Við berum ábyrgð á okkar óreiðumönnum Þorgeir Pálsson skrifar 8. apríl 2011 08:00 Í þeirri umræðu, sem fram hefur farið undanfarna mánuði hefur Icesave-málið orðið æ flóknara með hverri vikunni sem liðið hefur. Því er stór hætta á því að aukaatriðin muni þvælast fyrir mörgum sem aldrei fyrr þegar menn gera upp hug sinn varðandi þetta afdrifaríka mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna næstkomandi laugardag. Í huga þess sem þetta ritar er málið hins vegar ekki flókið og er þessi grein rituð til að velta upp hlið málsins, sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun. Þegar breskir og hollenskir sparifjáreigendur lögðu fjármuni inn á Icesave-innstæðureikninga á sínum tíma höfðu þeir fulla ástæðu til að ætla að þessar innstæður væru tryggðar með sama hætti og væru þær á bankareikningum í breskum og hollenskum bönkum. Slíkt var mjög eðlilegt út frá almennum reglum, sem gilda um bankastarfsemi í siðuðum þjóðfélögum. Auk þess kepptust stjórnendur Landsbankans og jafnvel íslenskir embættismenn við að sannfæra markaðinn um að ekkert væri að óttast í þessum efnum. Ljóst má vera að hefði þessum væntanlegu innstæðueigendum verið skýrt frá því, að hinn íslenski Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) væri fjárvana og að íslensk stjórnvöld mundu ekki ábyrgjast skuldbindingar hans gagnvart innstæðueigendum þá hefði lítið orðið um innlán á Icesave-reikningana. Mundir þú lesandi góður leggja fjárupphæð inn á bankareikning, sem nyti engrar innstæðutryggingar og þar sem eina úrræðið væri að gera kröfu í þrotabú bankans ef hann félli? Það sem verst er í þessu máli öllu er að Icesave-innstæðueigendurnir voru vísvitandi blekktir. Stjórnendum Landsbankans og stjórnvöldum mátti vera fullljóst að íslenski tryggingarsjóðurinn, TIF, var einskis máttugur. Árið 2007 uppfyllti hann ekki einu sinni lágmarkskröfuna um að hafa til ráðstöfunar sem næmi 1% af innstæðum bankakerfisins (sbr. ársreikning sjóðsins 2007) enda var heildareign sjóðsins aðeins 8,4 milljarðar kr. í lok þess árs. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis var höfuðstóll hans 0,41% af heildarinnstæðum við fall bankanna. Jafnframt lá ekki fyrir nein formleg yfirlýsing stjórnvalda hvað þá heldur lagaleg ákvæði um að ríkissjóður mundi ábyrgjast skuldbindingar TIF. Enda komst seðlabankastjóri svo að orði í samtali við breska sjónvarpsstöð í byrjun mars 2008 að ríkissjóður hefði getu til að ábyrgjast innstæðurnar ef íslenska ríkið kysi að takast slíka ábyrgð á hendur. Með því að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samning eru Íslendingar einfaldlega að standa við fyrirheit, sem breskum og hollenskum innstæðueigendur höfðu verið gefin án nokkurra athugasemda íslenskra stjórnvalda; það er að segja að sömu ábyrgðir giltu varðandi Icesave-reikningana og sams konar innlánsreikninga annarra banka í þessum tveimur löndum. Samþykkt Icesave-samningsins nú er skýr yfirlýsing um að Ísland ætli ekki að láta tryggingarsjóð innstæðueigenda, TIF, verða gjaldþrota. Slíkt hefur ekki gerst hjá neinum þeirra þjóða, sem við berum okkur gjarnan saman við á tyllidögum. Jafnframt værum við að viðurkenna þá ábyrgð sem við berum sameiginlega á athöfnum óreiðumannanna, sem unnu að uppbyggingu Icesave með vitund og jafnvel stuðningi stjórnvalda og reyndar stórs hluta þjóðarinnar. Eða vilja landsmenn heldur hafna Icesave-samningnum og taka þá áhættu að vera léttvægir fundnir af dómstólum erlendis eða hérlendis og vera hengdir upp á vegg sem óreiðumenn allir sem einn? Svarið fæst í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstkomandi laugardag, hinn 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í þeirri umræðu, sem fram hefur farið undanfarna mánuði hefur Icesave-málið orðið æ flóknara með hverri vikunni sem liðið hefur. Því er stór hætta á því að aukaatriðin muni þvælast fyrir mörgum sem aldrei fyrr þegar menn gera upp hug sinn varðandi þetta afdrifaríka mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna næstkomandi laugardag. Í huga þess sem þetta ritar er málið hins vegar ekki flókið og er þessi grein rituð til að velta upp hlið málsins, sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun. Þegar breskir og hollenskir sparifjáreigendur lögðu fjármuni inn á Icesave-innstæðureikninga á sínum tíma höfðu þeir fulla ástæðu til að ætla að þessar innstæður væru tryggðar með sama hætti og væru þær á bankareikningum í breskum og hollenskum bönkum. Slíkt var mjög eðlilegt út frá almennum reglum, sem gilda um bankastarfsemi í siðuðum þjóðfélögum. Auk þess kepptust stjórnendur Landsbankans og jafnvel íslenskir embættismenn við að sannfæra markaðinn um að ekkert væri að óttast í þessum efnum. Ljóst má vera að hefði þessum væntanlegu innstæðueigendum verið skýrt frá því, að hinn íslenski Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) væri fjárvana og að íslensk stjórnvöld mundu ekki ábyrgjast skuldbindingar hans gagnvart innstæðueigendum þá hefði lítið orðið um innlán á Icesave-reikningana. Mundir þú lesandi góður leggja fjárupphæð inn á bankareikning, sem nyti engrar innstæðutryggingar og þar sem eina úrræðið væri að gera kröfu í þrotabú bankans ef hann félli? Það sem verst er í þessu máli öllu er að Icesave-innstæðueigendurnir voru vísvitandi blekktir. Stjórnendum Landsbankans og stjórnvöldum mátti vera fullljóst að íslenski tryggingarsjóðurinn, TIF, var einskis máttugur. Árið 2007 uppfyllti hann ekki einu sinni lágmarkskröfuna um að hafa til ráðstöfunar sem næmi 1% af innstæðum bankakerfisins (sbr. ársreikning sjóðsins 2007) enda var heildareign sjóðsins aðeins 8,4 milljarðar kr. í lok þess árs. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis var höfuðstóll hans 0,41% af heildarinnstæðum við fall bankanna. Jafnframt lá ekki fyrir nein formleg yfirlýsing stjórnvalda hvað þá heldur lagaleg ákvæði um að ríkissjóður mundi ábyrgjast skuldbindingar TIF. Enda komst seðlabankastjóri svo að orði í samtali við breska sjónvarpsstöð í byrjun mars 2008 að ríkissjóður hefði getu til að ábyrgjast innstæðurnar ef íslenska ríkið kysi að takast slíka ábyrgð á hendur. Með því að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samning eru Íslendingar einfaldlega að standa við fyrirheit, sem breskum og hollenskum innstæðueigendur höfðu verið gefin án nokkurra athugasemda íslenskra stjórnvalda; það er að segja að sömu ábyrgðir giltu varðandi Icesave-reikningana og sams konar innlánsreikninga annarra banka í þessum tveimur löndum. Samþykkt Icesave-samningsins nú er skýr yfirlýsing um að Ísland ætli ekki að láta tryggingarsjóð innstæðueigenda, TIF, verða gjaldþrota. Slíkt hefur ekki gerst hjá neinum þeirra þjóða, sem við berum okkur gjarnan saman við á tyllidögum. Jafnframt værum við að viðurkenna þá ábyrgð sem við berum sameiginlega á athöfnum óreiðumannanna, sem unnu að uppbyggingu Icesave með vitund og jafnvel stuðningi stjórnvalda og reyndar stórs hluta þjóðarinnar. Eða vilja landsmenn heldur hafna Icesave-samningnum og taka þá áhættu að vera léttvægir fundnir af dómstólum erlendis eða hérlendis og vera hengdir upp á vegg sem óreiðumenn allir sem einn? Svarið fæst í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstkomandi laugardag, hinn 9. apríl.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun