ÍBV og Stjarnan með fullt hús stiga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. maí 2011 06:00 Stjörnustúlkur fagna einu marka sinna gegn Þrótti í gær. Fréttablaðið/Daníel Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki. Stjarnan og ÍBV eru einu liðin sem eru með fullt hús stiga en bæði lið unnu örugga sigra í gær. Stjarnan lagði Þrótt á heimavelli, 4-0, og ÍBV vann 5-0 sigur á Aftureldingu í Vestmannaeyjum. „Ég þigg stigið þó svo að ég hefði gjarnan vilja fá þrjú. En eitt er betra en ekkert," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis. „Við erum fyrst og fremst ánægð með hvað við lögðum mikið á okkur. Við sýndum mikla vinnusemi og það fór mikil orka í leikinn. Stelpurnar áttu þetta stig svo sannarlega skilið," bætti hann við. Þorlákur Árnason neitaði því ekki að sigur sinna manna í Stjörnunni hefði verið öruggur. „Við náðum að skora mjög snemma og þá var þetta nokkuð öruggt. Þróttararnir komu okkur samt á óvart. Þær spiluðu vel og það var erfitt að eiga við þær," sagði Þorlákur. Hann á von á því að deildin verði jafnari og meira spennandi í sumar en oft áður í efstu deild kvenna. „Það er fínt að vera með fullt hús stiga enn sem komið er en við tökum samt bara einn leik fyrir í einu. Liðin eru mjög jöfn að getu og ég held að lið sem margir spá í fallbaráttuna eigi eftir að taka stig af efri liðum deildarinnar líka," sagði Þorlákur. „Það hefur miklu máli skipt að þeir erlendu leikmenn sem minni liðin í deildinni hafa verið að fá til sín eru sterkari en áður. Það er greinilegt að það er verið að vanda valið betur í þeim efnum," bætti hann við. Valur er í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig, rétt eins og KR sem er í því fjórða. Þór/KA er í fimmta sæti með sex stig en næstu fjögur lið á eftir eru öll með eitt stig. Grindvíkingar eru enn án stiga í botnsæti deildarinnar. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki. Stjarnan og ÍBV eru einu liðin sem eru með fullt hús stiga en bæði lið unnu örugga sigra í gær. Stjarnan lagði Þrótt á heimavelli, 4-0, og ÍBV vann 5-0 sigur á Aftureldingu í Vestmannaeyjum. „Ég þigg stigið þó svo að ég hefði gjarnan vilja fá þrjú. En eitt er betra en ekkert," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis. „Við erum fyrst og fremst ánægð með hvað við lögðum mikið á okkur. Við sýndum mikla vinnusemi og það fór mikil orka í leikinn. Stelpurnar áttu þetta stig svo sannarlega skilið," bætti hann við. Þorlákur Árnason neitaði því ekki að sigur sinna manna í Stjörnunni hefði verið öruggur. „Við náðum að skora mjög snemma og þá var þetta nokkuð öruggt. Þróttararnir komu okkur samt á óvart. Þær spiluðu vel og það var erfitt að eiga við þær," sagði Þorlákur. Hann á von á því að deildin verði jafnari og meira spennandi í sumar en oft áður í efstu deild kvenna. „Það er fínt að vera með fullt hús stiga enn sem komið er en við tökum samt bara einn leik fyrir í einu. Liðin eru mjög jöfn að getu og ég held að lið sem margir spá í fallbaráttuna eigi eftir að taka stig af efri liðum deildarinnar líka," sagði Þorlákur. „Það hefur miklu máli skipt að þeir erlendu leikmenn sem minni liðin í deildinni hafa verið að fá til sín eru sterkari en áður. Það er greinilegt að það er verið að vanda valið betur í þeim efnum," bætti hann við. Valur er í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig, rétt eins og KR sem er í því fjórða. Þór/KA er í fimmta sæti með sex stig en næstu fjögur lið á eftir eru öll með eitt stig. Grindvíkingar eru enn án stiga í botnsæti deildarinnar.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira