Ó, ó, í hættulegum heimi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. september 2011 06:00 Ég átti leið framhjá kirkju einni mikilli í Granada um daginn. Ég var léttur í bragði enda sól í heiði og mannlífið með líflegasta móti þarna á torginu. Síðan sá ég nokkuð sem blés skýi fyrir þetta sólskinsskap mitt. Kona nokkur, í pressuðu dressi, stefnir að kirkjutröppunum með strák sinn í eftirdragi. Þegar þau nálgast tröppurnar brestur drengurinn í grát og segist hræddur við ljóta manninn. Hann átti þó ekki við Íslendinginn sem stóð eins og fornkappi á torginu heldur ölmusumann sem var reyndar nokkuð ófrýnilegur. Sat hann með útréttan lófa á kirkjutröppunum og vonaðist eftir því að svolítið fyrirfyndist af guði í fólkinu sem fór í guðshús. Hann sat á samanbrotnum pappakassa í slitnum görmum og með raunir sínar ristar í andlitið. Ég átti von á því að móðirin myndi útskýra að maðurinn þyrfti ekki að vera vondur þó vissulega væri hann ekki frýnilegur. En þess í stað segir hún: „Svona, svona, þetta er allt í lagi, mamma passar þig.“ Svo strunsar hún með drenginn inn í kirkjuna. Eflaust var það af tímaskorti eða hugsunarleysi sem konan kristallaði þarna þá hugmynd í unga kollinum að ölmusumenn væru hættulegir, eða það sem krakkar kalla ó, ó. Þar með var ölmusumaðurinn kominn í hóp með innstungum, hnífum, bílum og svona mætti lengi telja því nóg er af ó,ó, í heimi hér. Þetta er náttúrulega gömul stjórnunartaktík. Það er að segja að viðhalda ótta og bjóða um leið vernd og fá þannig fólk til að fylgja sér umyrðalaust. Það mætti kalla hana ó, ó, taktíkina. Hún hefur líka gefist vel í pólitíkinni. Til dæmis gerði hún George Bush kleift að fara um eins og byssubrenndur meðan hann var að koma hættum heimsins fyrir kattarnef. Fann hann meira að segja einn undirflokk í ó, ó, listanum og kallaði hann „öxul hins illa“. Ég veit ekki hvað það er sem fer svona í taugarnar á mér við þessa taktík. Auðvitað er þetta ekki hættulaus heimur svo hún á kannski alveg fullan rétt á sér. En ég fæ það oft á tilfinninguna að það sé illa raðað á ó, ó listann. Til dæmis gæti ég best trúað því að tímaskortur og hugsunarleysi okkar góðborgaranna sé mun hættulegra en ölmusumaður á kirkjutröppunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun
Ég átti leið framhjá kirkju einni mikilli í Granada um daginn. Ég var léttur í bragði enda sól í heiði og mannlífið með líflegasta móti þarna á torginu. Síðan sá ég nokkuð sem blés skýi fyrir þetta sólskinsskap mitt. Kona nokkur, í pressuðu dressi, stefnir að kirkjutröppunum með strák sinn í eftirdragi. Þegar þau nálgast tröppurnar brestur drengurinn í grát og segist hræddur við ljóta manninn. Hann átti þó ekki við Íslendinginn sem stóð eins og fornkappi á torginu heldur ölmusumann sem var reyndar nokkuð ófrýnilegur. Sat hann með útréttan lófa á kirkjutröppunum og vonaðist eftir því að svolítið fyrirfyndist af guði í fólkinu sem fór í guðshús. Hann sat á samanbrotnum pappakassa í slitnum görmum og með raunir sínar ristar í andlitið. Ég átti von á því að móðirin myndi útskýra að maðurinn þyrfti ekki að vera vondur þó vissulega væri hann ekki frýnilegur. En þess í stað segir hún: „Svona, svona, þetta er allt í lagi, mamma passar þig.“ Svo strunsar hún með drenginn inn í kirkjuna. Eflaust var það af tímaskorti eða hugsunarleysi sem konan kristallaði þarna þá hugmynd í unga kollinum að ölmusumenn væru hættulegir, eða það sem krakkar kalla ó, ó. Þar með var ölmusumaðurinn kominn í hóp með innstungum, hnífum, bílum og svona mætti lengi telja því nóg er af ó,ó, í heimi hér. Þetta er náttúrulega gömul stjórnunartaktík. Það er að segja að viðhalda ótta og bjóða um leið vernd og fá þannig fólk til að fylgja sér umyrðalaust. Það mætti kalla hana ó, ó, taktíkina. Hún hefur líka gefist vel í pólitíkinni. Til dæmis gerði hún George Bush kleift að fara um eins og byssubrenndur meðan hann var að koma hættum heimsins fyrir kattarnef. Fann hann meira að segja einn undirflokk í ó, ó, listanum og kallaði hann „öxul hins illa“. Ég veit ekki hvað það er sem fer svona í taugarnar á mér við þessa taktík. Auðvitað er þetta ekki hættulaus heimur svo hún á kannski alveg fullan rétt á sér. En ég fæ það oft á tilfinninguna að það sé illa raðað á ó, ó listann. Til dæmis gæti ég best trúað því að tímaskortur og hugsunarleysi okkar góðborgaranna sé mun hættulegra en ölmusumaður á kirkjutröppunum.