Viltu vinna miða á Jon Lajoie? Einn miði eftir hver 100 "læk" 11. maí 2011 14:00 Grínistinn Jon Lajoie er kominn til landsins. Myndbönd hans á Youtube eru komin með hátt í 300 milljón áhorf, en hann er spenntur fyrir að vera túristi á Íslandi. Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að setja "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn í tölvupósti til IceGigg Entertainment. Gefinn verður miði á 100 "læka" fresti þannig að það er nóg í pottinum! Sjúkur húmor frá Kanada„Þetta verður fjölbreytt sýning og það verður mikið af sjúkum og brengluðum húmor," segir kanadíski grínistinn Jon Lajoie. Lajoie kom til landsins í gær. Hann segir ferð til Íslands hafa verið lengi á döfinni en fékk nauðsynlegt spark í rassinn þegar haft var samband og honum boðið að koma hér fram. „Ég var mjög ánægður þegar haft var samband við mig og mér boðið að vera með uppistand á Íslandi," segir Lajoie. „Þið eruð með góðan húmor, allavega þeir sem ég hef hitt. Ég hlakka til að koma fram og sjá hversu langt ég get gengið." Ætlarðu yfir strikið? „Ég ætla að reyna. En það virðist ekki vera neitt strik hjá ykkur. Ég er aðeins búinn að prófa grínið og þið gangið strax eins langt og þið komist. Ég kann vel við ykkur." Jon Lajoie býr í Los Angeles, þar sem hann kemur fram í sjónvarpsþáttunum The League. Grínmyndbönd hans á Youtube komu honum á kortið, en áhorf á myndbönd hans nálgast 300 milljónir. Á sýningunni á morgun ætlar hann meðal annars að kenna fólki að gera vinsæl netmyndbönd. „Það er auðvitað bara grín," segir hann. „En það er mikið af tónlist, sum gömul lög og önnur ný sem fólk þekkir ekki. Ég hef aldrei flutt lagið WTF Collective á sviði og ætla að gera það í fyrsta skipti á sviði á Íslandi." Þegar karlmenn úr skemmtanabransanum koma til Íslands detta þeir yfirleitt í það og elta stelpurnar. Ætlar þú að gera það? „Guð minn almáttugur, það er ógeðslegt. Nei. Ég ætla ekki að gera mig að fífli." En í alvöru? „En í alvöru, jújú. Konurnar ykkar. Ég veit ekki hvað þið setjið í vatnið, en guð minn góður." Ertu mikill drykkjumaður? „Ég er að reyna að drekka minna. Ég drekk yfirleitt ekkert eða þúsund drykki og gleymi öllu. Það kemur oft fyrir og núna er ég að jafna mig á lungnabólgu þannig að ég neyðist til að haga mér sæmilega vel. Sem er fyrir bestu." Lajoie hyggst vera á landinu í tæpa viku, en hann ferðast með Jason bróður sínum, sem er einnig aðstoðarmaður hans. Þeir ætla að vera miklir túristar á landinu og Lajoie segist vera búinn að lesa túristabókina sína spjalda á milli. „Ég vil fara í hvalaskoðun, gönguferðir og í Bláa lónið," segir hann. „Allar þessar túristaferðir sem eru eflaust ekkert spennandi fyrir ykkur. Ég vil nýta ferðina til hins ítrasta." Miðasala á sýningu Jon Lajoie fer fram í versluninni Skór.is í Kringlunni. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson sér um upphitun. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Grínistinn Jon Lajoie er kominn til landsins. Myndbönd hans á Youtube eru komin með hátt í 300 milljón áhorf, en hann er spenntur fyrir að vera túristi á Íslandi. Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að setja "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn í tölvupósti til IceGigg Entertainment. Gefinn verður miði á 100 "læka" fresti þannig að það er nóg í pottinum! Sjúkur húmor frá Kanada„Þetta verður fjölbreytt sýning og það verður mikið af sjúkum og brengluðum húmor," segir kanadíski grínistinn Jon Lajoie. Lajoie kom til landsins í gær. Hann segir ferð til Íslands hafa verið lengi á döfinni en fékk nauðsynlegt spark í rassinn þegar haft var samband og honum boðið að koma hér fram. „Ég var mjög ánægður þegar haft var samband við mig og mér boðið að vera með uppistand á Íslandi," segir Lajoie. „Þið eruð með góðan húmor, allavega þeir sem ég hef hitt. Ég hlakka til að koma fram og sjá hversu langt ég get gengið." Ætlarðu yfir strikið? „Ég ætla að reyna. En það virðist ekki vera neitt strik hjá ykkur. Ég er aðeins búinn að prófa grínið og þið gangið strax eins langt og þið komist. Ég kann vel við ykkur." Jon Lajoie býr í Los Angeles, þar sem hann kemur fram í sjónvarpsþáttunum The League. Grínmyndbönd hans á Youtube komu honum á kortið, en áhorf á myndbönd hans nálgast 300 milljónir. Á sýningunni á morgun ætlar hann meðal annars að kenna fólki að gera vinsæl netmyndbönd. „Það er auðvitað bara grín," segir hann. „En það er mikið af tónlist, sum gömul lög og önnur ný sem fólk þekkir ekki. Ég hef aldrei flutt lagið WTF Collective á sviði og ætla að gera það í fyrsta skipti á sviði á Íslandi." Þegar karlmenn úr skemmtanabransanum koma til Íslands detta þeir yfirleitt í það og elta stelpurnar. Ætlar þú að gera það? „Guð minn almáttugur, það er ógeðslegt. Nei. Ég ætla ekki að gera mig að fífli." En í alvöru? „En í alvöru, jújú. Konurnar ykkar. Ég veit ekki hvað þið setjið í vatnið, en guð minn góður." Ertu mikill drykkjumaður? „Ég er að reyna að drekka minna. Ég drekk yfirleitt ekkert eða þúsund drykki og gleymi öllu. Það kemur oft fyrir og núna er ég að jafna mig á lungnabólgu þannig að ég neyðist til að haga mér sæmilega vel. Sem er fyrir bestu." Lajoie hyggst vera á landinu í tæpa viku, en hann ferðast með Jason bróður sínum, sem er einnig aðstoðarmaður hans. Þeir ætla að vera miklir túristar á landinu og Lajoie segist vera búinn að lesa túristabókina sína spjalda á milli. „Ég vil fara í hvalaskoðun, gönguferðir og í Bláa lónið," segir hann. „Allar þessar túristaferðir sem eru eflaust ekkert spennandi fyrir ykkur. Ég vil nýta ferðina til hins ítrasta." Miðasala á sýningu Jon Lajoie fer fram í versluninni Skór.is í Kringlunni. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson sér um upphitun. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning