Hjálpsemi ókunnugs manns snart Lilju Rós 14. október 2011 06:00 Lilja Rós ásamt syni sínum reykjavíkurborg Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað.Fréttablaðið/Stefán „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upphæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskólapláss sonar hennar. Í kjölfarið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endurgreiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjargað. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðulega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Samskiptabrestur hafi hins vegar valdið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mistök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þannig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borginni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verklagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
reykjavíkurborg Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað.Fréttablaðið/Stefán „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upphæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskólapláss sonar hennar. Í kjölfarið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endurgreiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjargað. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðulega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Samskiptabrestur hafi hins vegar valdið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mistök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þannig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borginni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verklagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent