Tegundinni útrýmt? 24. júní 2011 08:00 Tvær fréttir vöktu sérstaka athygli mína síðustu daga, þegar blöðunum var flett yfir fyrsta kaffibolla dagsins. Fréttirnar eru annars vegar að sjötíu prósent dýrara er að aka hringinn í kringum Ísland og hins vegar að kjördæmapot hafi nú verið upprætt af fjárlaganefnd. Tengjast fréttirnar í raun báðar fjármálum og Alþingi. Önnur fjallaði um að lítrinn af bensíni hafi kostað 124 krónur árið 2007 en kosti nú 234 krónur enda hafa skattar á bensínlítra hækkað úr 64 í 114 krónur á sama tímabili. Hin fréttin var um að Alþingi muni ekki úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstaklinga frá og með næsta ári heldur ætli það að ákveða hversu háar upphæðir renni til einstakra málaflokka en láta lögbundnum sjóðum, sveitarfélögum, ráðuneytum og fleirum eftir að úthluta styrkjunum. Áhugavert er að velta fyrir sér tengslum þessara tveggja frétta eða öllu heldur hvernig þær gætu tengst. Bensínið hefur á undanförnum árum hækkað talsvert sem rekja má til má til aukinnar skattlagningar og hækkunar heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Leiðir þessi hækkun óhjákvæmlega til þess að margir landsmenn hugsa meira um bensíneyðsluna sem aftur verður til þess að það dregur úr umferð á landinu. Meirihluti þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu og því dregur úr ferðalögum meirihlutans út fyrir borgarmörkin sem aftur bitnar á ferðaþjónustuaðilum landsbyggðarinnar. Kjördæmapot er skilgreint í íslenskri orðabók á heimasíðunni snara.is á þann hátt: (óviðeigandi) störf þingmanns að hagsmunamálum kjördæmis síns. Með kjördæmapotinu eru þingmenn því að hygla kjósendum í sínu eigin kjördæmi á kostnað annarra kjördæma, til dæmis með því að veita styrki eins og umrædd frétt fjallar um eða stuðla að auknum framkvæmdum í heimabyggð. Þegar dregur úr ferðalögum landans, vegna mikillar hækkunar eldsneytisverðs, hagnast landsbyggðin minna þar sem færri ferðamenn eiga leið um svæðið. Því má einnig segja að kjördæmapot landsbyggðarþingmanna minnki á sama tíma, en á móti kemur að þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna tveggja og Suðvesturkjördæmis vinna að því að meirihluti þjóðarinnar dvelji heima við, á höfuðborgarsvæðinu, og því aukast tekjur helstu afþreyingastaða svæðisins. Kjördæmapotararnir lifa því góðu lífi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að þeir séu í útrýmingarhættu á landsbyggðinni. Háir skattar á eldsneyti og að Alþingi hætti að úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstaklinga frá og með næsta ári, verður því til þess að þessi ákveðna tegund manna, kjördæmapotararnir, deyr út. Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun
Tvær fréttir vöktu sérstaka athygli mína síðustu daga, þegar blöðunum var flett yfir fyrsta kaffibolla dagsins. Fréttirnar eru annars vegar að sjötíu prósent dýrara er að aka hringinn í kringum Ísland og hins vegar að kjördæmapot hafi nú verið upprætt af fjárlaganefnd. Tengjast fréttirnar í raun báðar fjármálum og Alþingi. Önnur fjallaði um að lítrinn af bensíni hafi kostað 124 krónur árið 2007 en kosti nú 234 krónur enda hafa skattar á bensínlítra hækkað úr 64 í 114 krónur á sama tímabili. Hin fréttin var um að Alþingi muni ekki úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstaklinga frá og með næsta ári heldur ætli það að ákveða hversu háar upphæðir renni til einstakra málaflokka en láta lögbundnum sjóðum, sveitarfélögum, ráðuneytum og fleirum eftir að úthluta styrkjunum. Áhugavert er að velta fyrir sér tengslum þessara tveggja frétta eða öllu heldur hvernig þær gætu tengst. Bensínið hefur á undanförnum árum hækkað talsvert sem rekja má til má til aukinnar skattlagningar og hækkunar heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Leiðir þessi hækkun óhjákvæmlega til þess að margir landsmenn hugsa meira um bensíneyðsluna sem aftur verður til þess að það dregur úr umferð á landinu. Meirihluti þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu og því dregur úr ferðalögum meirihlutans út fyrir borgarmörkin sem aftur bitnar á ferðaþjónustuaðilum landsbyggðarinnar. Kjördæmapot er skilgreint í íslenskri orðabók á heimasíðunni snara.is á þann hátt: (óviðeigandi) störf þingmanns að hagsmunamálum kjördæmis síns. Með kjördæmapotinu eru þingmenn því að hygla kjósendum í sínu eigin kjördæmi á kostnað annarra kjördæma, til dæmis með því að veita styrki eins og umrædd frétt fjallar um eða stuðla að auknum framkvæmdum í heimabyggð. Þegar dregur úr ferðalögum landans, vegna mikillar hækkunar eldsneytisverðs, hagnast landsbyggðin minna þar sem færri ferðamenn eiga leið um svæðið. Því má einnig segja að kjördæmapot landsbyggðarþingmanna minnki á sama tíma, en á móti kemur að þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna tveggja og Suðvesturkjördæmis vinna að því að meirihluti þjóðarinnar dvelji heima við, á höfuðborgarsvæðinu, og því aukast tekjur helstu afþreyingastaða svæðisins. Kjördæmapotararnir lifa því góðu lífi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að þeir séu í útrýmingarhættu á landsbyggðinni. Háir skattar á eldsneyti og að Alþingi hætti að úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstaklinga frá og með næsta ári, verður því til þess að þessi ákveðna tegund manna, kjördæmapotararnir, deyr út. Eða hvað?
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun