Er tóbak fíkniefni? Magnús Jóhannsson skrifar 27. september 2011 06:00 Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum. En hvað er tóbak og hvað er nikótín? Líta má á tóbak sem eins konar tæki til að koma nikótíni inn í líkamann. Nikótíninnihald tóbaks er það eina sem gerir það að söluvöru og það hefur sýnt sig að tóbak sem búið er að fjarlægja nikótínið úr selst ekki. Nikótín er náttúruefni samkvæmt venjulegum skilgreiningum og það er líka flokkað sem lyf og selt í tilteknum lyfjaformum (tyggigúmmí, plástrar, o.fl.). Nikótín er einnig flokkað sem eiturefni og hefur m.a. mikið verið notað sem skordýraeitur þó að þeirri notkun sé að mestu hætt. Nikótín er ekki flokkað sem fíkniefni, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né er það að finna á alþjóðlegum listum yfir fíkniefni. Ef litið er til verkana nikótíns uppfyllir það hins vegar öll helstu skilmerki fíkniefna. Nikótín veldur sannarlega ávana og fíkn. Tóbak, í hvaða formi sem er, er notað vegna þessara eiginleika nikótíns. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir fyrir ávana og fíkn og gilda þeir fyrir tóbak eins og fyrir önnur fíkniefni. Þeir eru: vissir erfðaþættir, ungur aldur, geðsjúkdómar, misnotkun annarra efna og konur eru í meiri hættu en karlar. Baráttan gegn tóbaksnotkun hefur staðið lengi og kostað mikið. Þessi barátta er tvenns konar. Annars vegar forvarnir til að vinna gegn því að ungmenni byrji að nota tóbak og hins vegar meðferð til að hjálpa tóbaksnotendum að hætta. Forvarnarstarfið er mikilvægast og það þarf að efla með nýjum aðferðum. Til dæmis mætti breyta flokkun á tóbaki og nikótíni þannig að aðgengi yrði enn takmarkaðra eða jafnvel að efnin yrðu bönnuð, eftir hæfilegan aðlögunartíma. Kannabis (hass, marijuana) og kókalauf eru flokkuð sem ólögleg fíkniefni og tóbak á vissulega heima í þeim flokki. Ekki er auðvelt að benda á aðra aðgerð en að banna tóbak sem hefði jafn mikil og víðtæk bætandi áhrif á lýðheilsu. Læknisfræðilegu rökin liggja fyrir en það sem vantar er pólitísk ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Menntamorð Ingólfur Gíslason Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum. En hvað er tóbak og hvað er nikótín? Líta má á tóbak sem eins konar tæki til að koma nikótíni inn í líkamann. Nikótíninnihald tóbaks er það eina sem gerir það að söluvöru og það hefur sýnt sig að tóbak sem búið er að fjarlægja nikótínið úr selst ekki. Nikótín er náttúruefni samkvæmt venjulegum skilgreiningum og það er líka flokkað sem lyf og selt í tilteknum lyfjaformum (tyggigúmmí, plástrar, o.fl.). Nikótín er einnig flokkað sem eiturefni og hefur m.a. mikið verið notað sem skordýraeitur þó að þeirri notkun sé að mestu hætt. Nikótín er ekki flokkað sem fíkniefni, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né er það að finna á alþjóðlegum listum yfir fíkniefni. Ef litið er til verkana nikótíns uppfyllir það hins vegar öll helstu skilmerki fíkniefna. Nikótín veldur sannarlega ávana og fíkn. Tóbak, í hvaða formi sem er, er notað vegna þessara eiginleika nikótíns. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir fyrir ávana og fíkn og gilda þeir fyrir tóbak eins og fyrir önnur fíkniefni. Þeir eru: vissir erfðaþættir, ungur aldur, geðsjúkdómar, misnotkun annarra efna og konur eru í meiri hættu en karlar. Baráttan gegn tóbaksnotkun hefur staðið lengi og kostað mikið. Þessi barátta er tvenns konar. Annars vegar forvarnir til að vinna gegn því að ungmenni byrji að nota tóbak og hins vegar meðferð til að hjálpa tóbaksnotendum að hætta. Forvarnarstarfið er mikilvægast og það þarf að efla með nýjum aðferðum. Til dæmis mætti breyta flokkun á tóbaki og nikótíni þannig að aðgengi yrði enn takmarkaðra eða jafnvel að efnin yrðu bönnuð, eftir hæfilegan aðlögunartíma. Kannabis (hass, marijuana) og kókalauf eru flokkuð sem ólögleg fíkniefni og tóbak á vissulega heima í þeim flokki. Ekki er auðvelt að benda á aðra aðgerð en að banna tóbak sem hefði jafn mikil og víðtæk bætandi áhrif á lýðheilsu. Læknisfræðilegu rökin liggja fyrir en það sem vantar er pólitísk ákvörðun.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun