Ekið í skólarútu á tónlistarhátíð 16. september 2011 08:00 á leið til kanada Feðgarnir í Stereo Hypnosis spila á tónlistarhátíð í Kanada í dag. Pan er til vinstri á myndinni og Óskar pabbi hans til hægri. Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis spila á lista- og raftónlistarhátíðinni Harvest Festival í Kanada í dag. „Þetta verður rosalega spennandi,“ segir Pan. Þeim feðgum var boðið á hátíðina af kanadískum tónlistarmönnum sem Pan kynntist á netinu. „Þeir vissu hverjir við vorum og vildu fá okkur út. Ég hef aldrei hitt þessa menn en við erum samt búnir að heyrast í mörg ár í gegnum tónlistina,“ segir hann. Hátíðin verður haldin um 240 kílómetrum norður af Toronto. Aðrir erlendir flytjendur á hátíðinni verða Marc Romboy frá Berlín, Osunlade frá Grikklandi og PerfectStranger frá Ísrael. „Við gistum í tvær nætur í heimahúsi í Toronto hjá fólkinu sem fékk okkur á hátíðina og okkur verður síðan keyrt á hátíðina í ekta amerískri skólarútu. Þarna verða allir í tjöldum og þetta verður ekki ólíkt því sem við erum búnir að vera að gera en þetta er samt miklu stærra,“ segir hann og á við raftónlistarhátíðina Undir jökli sem þeir feðgar hafa skipulagt á Hellissandi. Mörg skúlptúrlistaverk verða sýnd á kanadísku hátíðinni auk þess sem glæsilegar eldsýningar verða haldnar. Um tvö þúsund manns hafa keypt sér miða á hátíðina og nokkur svið verða í boði fyrir hljómsveitirnar, þar á meðal eitt píramídasvið. Spurður hver borgi fyrir ferðalagið segir Pan að Loftbrú komi til móts við feðgana varðandi flugið en fæði og uppihald er greitt af tónleikahöldurum. - fb Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira
Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis spila á lista- og raftónlistarhátíðinni Harvest Festival í Kanada í dag. „Þetta verður rosalega spennandi,“ segir Pan. Þeim feðgum var boðið á hátíðina af kanadískum tónlistarmönnum sem Pan kynntist á netinu. „Þeir vissu hverjir við vorum og vildu fá okkur út. Ég hef aldrei hitt þessa menn en við erum samt búnir að heyrast í mörg ár í gegnum tónlistina,“ segir hann. Hátíðin verður haldin um 240 kílómetrum norður af Toronto. Aðrir erlendir flytjendur á hátíðinni verða Marc Romboy frá Berlín, Osunlade frá Grikklandi og PerfectStranger frá Ísrael. „Við gistum í tvær nætur í heimahúsi í Toronto hjá fólkinu sem fékk okkur á hátíðina og okkur verður síðan keyrt á hátíðina í ekta amerískri skólarútu. Þarna verða allir í tjöldum og þetta verður ekki ólíkt því sem við erum búnir að vera að gera en þetta er samt miklu stærra,“ segir hann og á við raftónlistarhátíðina Undir jökli sem þeir feðgar hafa skipulagt á Hellissandi. Mörg skúlptúrlistaverk verða sýnd á kanadísku hátíðinni auk þess sem glæsilegar eldsýningar verða haldnar. Um tvö þúsund manns hafa keypt sér miða á hátíðina og nokkur svið verða í boði fyrir hljómsveitirnar, þar á meðal eitt píramídasvið. Spurður hver borgi fyrir ferðalagið segir Pan að Loftbrú komi til móts við feðgana varðandi flugið en fæði og uppihald er greitt af tónleikahöldurum. - fb
Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira