Borgríki þegar í endurgerðarferli í Hollywood 16. september 2011 11:00 Borgríki til Hollywood Byrjað er að vinna að endurgerð Borgríkis í Hollywood, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið frumsýnd. Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum. „Þetta gefur mér ákveðið sjálfstraust með verkið, að það skilst vel og sé greinilega eitthvað sem markaðurinn hefur áhuga á,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Þrátt fyrir að Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs, verði ekki frumsýnd fyrr en í október er endurgerðarferlið vestanhafs komið í gang. Ólafur hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment, sem undirbýr endurgerð Borgríkis. Vinnan fer þannig fram að fyrirtækið setur saman pakka með mögulegum leikurum, leikstjóra, framleiðanda og meira að segja lögfræðingi, en pappírsflóðið sem verður til í ferlinu verður jú að standast lög. Ólafur játar að velgengni skandinavískra glæpamynda á borð við Millennium-seríu Stiegs Larsson hafi aukið áhuga Hollywood á kvikmyndagerð á Norðurlöndunum. „Ekki spurning. Skandinavía hefur verið að skila af sér ótrúlega góðum og sterkum myndum mjög lengi. Sérstaklega undanfarið með Stieg Larsson-seríunni,“ segir hann og bendir á endurgerð Davids Fincher á Körlum sem hata konur, eftir Larsson. Þá bætir hann við að Baltasar Kormákur hafi rutt veginn, en hann vinnur sem kunnugt er að endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam í Hollywood. „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að við í þessu strumpalandi séum að gera fína hluti – það er mikið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. En menn standa ekki vörð um hana. Við erum með ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á kvikmyndagerð.“ Endurgerðarferlið felur í sér að frægir leikstjórar eru nú að skoða Borgríki, en Ólafur getur ekki sagt um hverja er að ræða. „Því miður. Það er tvennt sem veldur því að ég get ekkert sagt. Ég er ekki kominn í Hollywood-gírinn, að geta nefnt nöfn. Svo er þetta á viðkvæmu stigi, það má ekkert kvisast út strax.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum. „Þetta gefur mér ákveðið sjálfstraust með verkið, að það skilst vel og sé greinilega eitthvað sem markaðurinn hefur áhuga á,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Þrátt fyrir að Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs, verði ekki frumsýnd fyrr en í október er endurgerðarferlið vestanhafs komið í gang. Ólafur hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment, sem undirbýr endurgerð Borgríkis. Vinnan fer þannig fram að fyrirtækið setur saman pakka með mögulegum leikurum, leikstjóra, framleiðanda og meira að segja lögfræðingi, en pappírsflóðið sem verður til í ferlinu verður jú að standast lög. Ólafur játar að velgengni skandinavískra glæpamynda á borð við Millennium-seríu Stiegs Larsson hafi aukið áhuga Hollywood á kvikmyndagerð á Norðurlöndunum. „Ekki spurning. Skandinavía hefur verið að skila af sér ótrúlega góðum og sterkum myndum mjög lengi. Sérstaklega undanfarið með Stieg Larsson-seríunni,“ segir hann og bendir á endurgerð Davids Fincher á Körlum sem hata konur, eftir Larsson. Þá bætir hann við að Baltasar Kormákur hafi rutt veginn, en hann vinnur sem kunnugt er að endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam í Hollywood. „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að við í þessu strumpalandi séum að gera fína hluti – það er mikið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. En menn standa ekki vörð um hana. Við erum með ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á kvikmyndagerð.“ Endurgerðarferlið felur í sér að frægir leikstjórar eru nú að skoða Borgríki, en Ólafur getur ekki sagt um hverja er að ræða. „Því miður. Það er tvennt sem veldur því að ég get ekkert sagt. Ég er ekki kominn í Hollywood-gírinn, að geta nefnt nöfn. Svo er þetta á viðkvæmu stigi, það má ekkert kvisast út strax.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira