Hjálpsemi ókunnugs manns snart Lilju Rós 14. október 2011 06:00 Lilja Rós ásamt syni sínum reykjavíkurborg Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað.Fréttablaðið/Stefán „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upphæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskólapláss sonar hennar. Í kjölfarið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endurgreiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjargað. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðulega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Samskiptabrestur hafi hins vegar valdið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mistök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þannig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borginni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verklagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
reykjavíkurborg Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað.Fréttablaðið/Stefán „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upphæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskólapláss sonar hennar. Í kjölfarið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endurgreiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjargað. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðulega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Samskiptabrestur hafi hins vegar valdið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mistök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þannig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borginni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verklagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent