Ben Stiller endurgerir sígilda kvikmynd á Íslandi 16. september 2011 07:00 Leitaði á Seltjarnarnesi Ben Stiller gerði sér ferð út á Seltjarnarnes og skoðaði þar Plútóbrekkuna frægu í von um að finna hentugan tökustað. Hann hefur í hyggju að endurgera kvikmynd hér á landi.NordicPhotos/Getty Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið. Handrit myndarinnar er eftir Steven Conrad og skrifað með það í huga að myndin gerist að hluta til hér á landi. Um gríðarlegt kynningartækifæri væri að ræða fyrir landið enda hefur Ísland oftast leikið hlutverk annarra landa í Hollywood-myndum. Ben Stiller kom til landsins á miðvikudag og nýtti daginn meðal annars til að skoða mögulega tökustaði. Það sama var uppi á teningnum í gær, þegar ráðgert var að fara í þyrluferð um landið. Fréttir af nærveru Stillers fóru eins og eldur í sinu um netið á miðvikudagskvöld, en hann fékk sér meðal annars að borða á Kolabrautinni í Hörpu og sást drekka macchiato á Café Babalú. Þá náði ung stúlka af Seltjarnarnesi mynd af leikaranum. Stiller, sem gistir á 101 hóteli, var hins vegar ekki eingöngu að dást að náttúrufegurðinni úti á Nesi heldur var hann að skoða heppilegan tökustað í svokallaðri Plútóbrekku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hitti Stiller ekki en segir að hann sé alltaf velkominn aftur. Sjálf segist hún vera aðdáandi leikarans. „Já, ég hef séð velflestar myndirnar hans.“ Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller við leitina hér á landi en Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekkert tjá sig um dvöl Stillers eða aðkomu fyrirtækisins að neinu leyti í samtali við Fréttablaðið. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri smásögu eftir James Thurber sem kom út árið 1939. Hún var kvikmynduð átta árum síðar af leikstjóranum Norman Z. McLeod og skartaði Danny Kaye og Virginiu Mayo í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga eru Steven Spielberg og Ron Howard. Myndin segir frá téðum Mitty, sem beitir dagdraumum til að komast í gegnum tilbreytingarlausan hversdagsleika sinn. Líf hans tekur hins vegar stakkaskiptum þegar hann kynnist dularfullri konu sem lætur hann hafa svarta bók. Hún er sögð vera leiðarvísirinn að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í endurgerðinni eru krúnudjásnin falin á Íslandi. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið. Handrit myndarinnar er eftir Steven Conrad og skrifað með það í huga að myndin gerist að hluta til hér á landi. Um gríðarlegt kynningartækifæri væri að ræða fyrir landið enda hefur Ísland oftast leikið hlutverk annarra landa í Hollywood-myndum. Ben Stiller kom til landsins á miðvikudag og nýtti daginn meðal annars til að skoða mögulega tökustaði. Það sama var uppi á teningnum í gær, þegar ráðgert var að fara í þyrluferð um landið. Fréttir af nærveru Stillers fóru eins og eldur í sinu um netið á miðvikudagskvöld, en hann fékk sér meðal annars að borða á Kolabrautinni í Hörpu og sást drekka macchiato á Café Babalú. Þá náði ung stúlka af Seltjarnarnesi mynd af leikaranum. Stiller, sem gistir á 101 hóteli, var hins vegar ekki eingöngu að dást að náttúrufegurðinni úti á Nesi heldur var hann að skoða heppilegan tökustað í svokallaðri Plútóbrekku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hitti Stiller ekki en segir að hann sé alltaf velkominn aftur. Sjálf segist hún vera aðdáandi leikarans. „Já, ég hef séð velflestar myndirnar hans.“ Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller við leitina hér á landi en Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekkert tjá sig um dvöl Stillers eða aðkomu fyrirtækisins að neinu leyti í samtali við Fréttablaðið. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri smásögu eftir James Thurber sem kom út árið 1939. Hún var kvikmynduð átta árum síðar af leikstjóranum Norman Z. McLeod og skartaði Danny Kaye og Virginiu Mayo í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga eru Steven Spielberg og Ron Howard. Myndin segir frá téðum Mitty, sem beitir dagdraumum til að komast í gegnum tilbreytingarlausan hversdagsleika sinn. Líf hans tekur hins vegar stakkaskiptum þegar hann kynnist dularfullri konu sem lætur hann hafa svarta bók. Hún er sögð vera leiðarvísirinn að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í endurgerðinni eru krúnudjásnin falin á Íslandi. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira