Í dag erum við öll Sandgerðingar 28. september 2011 06:00 Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. Ég held að flest okkar sem heyrðu fréttirnar úr Sandgerði hafi einnig hugsað hvernig í ósköpunum það megi vera að ungum dreng líði svo illa að hann telji sér enga útgönguleið færa nema að taka eigið líf. Við þá hugsun er stutt í reiðina og leitina að sökudólg. Það er ekki nema eðlilegt að hugsa til þess hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega andlát. Hefði félagsþjónustan getað gert eitthvað betur? Hefði skólinn getað gert eitthvað? Hefði heilbrigðiskerfið getað gripið inn í? Svo mætti lengi telja. Þessar spurningar eru eðlilegar, en það er óviðeigandi og ósanngjarnt að setja niður sök hjá þeim sem ekki eiga það skilið og að óathuguðu máli. Með því er verið að auka á sársaukann og sorgina og höggva þar sem síst skyldi. Stundum tekst einfaldlega ekki að bjarga mannslífum þótt til þess sé góður vilji og allt hafi verið gert rétt. Ég vil leyfa mér að nefna hér sérstaklega samhentan hóp kennara og starfsfólks í Sandgerðisskóla, en mér finnst skólinn ekki hafa notið sannmælis í umræðu síðustu daga. Sandgerðisskóli hefur orð á sér fyrir að taka vel á eineltismálum og sinna vel þeim börnum sem eiga um sárt að binda og minna mega sín. Sem fagmaður hef ég oft nefnt að Sandgerðisskóli væri öðrum skólum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Í dag er skólinn í sárum. Þrátt fyrir metnaðarfulla vinnu eftir þeim aðferðum sem vitað er að virka best, sitja börnin og starfsfólk skólans hnípin eftir í sársaukanum og syrgja góðan dreng. Ég á mér þá ósk heitasta að við heiðrum minningu Sandgerðingsins unga með því að við strengjum þess heit að verða betri í að gæta þeirra sem líður ekki vel og sinna betur þeim sem um sárt eiga að binda. Við skulum reyna að verða betri manneskjur og lifa lífinu með virðingu. Það eru drengnum verðug eftirmæli. Umræðan næstu daga þarf að vera skynsamleg og hófstillt og það skulum við kappkosta. Foreldrum drengsins, fjölskyldu, skólasystkinum, skólafólki og Sandgerðingum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í dag erum við öll Sandgerðingar. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. Ég held að flest okkar sem heyrðu fréttirnar úr Sandgerði hafi einnig hugsað hvernig í ósköpunum það megi vera að ungum dreng líði svo illa að hann telji sér enga útgönguleið færa nema að taka eigið líf. Við þá hugsun er stutt í reiðina og leitina að sökudólg. Það er ekki nema eðlilegt að hugsa til þess hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega andlát. Hefði félagsþjónustan getað gert eitthvað betur? Hefði skólinn getað gert eitthvað? Hefði heilbrigðiskerfið getað gripið inn í? Svo mætti lengi telja. Þessar spurningar eru eðlilegar, en það er óviðeigandi og ósanngjarnt að setja niður sök hjá þeim sem ekki eiga það skilið og að óathuguðu máli. Með því er verið að auka á sársaukann og sorgina og höggva þar sem síst skyldi. Stundum tekst einfaldlega ekki að bjarga mannslífum þótt til þess sé góður vilji og allt hafi verið gert rétt. Ég vil leyfa mér að nefna hér sérstaklega samhentan hóp kennara og starfsfólks í Sandgerðisskóla, en mér finnst skólinn ekki hafa notið sannmælis í umræðu síðustu daga. Sandgerðisskóli hefur orð á sér fyrir að taka vel á eineltismálum og sinna vel þeim börnum sem eiga um sárt að binda og minna mega sín. Sem fagmaður hef ég oft nefnt að Sandgerðisskóli væri öðrum skólum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Í dag er skólinn í sárum. Þrátt fyrir metnaðarfulla vinnu eftir þeim aðferðum sem vitað er að virka best, sitja börnin og starfsfólk skólans hnípin eftir í sársaukanum og syrgja góðan dreng. Ég á mér þá ósk heitasta að við heiðrum minningu Sandgerðingsins unga með því að við strengjum þess heit að verða betri í að gæta þeirra sem líður ekki vel og sinna betur þeim sem um sárt eiga að binda. Við skulum reyna að verða betri manneskjur og lifa lífinu með virðingu. Það eru drengnum verðug eftirmæli. Umræðan næstu daga þarf að vera skynsamleg og hófstillt og það skulum við kappkosta. Foreldrum drengsins, fjölskyldu, skólasystkinum, skólafólki og Sandgerðingum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í dag erum við öll Sandgerðingar. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar