Tímamótasamningur um leit og björgun 13. maí 2011 01:00 Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Grænlandi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samninginn utanríkisráðherrar hinna aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagnkvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóðum verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjörlega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Grænlandi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samninginn utanríkisráðherrar hinna aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagnkvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóðum verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjörlega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira