Ég hef ekki efni á því að vinna með gleði í hjarta! Helga C Reynisdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár. Hlutverk mitt sem leikskólakennari felst m.a. í þeirri gefandi vinnu að taka á móti og aðlaga í leikskólann það mikilvægasta sem foreldrar eiga, sem eru börnin þeirra: Ég er sáluhjálpari á erfiðum tímum í lífi barnanna, er fyrsta hjálp þegar þau skrapa á sér hnén eftir eltingaleik, traustur vinur þegar einhvað bjátar á og þeirra helsti stuðningsaðili þegar yfirstíga þarf hindranir. Í staðinn fæ ég faðmlög, ómælda gleði í hjartað og fullkomið traust nemenda minna. Þetta er einungis brot af vinnu leikskólakennara, því okkar hlutverk er að standa vörð um nám og velferð okkar nemenda. Með námi á ég við fjölþætta aðalnámskrá leikskóla sem við vinnum eftir og kemur inn á fjölmörg svið s.s. náttúru og umhverfismennt, heilbrigði og velferð, málrækt, lýðræði og svona mætti lengi telja. Þetta vinnum við með í gegnum leik og starf allt árið um kring, þrátt fyrir niðurskurð og góðærið sem aldrei kom inn í leikskólann. Í góðærinu átti leikskólinn erfitt uppdráttar því launin voru svo lág að fólk sótti ekki um þau störf sem voru laus. Í kreppunni er þetta ekkert betra, við vinnum undir miklu álagi þar sem flest sveitarfélög hafa skorið niður afleysingar og velta álaginu yfir á starfsfólk og kennara sem standa þó alltaf sína plikt sama hvað sem á bjátar. Sem 35 ára leikskólakennari með deildarstjórn ber ég ábyrgð á 23 tveggja ára nemendum og fjórum starfsmönnum. Fyrir það fæ ég 209.409 kr. í vasann eftir skatta og launatengd gjöld. Ég hef ekki lengur efni á að vinna með gleði í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár. Hlutverk mitt sem leikskólakennari felst m.a. í þeirri gefandi vinnu að taka á móti og aðlaga í leikskólann það mikilvægasta sem foreldrar eiga, sem eru börnin þeirra: Ég er sáluhjálpari á erfiðum tímum í lífi barnanna, er fyrsta hjálp þegar þau skrapa á sér hnén eftir eltingaleik, traustur vinur þegar einhvað bjátar á og þeirra helsti stuðningsaðili þegar yfirstíga þarf hindranir. Í staðinn fæ ég faðmlög, ómælda gleði í hjartað og fullkomið traust nemenda minna. Þetta er einungis brot af vinnu leikskólakennara, því okkar hlutverk er að standa vörð um nám og velferð okkar nemenda. Með námi á ég við fjölþætta aðalnámskrá leikskóla sem við vinnum eftir og kemur inn á fjölmörg svið s.s. náttúru og umhverfismennt, heilbrigði og velferð, málrækt, lýðræði og svona mætti lengi telja. Þetta vinnum við með í gegnum leik og starf allt árið um kring, þrátt fyrir niðurskurð og góðærið sem aldrei kom inn í leikskólann. Í góðærinu átti leikskólinn erfitt uppdráttar því launin voru svo lág að fólk sótti ekki um þau störf sem voru laus. Í kreppunni er þetta ekkert betra, við vinnum undir miklu álagi þar sem flest sveitarfélög hafa skorið niður afleysingar og velta álaginu yfir á starfsfólk og kennara sem standa þó alltaf sína plikt sama hvað sem á bjátar. Sem 35 ára leikskólakennari með deildarstjórn ber ég ábyrgð á 23 tveggja ára nemendum og fjórum starfsmönnum. Fyrir það fæ ég 209.409 kr. í vasann eftir skatta og launatengd gjöld. Ég hef ekki lengur efni á að vinna með gleði í hjarta.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun