Er raforkuverð til stóriðju hér lægra? Þorsteinn Víglundsson skrifar 27. júlí 2011 08:00 Í fimmtu og síðustu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um raforkuverð til stóriðju í alþjóðlegu samhengi. Því er gjarnan haldið fram að raforkuverð til stóriðju sé langtum lægra hér á landi en gengur og gerist annars staðar. Af neðangreindum samanburði má hins vegar sjá að sú er alls ekki raunin. Eftir því sem næst verður komist eru áform uppi um 35 ný álver í heiminum á næstu árum. 25 þessara verkefna eru áformuð í Asíu, þrjú í Mið-Austurlöndum, fjögur í Evrópu (Rússlandi, Aserbaídsjan og Íslandi), tvö í Kanada og eitt í Argentínu. Samanlögð framleiðslugeta þessara álvera yrði um 16 milljónir tonna, yrðu þau öll byggð. Raforkuverð til þeirra verkefna sem áformuð eru í Kína og Indlandi er að meðaltali nokkuð hærra en hér á landi, eða liðlega 40 USD/MWh. Á móti vegur hins vegar að fjárfestingarkostnaður við byggingu nýs álvers í Kína er áætlaður um þriðjungur af því sem það kostar að reisa nýtt álver á Vesturlöndum. Fyrir vikið eru þessi álver með nokkuð lægri framleiðslukostnað, þrátt fyrir hærra raforkuverð. Rafmagnskostnaður hinna tíu verkefnanna er talinn vera á bilinu 20-25 USD/MWh að meðaltali. Þetta er liðlega 30% lægra verð en áliðnaður hér á landi er að greiða í dag miðað við núverandi stöðu álverðs. Raunar eru aðeins tvö verkefni áformuð utan Kína eða Indlands þar sem áætlað raforkuverð er hærra en 25 USD/MWh.Raforkufrekur iðnaður flýr hátt orkuverð í Evrópu Það vekur líka athygli að ekkert verkefni er áformað í aðildar-ríkjum ESB né í Noregi, en í umræðunni að undanförnu hefur mikið borið á samanburði á raforkuverði hér á landi og á þessum markaðssvæðum. Staðreyndin er sú að raforkuverð í þessum löndum er farið að fæla orkufrekan iðnað frá. Raunar er það svo að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er farin að skoða alvarlega að heimila niðurgreiðslu á raforkuverði til orkufreks iðnaðar til þess að sporna gegn þessari þróun. Þegar borin er saman samkeppnisstaða Íslands gagnvart öðrum löndum hvað varðar orkufrekan iðnað verður að horfa til markaðssvæða þar sem uppbygging er að eiga sér stað – ekki markaðssvæða þar sem þessi iðnaður er á undanhaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í fimmtu og síðustu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um raforkuverð til stóriðju í alþjóðlegu samhengi. Því er gjarnan haldið fram að raforkuverð til stóriðju sé langtum lægra hér á landi en gengur og gerist annars staðar. Af neðangreindum samanburði má hins vegar sjá að sú er alls ekki raunin. Eftir því sem næst verður komist eru áform uppi um 35 ný álver í heiminum á næstu árum. 25 þessara verkefna eru áformuð í Asíu, þrjú í Mið-Austurlöndum, fjögur í Evrópu (Rússlandi, Aserbaídsjan og Íslandi), tvö í Kanada og eitt í Argentínu. Samanlögð framleiðslugeta þessara álvera yrði um 16 milljónir tonna, yrðu þau öll byggð. Raforkuverð til þeirra verkefna sem áformuð eru í Kína og Indlandi er að meðaltali nokkuð hærra en hér á landi, eða liðlega 40 USD/MWh. Á móti vegur hins vegar að fjárfestingarkostnaður við byggingu nýs álvers í Kína er áætlaður um þriðjungur af því sem það kostar að reisa nýtt álver á Vesturlöndum. Fyrir vikið eru þessi álver með nokkuð lægri framleiðslukostnað, þrátt fyrir hærra raforkuverð. Rafmagnskostnaður hinna tíu verkefnanna er talinn vera á bilinu 20-25 USD/MWh að meðaltali. Þetta er liðlega 30% lægra verð en áliðnaður hér á landi er að greiða í dag miðað við núverandi stöðu álverðs. Raunar eru aðeins tvö verkefni áformuð utan Kína eða Indlands þar sem áætlað raforkuverð er hærra en 25 USD/MWh.Raforkufrekur iðnaður flýr hátt orkuverð í Evrópu Það vekur líka athygli að ekkert verkefni er áformað í aðildar-ríkjum ESB né í Noregi, en í umræðunni að undanförnu hefur mikið borið á samanburði á raforkuverði hér á landi og á þessum markaðssvæðum. Staðreyndin er sú að raforkuverð í þessum löndum er farið að fæla orkufrekan iðnað frá. Raunar er það svo að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er farin að skoða alvarlega að heimila niðurgreiðslu á raforkuverði til orkufreks iðnaðar til þess að sporna gegn þessari þróun. Þegar borin er saman samkeppnisstaða Íslands gagnvart öðrum löndum hvað varðar orkufrekan iðnað verður að horfa til markaðssvæða þar sem uppbygging er að eiga sér stað – ekki markaðssvæða þar sem þessi iðnaður er á undanhaldi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun