Sjálfboðaliðar efla samfélagið 16. september 2011 06:00 Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. Sjálfboðið starf er mikilvægt í samfélaginu og hreyfingar og stofnanir njóta þess með margvíslegum hætti. Kirkjur, félagsmiðstöðvar, skólar, leikskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrastofnanir og íþróttafélög eru meðal þeirra sem njóta velvilja íbúa og félagasamtaka. Á Álftanesi er fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Margir láta sig varða hvernig nágrannarnir hafa það, hvernig barna- og æskulýðsstarfi er sinnt, hvernig hlúð er að eldra fólki og hvernig gengið er um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur stuðningur Kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Rauða krossins verið ómetanlegur. Starf slíkra félagasamtaka er borið uppi af fólki sem vill gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. Kirkjan um land allt hefur líka notið þess ríkulega hversu margir vilja taka þátt og bjóða fram krafta sína. Þess vegna getur kirkjan staðið fyrir öllu því blómlega starfi sem raun ber vitni. Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu og sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar á Íslandi. Þá munum við í Bessastaðasókn taka á móti viðurkenningu frá Evrópusamtökum um kærleiksþjónustu Eurodiaconia fyrir eflingu sjálfboðins starfs. Þetta er í raun viðurkenning til samfélagsins í heild og óskum við íbúum Álftaness til hamingju. Í slíku samfélagi felast hin raunverulegu gæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. Sjálfboðið starf er mikilvægt í samfélaginu og hreyfingar og stofnanir njóta þess með margvíslegum hætti. Kirkjur, félagsmiðstöðvar, skólar, leikskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrastofnanir og íþróttafélög eru meðal þeirra sem njóta velvilja íbúa og félagasamtaka. Á Álftanesi er fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Margir láta sig varða hvernig nágrannarnir hafa það, hvernig barna- og æskulýðsstarfi er sinnt, hvernig hlúð er að eldra fólki og hvernig gengið er um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur stuðningur Kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Rauða krossins verið ómetanlegur. Starf slíkra félagasamtaka er borið uppi af fólki sem vill gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. Kirkjan um land allt hefur líka notið þess ríkulega hversu margir vilja taka þátt og bjóða fram krafta sína. Þess vegna getur kirkjan staðið fyrir öllu því blómlega starfi sem raun ber vitni. Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu og sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar á Íslandi. Þá munum við í Bessastaðasókn taka á móti viðurkenningu frá Evrópusamtökum um kærleiksþjónustu Eurodiaconia fyrir eflingu sjálfboðins starfs. Þetta er í raun viðurkenning til samfélagsins í heild og óskum við íbúum Álftaness til hamingju. Í slíku samfélagi felast hin raunverulegu gæði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar