Lán einstaklinga verið afskrifuð um 143,9 milljarða 1. september 2011 07:00 Alls var sótt um niðurfærslu rúmlega 13.400 lána á grundvelli 110% leiðarinnar.Fréttablaðið/vilhelm Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjármálafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niðurfærslum lána sem búið er að framkvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahliðinni. Það sé hins vegar mjög misjafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niðurfærslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteignakaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs. Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Hefur verið lokið við endurútreikning 98,7 prósenta gengis-lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir skrýtið að telja endur-útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hvenær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinarmunur á gengistryggðum íbúða-lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á gengislánum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjármálafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niðurfærslum lána sem búið er að framkvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahliðinni. Það sé hins vegar mjög misjafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niðurfærslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteignakaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs. Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Hefur verið lokið við endurútreikning 98,7 prósenta gengis-lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir skrýtið að telja endur-útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hvenær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinarmunur á gengistryggðum íbúða-lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á gengislánum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira