Mannréttindi sjúklinga eða byggðapot? Auður Styrkársdóttir og Svanur Kristjánsson skrifar 14. október 2011 06:00 Velunnurum geðsjúkra var mjög brugðið að heyra þingmenn og sveitarstjórnarmenn ræða lokun réttargeðdeildarinnar að Sogni út frá byggðasjónarmiðum og atvinnumálum í héraði. Starfsemin virtist engu máli skipta, hvað þá þeir einstaklingar sem þar dvelja. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að húsnæðið hentar engan veginn starfseminni. Erfiðlega hefur gengið að fá sérmenntað fólk til starfa og ýmiskonar vandræði hafa stafað af því að hafa þetta sjúkrahús fjarri mannabyggðum og skjótum og góðum aðgangi að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Því það er það sem Sogn er fyrst og síðast: sjúkrahús. Þarna dvelja sjúkar manneskjur. Þær eiga rétt á þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem þetta land getur látið í té, eins og aðrir Íslendingar. Við vitum ekki hvaða kynni viðkomandi þingmenn eða sveitarstjórnarmenn hafa af geðsjúkum eða geðsjúkdómum. Framgangan og yfirlýsingarnar lýsa hinsvegar svo himinhrópandi skilningsleysi á málinu að við getum ekki annað en vonað að vanþekking ráði för. Margir aðilar, þ.ám. félagið Geðhjálp sem við tilheyrum, hafa talað fyrir því um árabil að leggja réttargeðdeildina niður á Sogni og færa hana til þess staðar þar sem hún á heima: samneyti við besta fagfólk landsins á þessu sviði alltaf, á öllum tímum. Nú er það loksins að verða að veruleika. Við förum fram á stuðning allra landsmanna við þetta mannréttindamál. Við hljótum einnig að krefjast þess af þingmönnum að þeir gangi fram fyrir skjöldu fyrir geðsjúka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og finni einhver ráð til að lægja öldur heima fyrir frekar en að æsa þær upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Velunnurum geðsjúkra var mjög brugðið að heyra þingmenn og sveitarstjórnarmenn ræða lokun réttargeðdeildarinnar að Sogni út frá byggðasjónarmiðum og atvinnumálum í héraði. Starfsemin virtist engu máli skipta, hvað þá þeir einstaklingar sem þar dvelja. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að húsnæðið hentar engan veginn starfseminni. Erfiðlega hefur gengið að fá sérmenntað fólk til starfa og ýmiskonar vandræði hafa stafað af því að hafa þetta sjúkrahús fjarri mannabyggðum og skjótum og góðum aðgangi að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Því það er það sem Sogn er fyrst og síðast: sjúkrahús. Þarna dvelja sjúkar manneskjur. Þær eiga rétt á þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem þetta land getur látið í té, eins og aðrir Íslendingar. Við vitum ekki hvaða kynni viðkomandi þingmenn eða sveitarstjórnarmenn hafa af geðsjúkum eða geðsjúkdómum. Framgangan og yfirlýsingarnar lýsa hinsvegar svo himinhrópandi skilningsleysi á málinu að við getum ekki annað en vonað að vanþekking ráði för. Margir aðilar, þ.ám. félagið Geðhjálp sem við tilheyrum, hafa talað fyrir því um árabil að leggja réttargeðdeildina niður á Sogni og færa hana til þess staðar þar sem hún á heima: samneyti við besta fagfólk landsins á þessu sviði alltaf, á öllum tímum. Nú er það loksins að verða að veruleika. Við förum fram á stuðning allra landsmanna við þetta mannréttindamál. Við hljótum einnig að krefjast þess af þingmönnum að þeir gangi fram fyrir skjöldu fyrir geðsjúka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og finni einhver ráð til að lægja öldur heima fyrir frekar en að æsa þær upp.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun