Íslands að eiga farsæl samskipti við önnur ríki. Að leysa þetta mál með samningum sparar tíma og orku sem aftur getur aukið líkur á að íslenskt atvinnulíf nái viðspyrnu. Nú liggja fyrir samningsdrög við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave–málinu þar sem vaxtafótur, greiðslukjör og aðrir skilmálar eru íslenska ríkinu mun hagfelldari en boðið var upp á í eldri samningum. Áætlaður kostnaður íslenska ríkisins af þessari lausn málsins er ásættanlegur í samanburði við þá áhættu sem ella væri tekin. Með hliðsjón af ofangreindu segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Síðan þá hafa bresk og hollensk stjórnvöld viljað að íslenska ríkið ábyrgist endurgreiðslu fjármuna sem nema svokölluðum lágmarksinnstæðutryggingum. Um þessar kröfur á hendur íslenska ríkinu hafa staðið langvinnar deilur. Endurgreiðslukrafa hollenska ríkisins á hendur þess íslenska getur m.a. verið reist á minnisblaði (Memorandum of Understanding) sem ritað var undir hinn 11. október 2008 af fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, íslenskra stjórnvalda og hollenskra stjórnvalda. Orðalag minnisblaðsins er ótvírætt um skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðutrygginga. Engir fyrirvarar voru gerðir um þessa skyldu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir þetta er óvíst að efni minnisblaðsins sé skuldbindandi að lögum. Líta verður til þess að bæði fyrir hrun og í kjölfar þess gáfu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda undir fótinn að þau myndu styðja við bakið á íslenska tryggingarsjóðnum þannig að lágmarksinnstæðutryggingar væru tryggðar með ríkisábyrgð. Þetta er til þess fallið að veikja málstað Íslands. Ég tel þó nokkrar líkur á því að EFTA–dómstóllinn fallist á að Íslandi beri skylda til að greiða lágmarksinnstæðutryggingarnar þar eð öndverð niðurstaða myndi grafa undan virkni reglna um efnið. Þetta mat mitt byggir m.a. á þeirri „dínamísku“ túlkunarhefð sem höfð er til hliðsjónar í Evrópurétti. Áhættuna af dómstólaleiðinni verður jafnframt að meta með hliðsjón af möguleikum Íslands að eiga farsæl samskipti við önnur ríki. Að leysa þetta mál með samningum sparar tíma og orku sem aftur getur aukið líkur á að íslenskt atvinnulíf nái viðspyrnu. Nú liggja fyrir samningsdrög við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave–málinu þar sem vaxtafótur, greiðslukjör og aðrir skilmálar eru íslenska ríkinu mun hagfelldari en boðið var upp á í eldri samningum. Áætlaður kostnaður íslenska ríkisins af þessari lausn málsins er ásættanlegur í samanburði við þá áhættu sem ella væri tekin. Með hliðsjón af ofangreindu segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar