Sveitin fæddist tilbúin 23. ágúst 2011 08:00 Spiluðu borðtennis Þeir félagar í ADHD eyddu fyrstu æfingunum saman í að spila borðtennis, svo ræddu þeir um mat og matargerð og loks fóru þeir að æfa saman. Nauðsynlegur grunnur, segir Davíð Þór Jónsson. Frá vinstri eru Ómar, Davíð Þór, Óskar og Magnús.Fréttablaðið/Vilhelm Hljómsveitin ADHD hefur gefið út sína aðra breiðskífu, sem heitir því ágæta nafni ADHD2. Platan er tekin upp í Vestmannaeyjum, þar sem þeir félagar voru helst áreittir af gömlum körlum í sundlauginni. „Þessi sveit fæddist tilbúin, maður fann það strax á fyrstu tónleikunum að þetta samstarf gengi fullkomlega upp,“ segir Óskar Guðjónsson, saxófónleikari hljómsveitarinnar ADHD sem er búin að gefa út plötuna ADHD2. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta önnur plata sveitarinnar en fyrsta platan hennar sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og var meðal annars valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2010. Ómar hugðist í viðtalinu eigna sér heiðurinn af stofnun hljómsveitarinnar en var fljótlega stöðvaður af Davíð Þór Jónssyni hljómborðsleikara, sem virtist umhugað að koma blaðamanni á neftóbaksbragðið. Honum varð ekki að ósk sinni. „Við höfum allir starfað saman í kross en aldrei undir einum og sama hattinum. Og okkur langaði til að prófa það,“ segir Davíð og rifjar upp að hann og Ómar hafi unnið saman í vörutalningu í Tónastöðinni þegar þeir voru sextán. „Og við höfum eiginlega verið að vinna saman síðan þá.“ Ómar Guðjónsson (en vart þarf að taka fram að hann og Óskar eru bræður) rifjar upp að á fyrstu æfingum sveitarinnar hafi lítið annað verið gert en að spila borðtennis. Svo hafi umræðan þróast út í mat og matargerð og loks hafi menn byrjað að spila tónlist. „Og sá grunnur var alveg nauðsynlegur fyrir okkur, hljómsveit sem byggir bara á tónlist á ekkert sérstaklega skemmtilegan tíma fram undan.“ Trommari sveitarinnar, Magnús Tryggvason, hefur sig lítið í frammi í viðtalinu en Ómar segir að hann sé ungi, heiti gæinn í bandinu. Og þar við situr. Platan er tekin upp í Island Studios í Vestmannaeyjum og hafa fjórmenningarnir fátt annað en gott um þá dvöl sína að segja, þeir hafi ekki orðið fyrir neinu áreiti nema frá heldri mönnum í sundlauginni. Þegar sveitarmeðlimir eru síðan spurðir út í stefnu hljómsveitarinnar og hvernig megi flokka tónlist hennar verður svarið eilítið flókið. „Djassistar myndu ekki samþykkja að þetta væri djass og þetta er heldur ekki rokk eða popp. Þetta er bara bræðingur úr öllum stefnum,“ segir Óskar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Hljómsveitin ADHD hefur gefið út sína aðra breiðskífu, sem heitir því ágæta nafni ADHD2. Platan er tekin upp í Vestmannaeyjum, þar sem þeir félagar voru helst áreittir af gömlum körlum í sundlauginni. „Þessi sveit fæddist tilbúin, maður fann það strax á fyrstu tónleikunum að þetta samstarf gengi fullkomlega upp,“ segir Óskar Guðjónsson, saxófónleikari hljómsveitarinnar ADHD sem er búin að gefa út plötuna ADHD2. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta önnur plata sveitarinnar en fyrsta platan hennar sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og var meðal annars valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2010. Ómar hugðist í viðtalinu eigna sér heiðurinn af stofnun hljómsveitarinnar en var fljótlega stöðvaður af Davíð Þór Jónssyni hljómborðsleikara, sem virtist umhugað að koma blaðamanni á neftóbaksbragðið. Honum varð ekki að ósk sinni. „Við höfum allir starfað saman í kross en aldrei undir einum og sama hattinum. Og okkur langaði til að prófa það,“ segir Davíð og rifjar upp að hann og Ómar hafi unnið saman í vörutalningu í Tónastöðinni þegar þeir voru sextán. „Og við höfum eiginlega verið að vinna saman síðan þá.“ Ómar Guðjónsson (en vart þarf að taka fram að hann og Óskar eru bræður) rifjar upp að á fyrstu æfingum sveitarinnar hafi lítið annað verið gert en að spila borðtennis. Svo hafi umræðan þróast út í mat og matargerð og loks hafi menn byrjað að spila tónlist. „Og sá grunnur var alveg nauðsynlegur fyrir okkur, hljómsveit sem byggir bara á tónlist á ekkert sérstaklega skemmtilegan tíma fram undan.“ Trommari sveitarinnar, Magnús Tryggvason, hefur sig lítið í frammi í viðtalinu en Ómar segir að hann sé ungi, heiti gæinn í bandinu. Og þar við situr. Platan er tekin upp í Island Studios í Vestmannaeyjum og hafa fjórmenningarnir fátt annað en gott um þá dvöl sína að segja, þeir hafi ekki orðið fyrir neinu áreiti nema frá heldri mönnum í sundlauginni. Þegar sveitarmeðlimir eru síðan spurðir út í stefnu hljómsveitarinnar og hvernig megi flokka tónlist hennar verður svarið eilítið flókið. „Djassistar myndu ekki samþykkja að þetta væri djass og þetta er heldur ekki rokk eða popp. Þetta er bara bræðingur úr öllum stefnum,“ segir Óskar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp