Þjóðverjar hafa reynst United erfiðir Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. apríl 2011 06:00 Ralf Rangnick stýrði Schalke til sigurs gegn Inter í fjórðungsúrslitunum. Nordic Photos / Bongarts Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Schalke og Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Schalke hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni en liðið sló Evrópumeistara Inter út í 8-liða úrslitum. Schalke hefur leikið frábærlega á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Það má því búast við að ferðin til Þýskalands muni reynast lærisveinum Alex Ferguson erfið. Tvisvar áður hefur United fallið úr leik í undanúrslitum fyrir þýsku liði og í fyrra féll liðið úr keppni fyrir Bayern München í 8-liða úrslitum. „Það er meira hungur hjá okkur en þeim. United er mjög skipulagt lið og heilsteyptara en Inter. Hættan stafar ekki aðeins af Wayne Rooney eða Javier Hernandez. Þeir eru með marga sterka leikmenn. Við stefnum ekki að því að ná markalausu jafntefli, við viljum vinna leikinn. Við ætlum að reyna að vinna báða leikina," sagði Ralf Rangnick, þjálfari Schalke. United verður án Dimitars Berbatov í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í nára. Berbatov hefur skorað 22 mörk í vetur en hefur misst sæti sitt í liðinu til Javiers Hernandez sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Lítið hefur gengið hjá Schalke í þýsku deildinni í vetur og er liðið í 10. sæti meðan United er í góðri stöðu með að vinna Englandsmeistaratitilinn. Varnarmaðurinn John O'Shea segir liðið ekki vanmeta Schalke. „Schalke er komið í undanúrslit í Meistaradeildinni og lið sem nær slíkum árangri hlýtur að vera gott. Að liðið hafi skorað svona mörg mörk gegn Inter segir sína sögu. Við verðum að ná útivallarmarki og þá eigum við frábæran möguleika á heimavelli," sagði O'Shea.- jjk Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sjá meira
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Schalke og Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Schalke hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni en liðið sló Evrópumeistara Inter út í 8-liða úrslitum. Schalke hefur leikið frábærlega á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Það má því búast við að ferðin til Þýskalands muni reynast lærisveinum Alex Ferguson erfið. Tvisvar áður hefur United fallið úr leik í undanúrslitum fyrir þýsku liði og í fyrra féll liðið úr keppni fyrir Bayern München í 8-liða úrslitum. „Það er meira hungur hjá okkur en þeim. United er mjög skipulagt lið og heilsteyptara en Inter. Hættan stafar ekki aðeins af Wayne Rooney eða Javier Hernandez. Þeir eru með marga sterka leikmenn. Við stefnum ekki að því að ná markalausu jafntefli, við viljum vinna leikinn. Við ætlum að reyna að vinna báða leikina," sagði Ralf Rangnick, þjálfari Schalke. United verður án Dimitars Berbatov í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í nára. Berbatov hefur skorað 22 mörk í vetur en hefur misst sæti sitt í liðinu til Javiers Hernandez sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Lítið hefur gengið hjá Schalke í þýsku deildinni í vetur og er liðið í 10. sæti meðan United er í góðri stöðu með að vinna Englandsmeistaratitilinn. Varnarmaðurinn John O'Shea segir liðið ekki vanmeta Schalke. „Schalke er komið í undanúrslit í Meistaradeildinni og lið sem nær slíkum árangri hlýtur að vera gott. Að liðið hafi skorað svona mörg mörk gegn Inter segir sína sögu. Við verðum að ná útivallarmarki og þá eigum við frábæran möguleika á heimavelli," sagði O'Shea.- jjk
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sjá meira