Besta afmælisgjöfin Sigursteinn Másson skrifar 4. maí 2011 06:00 Í ár er haldið upp á 75 ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins og hálfrar aldar afmæli Öryrkjabandalags Íslands. Sem stjórnarmaður í TR til fjögurra ára og fyrrverandi formaður ÖBÍ finnst mér rétt að stinga niður penna á þessum tímamótum. Það var gríðarlegt framfaraspor í velferðarmálum á Íslandi þegar TR var stofnað. Margir þekkja þá sögu mun betur en ég en það er engum blöðum um það að fletta að lög um almannatryggingar á Íslandi gjörbreyttu á nokkrum árum stöðu atvinnulausra, sjúkra, fatlaðra og aldraðra á Íslandi. Ísland er í röð þeirra ríkja í heiminum sem fremst standa á sviði velferðarmála þótt margt megi betur fara. Stofnun ÖBÍ var sömuleiðis framfaraspor og þá sérstaklega til að byrja með í húsnæðismálum fatlaðra því fyrir fimmtíu árum var Hússjóður ÖBÍ einnig stofnaður en sem nú er orðinn barn síns tíma. Síðan þá hafa ýmsir sigrar unnist í réttindamálum og varðandi viðhorf til fólks með fötlun. Á stórafmælum er til siðs að líta um öxl en það er líka gott að skoða hvar maður er staddur og hugsa til framtíðar. Það er ekkert sjálfsagt mál að TR verði til um aldur og ævi og það sama á við um ÖBÍ. Hvert er erindi þessara stofnana við almenning á Íslandi í dag og til íslensks samfélags? Hvernig hefur til tekist að ná markmiðum um jöfnuð, öryggi og réttlæti? Sumt hefur tekist vel, annað ekki. Ég hef verið þeirrar skoðunar að rétt sé að sameina TR og Vinnumálastofnun í eina velferðar- og virknistofnun. Með þessu má ná fram hagkvæmni en umfram allt faglegri og öflugri þjónustu þar sem litið væri heildstætt á stöðu og möguleika fólks. Það er löngu tímabært að farið sé að horfa á virkni og þátttöku sem grundvöll velferðar enda sjáum við nú hvað er að gerast með þann hóp ungs fólks sem búið hefur við langtíma atvinnuleysi. Þeir einstaklingar verða margir að öryrkjum þótt réttur til atvinnuleysisbóta hafi tímabundið verið lengdur í fjögur ár. Það sama hefur blasað við um áratugaskeið hjá öryrkjum sem verða óvirkir í samfélaginu enda sáralítill hvati til nokkurrar þátttöku. Ég er líka þeirrar skoðunar að hugtakið örorka og stimpillinn öryrki sé ekki gagnlegt fyrir viðkomandi einstaklinga eða lýsandi fyrir stöðu þeirra og því sé rétt að hætta að nota þessi orð. Við eigum að hverfa frá því að raða fólki sífellt í einhverja kassa. Við erum öll fólk, einstaklingar með réttindi og skyldur í þessu samfélagi hvort sem við erum veik, með fötlun, erum börn, öldruð eða annað en ekki fé í réttum. Fötlun eða veikindi eiga ekki að vera sjálfkrafa ávísun á einhvers konar stéttarfélag. ÖBÍ hefur oftsinnis háð harða baráttu fyrir kjörum fólks með fötlun og náð markverðum árangri. En hugmyndafræðilega hefur ÖBÍ staðnað. Þrátt fyrir að fyrir liggi sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem er alþjóðleg tímamótasamþykkt er umræða um málefni fatlaðra að miklu leyti föst í gömlu stéttar- og kjarabaráttufari. Eins miklu máli og það skiptir að allir landsmenn búi við fjárhagslegt öryggi þá verður að rjúfa þann vítahring einangrunar og óvirkni sem fyrirkomulag almannatrygginga ýtir beinlínis undir með tekjutengingum sínum og flækjustigi. Hver ný ákvörðun stjórnvalda um breytingar á undanförnum árum hefur flækt og ruglað kerfið enn meira. Það er ótrúlegt að enn í dag skuli vera ríkjandi ótti við að skera upp þetta margstagbætta og úr sér gengna kerfi frá grunni og einfalda það verulega. En undan því verður ekki lengur vikist. Nú er að störfum nefnd velferðarráðherra sem á að vinna að einföldun kerfisins og vonandi er að þar komi fram róttækar tillögur til breytinga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík nefnd starfar á vegum stjórnvalda að þessu verkefni en það er vonandi að nú takist betur til en áður enda væri það ein besta afmælisgjöfin til lífeyrisþega þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í ár er haldið upp á 75 ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins og hálfrar aldar afmæli Öryrkjabandalags Íslands. Sem stjórnarmaður í TR til fjögurra ára og fyrrverandi formaður ÖBÍ finnst mér rétt að stinga niður penna á þessum tímamótum. Það var gríðarlegt framfaraspor í velferðarmálum á Íslandi þegar TR var stofnað. Margir þekkja þá sögu mun betur en ég en það er engum blöðum um það að fletta að lög um almannatryggingar á Íslandi gjörbreyttu á nokkrum árum stöðu atvinnulausra, sjúkra, fatlaðra og aldraðra á Íslandi. Ísland er í röð þeirra ríkja í heiminum sem fremst standa á sviði velferðarmála þótt margt megi betur fara. Stofnun ÖBÍ var sömuleiðis framfaraspor og þá sérstaklega til að byrja með í húsnæðismálum fatlaðra því fyrir fimmtíu árum var Hússjóður ÖBÍ einnig stofnaður en sem nú er orðinn barn síns tíma. Síðan þá hafa ýmsir sigrar unnist í réttindamálum og varðandi viðhorf til fólks með fötlun. Á stórafmælum er til siðs að líta um öxl en það er líka gott að skoða hvar maður er staddur og hugsa til framtíðar. Það er ekkert sjálfsagt mál að TR verði til um aldur og ævi og það sama á við um ÖBÍ. Hvert er erindi þessara stofnana við almenning á Íslandi í dag og til íslensks samfélags? Hvernig hefur til tekist að ná markmiðum um jöfnuð, öryggi og réttlæti? Sumt hefur tekist vel, annað ekki. Ég hef verið þeirrar skoðunar að rétt sé að sameina TR og Vinnumálastofnun í eina velferðar- og virknistofnun. Með þessu má ná fram hagkvæmni en umfram allt faglegri og öflugri þjónustu þar sem litið væri heildstætt á stöðu og möguleika fólks. Það er löngu tímabært að farið sé að horfa á virkni og þátttöku sem grundvöll velferðar enda sjáum við nú hvað er að gerast með þann hóp ungs fólks sem búið hefur við langtíma atvinnuleysi. Þeir einstaklingar verða margir að öryrkjum þótt réttur til atvinnuleysisbóta hafi tímabundið verið lengdur í fjögur ár. Það sama hefur blasað við um áratugaskeið hjá öryrkjum sem verða óvirkir í samfélaginu enda sáralítill hvati til nokkurrar þátttöku. Ég er líka þeirrar skoðunar að hugtakið örorka og stimpillinn öryrki sé ekki gagnlegt fyrir viðkomandi einstaklinga eða lýsandi fyrir stöðu þeirra og því sé rétt að hætta að nota þessi orð. Við eigum að hverfa frá því að raða fólki sífellt í einhverja kassa. Við erum öll fólk, einstaklingar með réttindi og skyldur í þessu samfélagi hvort sem við erum veik, með fötlun, erum börn, öldruð eða annað en ekki fé í réttum. Fötlun eða veikindi eiga ekki að vera sjálfkrafa ávísun á einhvers konar stéttarfélag. ÖBÍ hefur oftsinnis háð harða baráttu fyrir kjörum fólks með fötlun og náð markverðum árangri. En hugmyndafræðilega hefur ÖBÍ staðnað. Þrátt fyrir að fyrir liggi sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem er alþjóðleg tímamótasamþykkt er umræða um málefni fatlaðra að miklu leyti föst í gömlu stéttar- og kjarabaráttufari. Eins miklu máli og það skiptir að allir landsmenn búi við fjárhagslegt öryggi þá verður að rjúfa þann vítahring einangrunar og óvirkni sem fyrirkomulag almannatrygginga ýtir beinlínis undir með tekjutengingum sínum og flækjustigi. Hver ný ákvörðun stjórnvalda um breytingar á undanförnum árum hefur flækt og ruglað kerfið enn meira. Það er ótrúlegt að enn í dag skuli vera ríkjandi ótti við að skera upp þetta margstagbætta og úr sér gengna kerfi frá grunni og einfalda það verulega. En undan því verður ekki lengur vikist. Nú er að störfum nefnd velferðarráðherra sem á að vinna að einföldun kerfisins og vonandi er að þar komi fram róttækar tillögur til breytinga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík nefnd starfar á vegum stjórnvalda að þessu verkefni en það er vonandi að nú takist betur til en áður enda væri það ein besta afmælisgjöfin til lífeyrisþega þessa lands.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun