Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 13:23 Hildur Sunna Pálmadóttur er sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk ekki heimild Landsréttar til að koma upp leyndum hljóð- og myndtökubúnaði við húsnæði þar sem grunur var á að mansal ætti sér stað. Nágrannar höfðu ítrekað tilkynnt lögreglu grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í húsinu. „Það var grunur um skipulagða vændisstarfsemi í húsnæði hérna í Reykjavík. Við höfðum ekki upplýsingar um gerendur, það er að segja þá sem væru að hagnýta konur í vændi, og vildum fá heimild frá dómstólum til að setja upp mynd- og hljóðupptökur við húsnæðið og sjá hverjir eru að koma og fara reglulega,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Í Speglinum á RÚV í gærkvöldi var greint frá að nágrannar hefðu ítrekað tilkynnt grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í ákveðnu húsnæði í íbúahverfi í Reykjavík. Í júnímánuði óskaði lögregluembættið eftir heimild frá dómstólum um að koma fyrir hljóð- og myndtökuppbúnaði til að taka myndir af fólki í og við nokkrar íbúðir þar sem grunað var að mansal ætti sér stað. Er þetta í fyrsta skipti sem lögreglan reyndi að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi á þennan hátt. „Þá er ég ekki endilega að tala um kaupendur heldur aðra sem sjá um skipulagið. Þá bifreiðar sem eru að koma og fólk. Til þess að við gætum aflað upplýsinga um hver væri að baki starfseminni því seljendurnar gáfu það ekki upp og gera það sjaldnast,“ segir Hildur Sunna. „Við vorum með í einu tilviki ákveðið húsnæði í íbúagötu í Reykjavík þar sem okkur höfðu borist ítrekaðar tilkynningar frá fólki sem býr í götunni. Þau svona sáu svolítið svart á hvítu að þarna átti sér stað einhver starfsemi sem þau grunaði að væri vændi.“ Í úrskurði Landsréttar frá 10. júní kemur fram að lögreglan ræddi alls við 36 vændiskonur í vor og viðurkenndu þær allar að stunda vændi á Íslandi. Lögreglan taldi í kjölfar viðtalanna að þrjár konur sem sögðust starfa sjálfstætt væri mögulega fórnarlömb mansals. Aðgerðin var liður að aðgerðaviku í samstarfi við Europol. „Þarna vorum við búin að finna auglýsingar á netinu og sigta þær út frá því hvaða þolendur við töldum vera í hvað viðkvæmastri stöðu. Það sem getur gefið okkur vísbendingar um að viðkomandi sé ekki að vinna sjálfstætt er til dæmis sama símanúmer eða sama notendanafn á Snapchat á fleiri en einn eða á fleiri en einni auglýsingu. Það er augljóslega skipulegt, það er ekki ein að vinna sjálfstætt,“ segir Hildur Sunna. Þá séu dæmi um að sama auglýsing sé notuð fyrir sitt hvora manneskjuna. „Oft er sama myndin fyrir sitt hvorn einstaklinginn. Við teljum okkur vita í þeim tilfellum að viðkomandi er ekki að selja sjálfstætt þótt hann segist vera það.“ Telja að úrskurðurinn sé rangur Málið fór til Landsréttar eftir að héraðsdómur hafnaði ósk lögreglu. Landréttur hafnaði einnig kröfu embættisins þar sem aðgerðirnar beindust ekki að ákveðnum einstaklingi. „Þetta tafði auðvitað málið töluvert að fá ekki að setja upp þessar myndavélar sem hefðu getað gefið okkur upplýsingar um meinta gerendur nokkuð fljótt og örugglega. En við urðum að nýta aðrar leiðir og málið er enn í rannsókn hvað þetta varðar. Ég get ekki upplýst hvort við séum búin að finna meinta gerendur eða ekki en í rauninni getur maður sagt að þarna sé ákveðið skilningsleysi dómstóla á hvert starfsemi sem þessi er komin á Íslandi,“ segir Hildur Sunna. „Þetta er orðið flóknara, þetta er orðið miklu skipulagðra og við reynum alltaf að vera á undan gerendum en ekki þurfa að fylgja alltaf á eftir, það er eitthvað sem við leggjum áherslu á. Þá verður löggjöfin og dómstólar að fylgja með.“ Hún segir embættið telja að um ranga úrskurði sé að ræða. Þau muni halda áfram að reyna að sannfæra dómstóla um hvers vegna slík heimild sé nauðsynleg. „Við þurfum heimild til að setja upp svona búnað í þeim tilvikum þar sem er ekki beint vitað hverjum er verið að fylgjast með, það er að segja nöfnunum. Við teljum að ef við getum ekki fengið heimild fyrir slíku sé alvarleg staða sem mun hafa áhrif gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Vændi Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Það var grunur um skipulagða vændisstarfsemi í húsnæði hérna í Reykjavík. Við höfðum ekki upplýsingar um gerendur, það er að segja þá sem væru að hagnýta konur í vændi, og vildum fá heimild frá dómstólum til að setja upp mynd- og hljóðupptökur við húsnæðið og sjá hverjir eru að koma og fara reglulega,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Í Speglinum á RÚV í gærkvöldi var greint frá að nágrannar hefðu ítrekað tilkynnt grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í ákveðnu húsnæði í íbúahverfi í Reykjavík. Í júnímánuði óskaði lögregluembættið eftir heimild frá dómstólum um að koma fyrir hljóð- og myndtökuppbúnaði til að taka myndir af fólki í og við nokkrar íbúðir þar sem grunað var að mansal ætti sér stað. Er þetta í fyrsta skipti sem lögreglan reyndi að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi á þennan hátt. „Þá er ég ekki endilega að tala um kaupendur heldur aðra sem sjá um skipulagið. Þá bifreiðar sem eru að koma og fólk. Til þess að við gætum aflað upplýsinga um hver væri að baki starfseminni því seljendurnar gáfu það ekki upp og gera það sjaldnast,“ segir Hildur Sunna. „Við vorum með í einu tilviki ákveðið húsnæði í íbúagötu í Reykjavík þar sem okkur höfðu borist ítrekaðar tilkynningar frá fólki sem býr í götunni. Þau svona sáu svolítið svart á hvítu að þarna átti sér stað einhver starfsemi sem þau grunaði að væri vændi.“ Í úrskurði Landsréttar frá 10. júní kemur fram að lögreglan ræddi alls við 36 vændiskonur í vor og viðurkenndu þær allar að stunda vændi á Íslandi. Lögreglan taldi í kjölfar viðtalanna að þrjár konur sem sögðust starfa sjálfstætt væri mögulega fórnarlömb mansals. Aðgerðin var liður að aðgerðaviku í samstarfi við Europol. „Þarna vorum við búin að finna auglýsingar á netinu og sigta þær út frá því hvaða þolendur við töldum vera í hvað viðkvæmastri stöðu. Það sem getur gefið okkur vísbendingar um að viðkomandi sé ekki að vinna sjálfstætt er til dæmis sama símanúmer eða sama notendanafn á Snapchat á fleiri en einn eða á fleiri en einni auglýsingu. Það er augljóslega skipulegt, það er ekki ein að vinna sjálfstætt,“ segir Hildur Sunna. Þá séu dæmi um að sama auglýsing sé notuð fyrir sitt hvora manneskjuna. „Oft er sama myndin fyrir sitt hvorn einstaklinginn. Við teljum okkur vita í þeim tilfellum að viðkomandi er ekki að selja sjálfstætt þótt hann segist vera það.“ Telja að úrskurðurinn sé rangur Málið fór til Landsréttar eftir að héraðsdómur hafnaði ósk lögreglu. Landréttur hafnaði einnig kröfu embættisins þar sem aðgerðirnar beindust ekki að ákveðnum einstaklingi. „Þetta tafði auðvitað málið töluvert að fá ekki að setja upp þessar myndavélar sem hefðu getað gefið okkur upplýsingar um meinta gerendur nokkuð fljótt og örugglega. En við urðum að nýta aðrar leiðir og málið er enn í rannsókn hvað þetta varðar. Ég get ekki upplýst hvort við séum búin að finna meinta gerendur eða ekki en í rauninni getur maður sagt að þarna sé ákveðið skilningsleysi dómstóla á hvert starfsemi sem þessi er komin á Íslandi,“ segir Hildur Sunna. „Þetta er orðið flóknara, þetta er orðið miklu skipulagðra og við reynum alltaf að vera á undan gerendum en ekki þurfa að fylgja alltaf á eftir, það er eitthvað sem við leggjum áherslu á. Þá verður löggjöfin og dómstólar að fylgja með.“ Hún segir embættið telja að um ranga úrskurði sé að ræða. Þau muni halda áfram að reyna að sannfæra dómstóla um hvers vegna slík heimild sé nauðsynleg. „Við þurfum heimild til að setja upp svona búnað í þeim tilvikum þar sem er ekki beint vitað hverjum er verið að fylgjast með, það er að segja nöfnunum. Við teljum að ef við getum ekki fengið heimild fyrir slíku sé alvarleg staða sem mun hafa áhrif gegn skipulagðri brotastarfsemi.“
Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Vændi Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira