Ósáttir við að vera á lista styrktarsjóðsins Kraums 13. maí 2011 08:00 Sigurður Ásgeir í Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Fréttablaðið/Arnþór Ultra Mega Technobandið Stefán er ósátt við að vera á lista Kraums yfir hljómsveitir sem hafa hlotið styrk frá sjóðnum. Ekkert mál að taka hljómsveitina af listanum, segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums. „Ég vildi vinsamlegast og í mjög mikilli góðmennsku biðja þá um að taka nafnið okkar út. Ekki að við séum á móti þessum sjóði sem slíkum," segir Sigurður Ásgeir Árnason, söngvari Ultra Mega Technobandsins Stefáns. Tónlistarsjóðurinn Kraumur úthlutaði á miðvikudag níu milljónum króna til hljómsveita og tónlistartengdra verkefna. Í kjölfarið á úthlutuninni birti Ultra Mega Technobandið Stefán beiðni á Facebook-síðu sinni þar sem hljómsvetin bað vinsamlegast um að vera fjarlægð af lista á vefsíðu Kraums yfir hljómsveitir sem sjóðurinn hefur stutt og starfað með. Sigurður Ásgeir segir beiðnina hafa verið birta einfaldlega vegna þess að sjóðurinn hefur aldrei styrkt hljómsveitina. „Við sóttum um einhvern 120 þúsund kall fyrir geðveikt verkefni til að kynna okkur erlendis," útskýrir Sigurður. „Ég sendi umsókn og fæ ekkert svar. Reyndi að ná í þá í þrjá mánuði, enginn svarar í símann og ég sendi pósta á fullu. Svo næ ég í þá og fæ þau svör að við fengum ekki neitt. Svo les ég í blaðinu og sé að Pascal Pinon fær 1,2 milljónir." Eldar Ástþórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums, segir Ultra Mega Technobandið Stefán hafa komið fram á tónleikum sem Kraumur styrkti í árdaga sjóðsins og því farið á lista yfir samstarfshljómsveitir. „Fyrir vikið litum við svo á að við hefðum stutt bandið," segir Eldar. „En ég skil að þeir hafi ekki séð neitt af þeim pening þar sem hann fór eflaust í umgjörð tónleikanna." Eitt af síðustu verkum Eldars fyrir Kraum verður því að taka Ultra Mega Technobandið af listanum á vefsíðu sjóðsins. „Það er ekkert mál að taka þá af listanum," segir hann. „Okkur þykir mjög leiðinlegt ef þeir voru ósáttir við að vera á lista hjá okkur yfir hljómsveitir sem við höfum stutt við." Nóg er fram undan hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum að nýju efni og kemur fram í kvöld á próflokafögnuði Stúdentaráðs á Sódómu. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Ultra Mega Technobandið Stefán er ósátt við að vera á lista Kraums yfir hljómsveitir sem hafa hlotið styrk frá sjóðnum. Ekkert mál að taka hljómsveitina af listanum, segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums. „Ég vildi vinsamlegast og í mjög mikilli góðmennsku biðja þá um að taka nafnið okkar út. Ekki að við séum á móti þessum sjóði sem slíkum," segir Sigurður Ásgeir Árnason, söngvari Ultra Mega Technobandsins Stefáns. Tónlistarsjóðurinn Kraumur úthlutaði á miðvikudag níu milljónum króna til hljómsveita og tónlistartengdra verkefna. Í kjölfarið á úthlutuninni birti Ultra Mega Technobandið Stefán beiðni á Facebook-síðu sinni þar sem hljómsvetin bað vinsamlegast um að vera fjarlægð af lista á vefsíðu Kraums yfir hljómsveitir sem sjóðurinn hefur stutt og starfað með. Sigurður Ásgeir segir beiðnina hafa verið birta einfaldlega vegna þess að sjóðurinn hefur aldrei styrkt hljómsveitina. „Við sóttum um einhvern 120 þúsund kall fyrir geðveikt verkefni til að kynna okkur erlendis," útskýrir Sigurður. „Ég sendi umsókn og fæ ekkert svar. Reyndi að ná í þá í þrjá mánuði, enginn svarar í símann og ég sendi pósta á fullu. Svo næ ég í þá og fæ þau svör að við fengum ekki neitt. Svo les ég í blaðinu og sé að Pascal Pinon fær 1,2 milljónir." Eldar Ástþórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums, segir Ultra Mega Technobandið Stefán hafa komið fram á tónleikum sem Kraumur styrkti í árdaga sjóðsins og því farið á lista yfir samstarfshljómsveitir. „Fyrir vikið litum við svo á að við hefðum stutt bandið," segir Eldar. „En ég skil að þeir hafi ekki séð neitt af þeim pening þar sem hann fór eflaust í umgjörð tónleikanna." Eitt af síðustu verkum Eldars fyrir Kraum verður því að taka Ultra Mega Technobandið af listanum á vefsíðu sjóðsins. „Það er ekkert mál að taka þá af listanum," segir hann. „Okkur þykir mjög leiðinlegt ef þeir voru ósáttir við að vera á lista hjá okkur yfir hljómsveitir sem við höfum stutt við." Nóg er fram undan hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum að nýju efni og kemur fram í kvöld á próflokafögnuði Stúdentaráðs á Sódómu. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning