Mugison flytur á mölina 23. ágúst 2011 10:15 Kominn suður Mugison hefur búið fyrir vestan síðan 2002 ef undanskilið er eitt ár. Hann hyggst setjast á skólabekk til að læra betur á hljóðfærið sem hann smíðaði sjálfur.Fréttablaðið/Stefán Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Mugison ætlar að fara í meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf í Listaháskólanum en það er kennt í samstarfi við fimm aðra tónlistarháskóla í Evrópu. „Upphaflega pælingin var að fara á listamannalaun og fara í hálfgerða einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég bjó til. Þannig að ég sótti um en fékk ekki. Og þá var það bara plan B, ég gerði næstum copy/paste á listamannalauna-umsóknina og komst inn í skólann. Sem er náttúrlega áfellisdómur yfir íslenska skólakerfinu,“ segir Mugison og skellir upp úr. Hann ætlar að reyna að komast í gegnum námið án þess að fara á námslán, vill fjármagna námið eftir öðrum leiðum. „En ef næsta plata gengur illa þá mun ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en hún kemur út 1. október og verða útgáfutónleikar af því tilefni í Fríkirkjunni. Mugison er ekki búinn að finna íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa fengið inni hjá góðum vini sínum á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur þangað til. „Ég veit ekki hvar við verðum, skólinn er í miðbænum og mig langar mest af öllu að losa mig við bílinn. Það eina sem maður gerir hérna í Reykjavík er að sitja í bíl og skutla fólki hingað og þangað. Þannig að ætli ég endi ekki sem miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar ekki búinn að selja húsið fyrir vestan en hefur leigt það út í allan vetur. Flutningurinn á mölina mæltist misvel fyrir og Örn viðurkennir að pabbi sinn hafi haft uppi hávær mótmæli. „Tengdamamma bjó við hliðina á okkur og var svona amma „deluxe“ fyrir börnin og hún var heldur ekkert sátt. Mamma mín býr reyndar í bænum og ætlar að taka við þeim titli fyrir börnin þegar pabbinn fer að vera leiðinlegur.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Mugison ætlar að fara í meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf í Listaháskólanum en það er kennt í samstarfi við fimm aðra tónlistarháskóla í Evrópu. „Upphaflega pælingin var að fara á listamannalaun og fara í hálfgerða einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég bjó til. Þannig að ég sótti um en fékk ekki. Og þá var það bara plan B, ég gerði næstum copy/paste á listamannalauna-umsóknina og komst inn í skólann. Sem er náttúrlega áfellisdómur yfir íslenska skólakerfinu,“ segir Mugison og skellir upp úr. Hann ætlar að reyna að komast í gegnum námið án þess að fara á námslán, vill fjármagna námið eftir öðrum leiðum. „En ef næsta plata gengur illa þá mun ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en hún kemur út 1. október og verða útgáfutónleikar af því tilefni í Fríkirkjunni. Mugison er ekki búinn að finna íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa fengið inni hjá góðum vini sínum á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur þangað til. „Ég veit ekki hvar við verðum, skólinn er í miðbænum og mig langar mest af öllu að losa mig við bílinn. Það eina sem maður gerir hérna í Reykjavík er að sitja í bíl og skutla fólki hingað og þangað. Þannig að ætli ég endi ekki sem miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar ekki búinn að selja húsið fyrir vestan en hefur leigt það út í allan vetur. Flutningurinn á mölina mæltist misvel fyrir og Örn viðurkennir að pabbi sinn hafi haft uppi hávær mótmæli. „Tengdamamma bjó við hliðina á okkur og var svona amma „deluxe“ fyrir börnin og hún var heldur ekkert sátt. Mamma mín býr reyndar í bænum og ætlar að taka við þeim titli fyrir börnin þegar pabbinn fer að vera leiðinlegur.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira