"Handvömm“ - Heyr á endemi! 14. október 2011 06:00 Í grein sem formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., Svanhildur Kaaber, skrifaði í Fréttablaðið 28. september sagði hún það „handvömm" að heiti Ríkisútvarpsins væri ekki að finna í vefsímaskránni ja.is. Þegar heiti Ríkisútvarpsins var slegið inn var niðurstaðan: Ekkert fannst. Nú er búið að lagfæra þetta. Sé leitað undir heiti Ríkisútvarpsins kemur á skjáinn eitt símanúmer og: Ríkisútvarpið ohf. – sjá RÚV! Þetta er auðvitað framför! Orðabókin segir að handvömm sé glapræði, vanræksla, klaufaskapur eða léleg smíði. Það er afsökunin fyrir því að nafn Ríkisútvarpsins var ekki að finna á ja.is. En er þetta satt? Er þetta handvömm eða er þetta skýr og einbeittur ásetningur; liður í því að bannfæra heitið Ríkisútvarp eins og stjórnendur Ríkisútvarpsins vinna nú markvisst að. Eftir þessi skrif var Molaskrifara bent á að í prentaðri símaskrá ársins 2011 er nafn Ríkisútvarpsins heldur ekki að finna. Er það líka handvömm? Þar er bara RÚV. Handvömm, heyr á endemi! Nöfnum er ekki breytt í símaskrá nema um það sé beðið. Ritstjórar símaskrár taka það ekki upp hjá sjálfum sér. Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa beðið um að nafn Ríkisútvarpsins væri fjarlægt úr símaskránni. Öðrum kosti hefði það ekki verið gert. Hér var engin handvömm á ferðinni heldur einbeittur brotavilji stjórnenda sem vilja gera heiti stofnunarinnar, Ríkisútvarpið, útlægt og banna notkun þess. Það hefur enginn gefið þeim leyfi til þess og til þess voru þeir ekki ráðnir. Hvernig væri að ráðherrar sem hafa með Ríkisútvarpið að gera gefi yfirmönnum í Efstaleiti orð í eyra fyrir að misbeita valdi sínu og fyrir atlögu að þessari rúmlega áttræðu stofnun, Ríkisútvarpinu. Þetta fólk var ekki ráðið til að eyðileggja hið góða nafn Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í grein sem formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., Svanhildur Kaaber, skrifaði í Fréttablaðið 28. september sagði hún það „handvömm" að heiti Ríkisútvarpsins væri ekki að finna í vefsímaskránni ja.is. Þegar heiti Ríkisútvarpsins var slegið inn var niðurstaðan: Ekkert fannst. Nú er búið að lagfæra þetta. Sé leitað undir heiti Ríkisútvarpsins kemur á skjáinn eitt símanúmer og: Ríkisútvarpið ohf. – sjá RÚV! Þetta er auðvitað framför! Orðabókin segir að handvömm sé glapræði, vanræksla, klaufaskapur eða léleg smíði. Það er afsökunin fyrir því að nafn Ríkisútvarpsins var ekki að finna á ja.is. En er þetta satt? Er þetta handvömm eða er þetta skýr og einbeittur ásetningur; liður í því að bannfæra heitið Ríkisútvarp eins og stjórnendur Ríkisútvarpsins vinna nú markvisst að. Eftir þessi skrif var Molaskrifara bent á að í prentaðri símaskrá ársins 2011 er nafn Ríkisútvarpsins heldur ekki að finna. Er það líka handvömm? Þar er bara RÚV. Handvömm, heyr á endemi! Nöfnum er ekki breytt í símaskrá nema um það sé beðið. Ritstjórar símaskrár taka það ekki upp hjá sjálfum sér. Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa beðið um að nafn Ríkisútvarpsins væri fjarlægt úr símaskránni. Öðrum kosti hefði það ekki verið gert. Hér var engin handvömm á ferðinni heldur einbeittur brotavilji stjórnenda sem vilja gera heiti stofnunarinnar, Ríkisútvarpið, útlægt og banna notkun þess. Það hefur enginn gefið þeim leyfi til þess og til þess voru þeir ekki ráðnir. Hvernig væri að ráðherrar sem hafa með Ríkisútvarpið að gera gefi yfirmönnum í Efstaleiti orð í eyra fyrir að misbeita valdi sínu og fyrir atlögu að þessari rúmlega áttræðu stofnun, Ríkisútvarpinu. Þetta fólk var ekki ráðið til að eyðileggja hið góða nafn Ríkisútvarpsins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar