Hollywood-stjarna heillaði Hólmara upp úr skónum 17. september 2011 17:00 Hamingjusöm Klara Sól var ótrúlega ánægð með að hafa hitt Ben Stiller enda er leikarinn vinsæll hjá krökkunum í Stykkishólmi. Strákurinn í rauðu peysunni heitir Ólafur Þór. „Hann var ógeðslega skemmtilegur og talaði alveg heilan helling við okkur. Hann sagðist ætla að gera myndina sína í Stykkishólmi og vera hérna í viku,“ segir Klara Sól Sigurðardóttir, þrettán ára Stykkishólmsmær. Klara varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Ben Stiller í Stykkishólmi í gær. Hollywood-leikarinn er á ferð um landið til að skoða tökustaði fyrir kvikmynd. Stiller hefur leikið við hvurn sinn fingur hér á landi og verið alþýðlegur í framkomu. Klara var í það minnsta í skýjunum yfir að hafa hitt Stiller enda er leikarinn í miklu uppáhaldi hjá krökkunum í bænum. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller á ferð sinni um landið. Föruneytið keyrði meðal annars á Djúpavog þar sem það fór ekki fram hjá neinum að Hollywood-stjarna var í bænum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, vildi ekkert tjá sig um það hvort hann hefði átt fund með Stiller en Hrönn Ásbjörnsdóttir hjá veitingasölunni Við voginn sagði leikarann vera á vörum allra í bænum. Íbúarnir væru spenntir yfir heimsókninni og vonuðust til þess að Stiller myndi koma Djúpavogi á kortið með mynd sinni, The Secret Life of Walter Mitty. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var síðan flogið aftur til Reykjavíkur í gær eftir heimsóknina á Djúpavog og ferðinni heitið í Stykkishólm. Stiller hefur verið duglegur að uppfæra Twitter-síðu sína á netinu og hann virðist hafa hrifist af bæði land og þjóð. Í það minnsta hrósaði hann fegurð barnanna í Hólminum. Leifur B. Dagfinnsson, einn af eigendum True North, vildi lítið tjá sig um heimsókn Bens Stiller í samtali við Fréttablaðið en staðfesti að þeir væru að leita eftir heppilegum tökustöðum. Hann sagðist ekkert vita hvenær Stiller hygðist halda af landi brott, þeim möguleika væri haldið opnum. „Það er ekkert fast í hendi,“ segir Leifur sem vildi ekkert tjá sig um hvort þetta væri stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til en það hefur þjónustað kvikmyndir á borð við Prometheus og Flag of Our Fathers. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vill Stiller endurgera hina sígildu kvikmynd The Secret Life of Walter Mitty hér á landi en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er handrit myndarinnar skrifað með Ísland í huga. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
„Hann var ógeðslega skemmtilegur og talaði alveg heilan helling við okkur. Hann sagðist ætla að gera myndina sína í Stykkishólmi og vera hérna í viku,“ segir Klara Sól Sigurðardóttir, þrettán ára Stykkishólmsmær. Klara varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Ben Stiller í Stykkishólmi í gær. Hollywood-leikarinn er á ferð um landið til að skoða tökustaði fyrir kvikmynd. Stiller hefur leikið við hvurn sinn fingur hér á landi og verið alþýðlegur í framkomu. Klara var í það minnsta í skýjunum yfir að hafa hitt Stiller enda er leikarinn í miklu uppáhaldi hjá krökkunum í bænum. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller á ferð sinni um landið. Föruneytið keyrði meðal annars á Djúpavog þar sem það fór ekki fram hjá neinum að Hollywood-stjarna var í bænum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, vildi ekkert tjá sig um það hvort hann hefði átt fund með Stiller en Hrönn Ásbjörnsdóttir hjá veitingasölunni Við voginn sagði leikarann vera á vörum allra í bænum. Íbúarnir væru spenntir yfir heimsókninni og vonuðust til þess að Stiller myndi koma Djúpavogi á kortið með mynd sinni, The Secret Life of Walter Mitty. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var síðan flogið aftur til Reykjavíkur í gær eftir heimsóknina á Djúpavog og ferðinni heitið í Stykkishólm. Stiller hefur verið duglegur að uppfæra Twitter-síðu sína á netinu og hann virðist hafa hrifist af bæði land og þjóð. Í það minnsta hrósaði hann fegurð barnanna í Hólminum. Leifur B. Dagfinnsson, einn af eigendum True North, vildi lítið tjá sig um heimsókn Bens Stiller í samtali við Fréttablaðið en staðfesti að þeir væru að leita eftir heppilegum tökustöðum. Hann sagðist ekkert vita hvenær Stiller hygðist halda af landi brott, þeim möguleika væri haldið opnum. „Það er ekkert fast í hendi,“ segir Leifur sem vildi ekkert tjá sig um hvort þetta væri stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til en það hefur þjónustað kvikmyndir á borð við Prometheus og Flag of Our Fathers. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vill Stiller endurgera hina sígildu kvikmynd The Secret Life of Walter Mitty hér á landi en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er handrit myndarinnar skrifað með Ísland í huga. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira