Þingkona kærir ákvörðun til ráðuneytis 16. september 2011 06:15 Við bílinn Eygló og eiginmaður hennar hafa kært ákvörðun Umferðarstofu til innanríkisráðherra. Fréttablaðið/anton Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðherra vegna SP fjármögnunar og Umferðarstofu. Eygló biður ráðuneytið að kanna hvort löglegt sé fyrir Umferðarstofu að neita að skrá eiginmann hennar sem eiganda fjölskyldubílsins, sem var keyptur á bílaláni hjá SP fjármögnun árið 2004. Eiginmaður Eyglóar, Sigurður E. Vilhelmsson, fór fram á við Umferðarstofu 2. ágúst síðastliðinn að skráningu ökutækisins yrði breytt í samræmi við dóma Hæstaréttar. Sigurður vildi verða skráður eigandi fjölskyldubifreiðarinnar, en ekki SP fjármögnun. Umferðarstofa synjaði þessu. „Kærandi kefst þess að innanríkisráðuneytið fjalli um ákvörðun Umferðarstofu frá 11. ágúst 2011 sl. þess efnis að synja beiðni hans um að vera skráður eigandi bifreiðarinnar RT337 í ökutækjaskrá stofnunarinnar. Jafnframt er þess krafist að ráðuneytið fjalli um efnislegt lögmæti ákvörðunarinnar,“ segir í kærunni. Þá sendi Eygló efnahags- og viðskiptaráðherra skriflega fyrirspurn þess efnis hvort fjármögnunarfyrirtækin eigi ekki að telja þær bifreiðar sem þau segjast eiga, fram til skatts. Í ársreikningum fyrirtækjanna séu þær þó hvergi skráðar sem eign, heldur eru þær skráðar sem eign í skattframtölum lánþega. Eygló spyr ráðherra meðal annars hvort slíkt samræmist lögum. „Efnahags- og viðskiptaráðherra fer yfir þetta og ég vænti þess að hann komi fram með afstöðu í þessu máli. Hann getur ekki hlaupist undan því,“ segir Eygló og vísar í dóma Hæstaréttar þar um. „Ég tel að við eigum bílana okkar.“ - sv Fréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðherra vegna SP fjármögnunar og Umferðarstofu. Eygló biður ráðuneytið að kanna hvort löglegt sé fyrir Umferðarstofu að neita að skrá eiginmann hennar sem eiganda fjölskyldubílsins, sem var keyptur á bílaláni hjá SP fjármögnun árið 2004. Eiginmaður Eyglóar, Sigurður E. Vilhelmsson, fór fram á við Umferðarstofu 2. ágúst síðastliðinn að skráningu ökutækisins yrði breytt í samræmi við dóma Hæstaréttar. Sigurður vildi verða skráður eigandi fjölskyldubifreiðarinnar, en ekki SP fjármögnun. Umferðarstofa synjaði þessu. „Kærandi kefst þess að innanríkisráðuneytið fjalli um ákvörðun Umferðarstofu frá 11. ágúst 2011 sl. þess efnis að synja beiðni hans um að vera skráður eigandi bifreiðarinnar RT337 í ökutækjaskrá stofnunarinnar. Jafnframt er þess krafist að ráðuneytið fjalli um efnislegt lögmæti ákvörðunarinnar,“ segir í kærunni. Þá sendi Eygló efnahags- og viðskiptaráðherra skriflega fyrirspurn þess efnis hvort fjármögnunarfyrirtækin eigi ekki að telja þær bifreiðar sem þau segjast eiga, fram til skatts. Í ársreikningum fyrirtækjanna séu þær þó hvergi skráðar sem eign, heldur eru þær skráðar sem eign í skattframtölum lánþega. Eygló spyr ráðherra meðal annars hvort slíkt samræmist lögum. „Efnahags- og viðskiptaráðherra fer yfir þetta og ég vænti þess að hann komi fram með afstöðu í þessu máli. Hann getur ekki hlaupist undan því,“ segir Eygló og vísar í dóma Hæstaréttar þar um. „Ég tel að við eigum bílana okkar.“ - sv
Fréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira