Höfum lagað mistökin frá 2009 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. maí 2011 10:00 Sir Alex Ferguson stýrir æfingu með Manchester United fyrir leikinn mikilvæga gegn Barcelona. Nordic Photos / Getty Images Hápunktur knattspyrnuvertíðarinnar verður í kvöld, þegar Manchester United og Barcelona eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. United er að spila sinn þriðja úrslitaleik á fjórum árum en liðið tapaði einmitt fyrir Barcelona þegar liðin mættust í úrslitaleiknum árið 2009. Sparkspekingar telja margir hverjir að Börsungar séu líklegir til að endurtaka leikinn nú. En Sir Alex Ferguson, stjóri United, þolir ekki að tapa og vill allra síst lúta öðru sinni í gras gegn spænska risanum. United byrjaði vel í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en þegar Samuel Eto‘o skoraði fyrir Barcelona á tíundu mínútu tóku þeir spænsku öll völd í leiknum. Paul Scholes, leikmaður United, er staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig. „Þetta var ekki skemmtilegt kvöld og sumarið leið mjög hægt. Í þetta skiptið ætlum við í það minnsta að leggja okkur almennilega fram.“ Ferguson segir þó að leikurinn í dag snúist ekki um að ná fram hefndum. „Það voru okkur vonbrigði að tapa leiknum en það er ekki aðalmálið. Þetta snýst um stolt okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Við erum einbeittir í þetta skiptið og undirbúningurinn hefur verið betri. Ég held að við höfum gert ein eða tvenn mistök í undirbúningnum síðast. Ekki núna.“ United tryggði sér Englandsmeistaratitilinn fyrir tveimur vikum og fékk því nægan tíma til undirbúnings. „Það skipti máli og hjálpaði okkur. En það sem mestu skiptir er að leikmenn hafi trú á eigin getu og treysti hver öðrum – vegna þess að ég treysti þeim,“ sagði Ferguson. Ferguson hrósaði kollega sínum, Pep Guardiola, fyrir þann árangur sem hann hefur náð með lið Barcelona. „Hann hefur náð frábærum árangri, einkum miðað við hvað hann er ungur,“ sagði Ferguson. „Það er hægt að sjá hvernig liðið hefur þroskast síðan það vann okkur í Róm fyrir tveimur árum. Hann hefur breytt því hvernig liðið spilar og hefur mjög sterka nærveru.“ Liði Barcelona hefur margsinnis verið hampað sem einu besta liði heims, ef ekki einu því besta frá upphafi. Því er Guardiola ósammála. „Við erum ánægðir ef fólk nýtur þess að horfa á okkur spila. En við verðum að bera virðingu fyrir liðum eins og Brasilíu, Liverpool, Manchester og jafnvel Real Madrid þegar það var upp á sitt besta,“ sagði Guardiola. „Það er mjög erfitt að bera svona lagað saman. Það er ómögulegt að leggja mat á það hvaða leikmaður sé besti knattspyrnumaður allra tíma – Pele, Maradona, Messi eða Beckenbauer. En allir þessir leikmenn hafa lagt sitt af mörkum til að gera knattspyrnuna betri en hún var áður.“ Þó eru flestir sammála um að fá lið standi Barcelona snúning þegar leikmenn liðsins ná að sýna sitt besta. „Við viljum reyna að halda boltanum og spila honum hratt á milli okkar. Við ætlum að sækja hratt á þá og skapa okkur færi. Við vitum nefnilega að það gæti reynst hættulegt að missa boltann því Manchester getur gert okkur erfitt fyrir.“ Einn besti leikmaður heims og lykilmaður í liði Barcelona, Xavi Hernandez, segir sína menn vel meðvitaða um styrkleika United. „Þeir eru ekki einungis með hæfileikaríka leikmenn,“ sagði hann. „Þeir eru duglegir í vörninni, þéttir og eiga marga valmöguleika í sínum sóknarleik. Ef þeir skora, pakka þeir í vörn og beita skyndisóknum, þar sem þeir eiga mörg mismunandi vopn.“ Ferguson sjálfur veit manna best hversu sterkt lið Barcelona hefur að geyma. En hann minnir á að United getur líka spilað vel. „Við vitum vel hvað andstæðingar okkar geta. Það væri óskynsamlegt að mæta illa undirbúnir til leiks. Við þekkjum bæði styrkleika Barcelona sem og veiku hliðarnar,“ sagði Ferguson. „En við einbeitum okkur alltaf að því sem við getum gert sjálfir og við vonumst til að geta spilað sóknarbolta. Við höfum þá leikmenn sem þarf til þess.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Hápunktur knattspyrnuvertíðarinnar verður í kvöld, þegar Manchester United og Barcelona eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. United er að spila sinn þriðja úrslitaleik á fjórum árum en liðið tapaði einmitt fyrir Barcelona þegar liðin mættust í úrslitaleiknum árið 2009. Sparkspekingar telja margir hverjir að Börsungar séu líklegir til að endurtaka leikinn nú. En Sir Alex Ferguson, stjóri United, þolir ekki að tapa og vill allra síst lúta öðru sinni í gras gegn spænska risanum. United byrjaði vel í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en þegar Samuel Eto‘o skoraði fyrir Barcelona á tíundu mínútu tóku þeir spænsku öll völd í leiknum. Paul Scholes, leikmaður United, er staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig. „Þetta var ekki skemmtilegt kvöld og sumarið leið mjög hægt. Í þetta skiptið ætlum við í það minnsta að leggja okkur almennilega fram.“ Ferguson segir þó að leikurinn í dag snúist ekki um að ná fram hefndum. „Það voru okkur vonbrigði að tapa leiknum en það er ekki aðalmálið. Þetta snýst um stolt okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Við erum einbeittir í þetta skiptið og undirbúningurinn hefur verið betri. Ég held að við höfum gert ein eða tvenn mistök í undirbúningnum síðast. Ekki núna.“ United tryggði sér Englandsmeistaratitilinn fyrir tveimur vikum og fékk því nægan tíma til undirbúnings. „Það skipti máli og hjálpaði okkur. En það sem mestu skiptir er að leikmenn hafi trú á eigin getu og treysti hver öðrum – vegna þess að ég treysti þeim,“ sagði Ferguson. Ferguson hrósaði kollega sínum, Pep Guardiola, fyrir þann árangur sem hann hefur náð með lið Barcelona. „Hann hefur náð frábærum árangri, einkum miðað við hvað hann er ungur,“ sagði Ferguson. „Það er hægt að sjá hvernig liðið hefur þroskast síðan það vann okkur í Róm fyrir tveimur árum. Hann hefur breytt því hvernig liðið spilar og hefur mjög sterka nærveru.“ Liði Barcelona hefur margsinnis verið hampað sem einu besta liði heims, ef ekki einu því besta frá upphafi. Því er Guardiola ósammála. „Við erum ánægðir ef fólk nýtur þess að horfa á okkur spila. En við verðum að bera virðingu fyrir liðum eins og Brasilíu, Liverpool, Manchester og jafnvel Real Madrid þegar það var upp á sitt besta,“ sagði Guardiola. „Það er mjög erfitt að bera svona lagað saman. Það er ómögulegt að leggja mat á það hvaða leikmaður sé besti knattspyrnumaður allra tíma – Pele, Maradona, Messi eða Beckenbauer. En allir þessir leikmenn hafa lagt sitt af mörkum til að gera knattspyrnuna betri en hún var áður.“ Þó eru flestir sammála um að fá lið standi Barcelona snúning þegar leikmenn liðsins ná að sýna sitt besta. „Við viljum reyna að halda boltanum og spila honum hratt á milli okkar. Við ætlum að sækja hratt á þá og skapa okkur færi. Við vitum nefnilega að það gæti reynst hættulegt að missa boltann því Manchester getur gert okkur erfitt fyrir.“ Einn besti leikmaður heims og lykilmaður í liði Barcelona, Xavi Hernandez, segir sína menn vel meðvitaða um styrkleika United. „Þeir eru ekki einungis með hæfileikaríka leikmenn,“ sagði hann. „Þeir eru duglegir í vörninni, þéttir og eiga marga valmöguleika í sínum sóknarleik. Ef þeir skora, pakka þeir í vörn og beita skyndisóknum, þar sem þeir eiga mörg mismunandi vopn.“ Ferguson sjálfur veit manna best hversu sterkt lið Barcelona hefur að geyma. En hann minnir á að United getur líka spilað vel. „Við vitum vel hvað andstæðingar okkar geta. Það væri óskynsamlegt að mæta illa undirbúnir til leiks. Við þekkjum bæði styrkleika Barcelona sem og veiku hliðarnar,“ sagði Ferguson. „En við einbeitum okkur alltaf að því sem við getum gert sjálfir og við vonumst til að geta spilað sóknarbolta. Við höfum þá leikmenn sem þarf til þess.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn