Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 14:12 Þrátt fyrir háværan orðróm hafa hvorki Björg Magnúsdóttir, Jakob Birgisson né Aðalsteinn Leifsson staðfest nokkuð um hvort þau gefi kost á sér í oddvitan. Aðalsteinn hefur hins vegar sagst vera að hugsa málið. Vísir/Samsett Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í lok október að haldið verði leiðtogaprófkjör þar sem oddviti flokksins í borginni verður valinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki sækjast aftur eftir sæti. „Við erum að horfa á mjög snemma á næsta ári. Fljótlega eftir áramót, í janúar en ekki seinna en í byrjun febrúar,“ segir Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Honum sé sjálfum kunnugt um þrjá til fjóra einstaklinga sem séu að horfa á oddvitasætið og þá hafi nokkrir tugir haft samband og lýst áhuga fyrir að vera ofarlega á lista flokksins í borginni. „Það er meiri áhugi en ég hef nokkru sinni upplifað á þeim fjórum árum sem ég hef verið með Viðreisn í borginni,“ segir Natan. Líkt og Vísir greindi frá í haust hafa meðal annars Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra verið orðuð við oddvitasætið. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn hefur sagst vera að íhuga framboð en Björg hefur ekkert staðfest ennþá. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún hins vegar verið að kanna jarðveginn að undanförnu og boðið hinum og þessum innan flokksins í spjall yfir kaffibolla. Þá hefur nafni Jakobs Birgissonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og uppistandara, verið fleygt. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég er bara í ágætu starfi núna og hef annars bara almennt séð fyrir mér að fara aftur í uppistand,“ segir Jakob sem kveðst vera rólyndismaður og kippi sér ekki upp við það að vera nefndur í sambandi við borgarstjórnarframboð. Sem stendur beinist athyglin að störfum í dómsmálaráðuneytinu en annars hafi hann mest gaman af og vilji gjarnar setja orku sína í grín og skrif, sem er það sem hann var helst að fást við áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. „En ég verð auðvitað var við þessa umræðu,“ bætir Jakob við. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í lok október að haldið verði leiðtogaprófkjör þar sem oddviti flokksins í borginni verður valinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki sækjast aftur eftir sæti. „Við erum að horfa á mjög snemma á næsta ári. Fljótlega eftir áramót, í janúar en ekki seinna en í byrjun febrúar,“ segir Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Honum sé sjálfum kunnugt um þrjá til fjóra einstaklinga sem séu að horfa á oddvitasætið og þá hafi nokkrir tugir haft samband og lýst áhuga fyrir að vera ofarlega á lista flokksins í borginni. „Það er meiri áhugi en ég hef nokkru sinni upplifað á þeim fjórum árum sem ég hef verið með Viðreisn í borginni,“ segir Natan. Líkt og Vísir greindi frá í haust hafa meðal annars Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra verið orðuð við oddvitasætið. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn hefur sagst vera að íhuga framboð en Björg hefur ekkert staðfest ennþá. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún hins vegar verið að kanna jarðveginn að undanförnu og boðið hinum og þessum innan flokksins í spjall yfir kaffibolla. Þá hefur nafni Jakobs Birgissonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og uppistandara, verið fleygt. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég er bara í ágætu starfi núna og hef annars bara almennt séð fyrir mér að fara aftur í uppistand,“ segir Jakob sem kveðst vera rólyndismaður og kippi sér ekki upp við það að vera nefndur í sambandi við borgarstjórnarframboð. Sem stendur beinist athyglin að störfum í dómsmálaráðuneytinu en annars hafi hann mest gaman af og vilji gjarnar setja orku sína í grín og skrif, sem er það sem hann var helst að fást við áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. „En ég verð auðvitað var við þessa umræðu,“ bætir Jakob við.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira