Húðflúrmeistari keyrður niður í miðbæ Reykjavíkur 25. ágúst 2011 19:00 Slapp við alvarleg meiðsli Keyrt var á Fjölni Bragason á mótorhjóli hans í miðbæ Reykjavíkur. Hann slapp með lítils háttar meiðsl og hafði mestar áhyggjur af hjólinu sínu. fréttablaðið/Valli „Þetta var bara eldri maður sem var eitthvað að spjalla við konuna sína og skipti um akrein á ljósunum á horni Bankastrætis og Lækjargötu án þess að gefa stefnuljós,“ segir Fjölnir Geir Bragason eða Fjölnir Tattoo eins og hann jafnan kallaður. Keyrt var á hann í miðbæ Reykjavíkur um hádegisbilið í gær. Að sögn Fjölnis átti áreksturinn sér stað á litlum hraða og hann varð sem betur fer ekki fyrir alvarlegum meiðslum. „Ég er reyndar staddur uppi á slysavarðstofu núna að láta athuga á mér fótinn sem varð á milli þegar hjólið fór á hliðina.“ Við nánari athugun kom í ljós að Fjölnir var ansi bólginn á kálfanum, hnéð var aðeins laskað og hann fékk slink á bakið. „Læknirinn bað mig um taka því rólega næstu daga, þá myndi þetta nú koma.“ Fjölnir er tiltölulega nýbyrjaður að hjóla um á mótorhjóli og hann biður menn að hugsa sinn gang í umferðinni. „Það gengur ekki að menn séu með hugann við eitthvað annað en aksturinn. Menn verða að athuga hvað þeir eru að gera.“ Sá sem ók á Fjölni lét sig hins vegar hverfa og virtist ekki hafa tekið eftir neinu. Sem betur fer fyrir Fjölni stöðvaði hann för sína á ljósum skammt frá og hleypti frúnni sinni út. Fjölnir náði því að hlaupa hann uppi. „Svo kom þarna leigubílstjóri sem varð vitni að þessu öllu, hann setti upp rauða þríhyrninginn, gaf skýrslu og skutlaði mér svo upp á slysavarðstofu. Hann var miskunnsami Samverjinn.“ Fjölnir hafði skiljanlega einnig áhyggjur af hjólinu, hann segir að stefnuljósin hafi brotnað og bensínstankurinn hafi rispast. Aðrar skemmdir gætu átt eftir að koma í ljós. Hjólið er sérsmíðað og var áður í eigu ljósmyndarans Spessa, það er 1500 kúbik og af gerðinni Harley Davidson Night Train sem búið er að breyta í „chopper“. „Kaupverðið er ekki gefið upp en það var rándýrt. Spessi á annað hjól og ákvað að selja mér þetta, enda selurðu ekki hverjum sem er barnið þitt.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Þetta var bara eldri maður sem var eitthvað að spjalla við konuna sína og skipti um akrein á ljósunum á horni Bankastrætis og Lækjargötu án þess að gefa stefnuljós,“ segir Fjölnir Geir Bragason eða Fjölnir Tattoo eins og hann jafnan kallaður. Keyrt var á hann í miðbæ Reykjavíkur um hádegisbilið í gær. Að sögn Fjölnis átti áreksturinn sér stað á litlum hraða og hann varð sem betur fer ekki fyrir alvarlegum meiðslum. „Ég er reyndar staddur uppi á slysavarðstofu núna að láta athuga á mér fótinn sem varð á milli þegar hjólið fór á hliðina.“ Við nánari athugun kom í ljós að Fjölnir var ansi bólginn á kálfanum, hnéð var aðeins laskað og hann fékk slink á bakið. „Læknirinn bað mig um taka því rólega næstu daga, þá myndi þetta nú koma.“ Fjölnir er tiltölulega nýbyrjaður að hjóla um á mótorhjóli og hann biður menn að hugsa sinn gang í umferðinni. „Það gengur ekki að menn séu með hugann við eitthvað annað en aksturinn. Menn verða að athuga hvað þeir eru að gera.“ Sá sem ók á Fjölni lét sig hins vegar hverfa og virtist ekki hafa tekið eftir neinu. Sem betur fer fyrir Fjölni stöðvaði hann för sína á ljósum skammt frá og hleypti frúnni sinni út. Fjölnir náði því að hlaupa hann uppi. „Svo kom þarna leigubílstjóri sem varð vitni að þessu öllu, hann setti upp rauða þríhyrninginn, gaf skýrslu og skutlaði mér svo upp á slysavarðstofu. Hann var miskunnsami Samverjinn.“ Fjölnir hafði skiljanlega einnig áhyggjur af hjólinu, hann segir að stefnuljósin hafi brotnað og bensínstankurinn hafi rispast. Aðrar skemmdir gætu átt eftir að koma í ljós. Hjólið er sérsmíðað og var áður í eigu ljósmyndarans Spessa, það er 1500 kúbik og af gerðinni Harley Davidson Night Train sem búið er að breyta í „chopper“. „Kaupverðið er ekki gefið upp en það var rándýrt. Spessi á annað hjól og ákvað að selja mér þetta, enda selurðu ekki hverjum sem er barnið þitt.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning