Eldfjall Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 14. október 2011 06:00 Manneskjan á krossgötum. Manneskjan andspænis því góða og slæma í eigin lífi. Manneskjan frammi fyrir dauðanum. Manneskjan sem þarf að standa vörð um eigin virðingu og annarra. Kvikmyndir miðla glímunni við lífið. Áhorfandinn speglar sig í sögunum á hvíta tjaldinu og þær verða vettvangur fyrir eigin vangaveltur um lífsreynsluna. Góð kvikmynd býður til þannig samtals, án þess að dæma eða þvinga. Góð kvikmynd hvílir á sterkri sögu, trúverðugum leik og góðu handverki. Þetta þrennt kemur saman í kvikmyndinni Eldfjalli undir styrkri stjórn Rúnars Rúnarssonar. Hún fjallar um efni sem er honum hugleikið, eins og sjá má í fyrri verkum Rúnars – hvernig manneskjan bregst við breytingum sem aldurinn færir óhjákvæmilega með sér. Aðstæður aldraðra, umönnun sjúkra og staða manneskjunnar þegar heilsan bregst er áleitið efni í samtímanum og snerta marga á Íslandi í dag. Aðalpersóna Eldfjalls stendur í þessum sporum og er knúin til að ganga í sig og axla ábyrgð. Hann þarf að horfast í augu við lífshlaupið sitt, það sem gekk vel og hitt sem fór aflaga. Eldfjall fékk kvikmyndaverðlaun kirkjunnar á nýafstaðinni Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Þjóðkirkjan hefur í sex ár verðlaunað myndir á RIFF í flokki nýrra leikstjóra, sem eru ekki bara vel gerðar kvikmyndir heldur eiga sérstakt erindi í glímuna við trúar- og tilvistarspurningar samtímans. Eldfjall sýnir ástina á sterkan og ágengan hátt. Hún miðlar fegurð og styrkleika í aðstæðum sem eru kreppandi og vonlausar. Hún minnir á mikilvægi nærverunnar í nekt og bjargarleysi manneskjunnar. Eldfjall knýr til umhugsunar og samtals um mikilvæg mál. Eldfjall á erindi við okkur vegna þess að hún er listaverk sem miðlar von og mannvirðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Manneskjan á krossgötum. Manneskjan andspænis því góða og slæma í eigin lífi. Manneskjan frammi fyrir dauðanum. Manneskjan sem þarf að standa vörð um eigin virðingu og annarra. Kvikmyndir miðla glímunni við lífið. Áhorfandinn speglar sig í sögunum á hvíta tjaldinu og þær verða vettvangur fyrir eigin vangaveltur um lífsreynsluna. Góð kvikmynd býður til þannig samtals, án þess að dæma eða þvinga. Góð kvikmynd hvílir á sterkri sögu, trúverðugum leik og góðu handverki. Þetta þrennt kemur saman í kvikmyndinni Eldfjalli undir styrkri stjórn Rúnars Rúnarssonar. Hún fjallar um efni sem er honum hugleikið, eins og sjá má í fyrri verkum Rúnars – hvernig manneskjan bregst við breytingum sem aldurinn færir óhjákvæmilega með sér. Aðstæður aldraðra, umönnun sjúkra og staða manneskjunnar þegar heilsan bregst er áleitið efni í samtímanum og snerta marga á Íslandi í dag. Aðalpersóna Eldfjalls stendur í þessum sporum og er knúin til að ganga í sig og axla ábyrgð. Hann þarf að horfast í augu við lífshlaupið sitt, það sem gekk vel og hitt sem fór aflaga. Eldfjall fékk kvikmyndaverðlaun kirkjunnar á nýafstaðinni Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Þjóðkirkjan hefur í sex ár verðlaunað myndir á RIFF í flokki nýrra leikstjóra, sem eru ekki bara vel gerðar kvikmyndir heldur eiga sérstakt erindi í glímuna við trúar- og tilvistarspurningar samtímans. Eldfjall sýnir ástina á sterkan og ágengan hátt. Hún miðlar fegurð og styrkleika í aðstæðum sem eru kreppandi og vonlausar. Hún minnir á mikilvægi nærverunnar í nekt og bjargarleysi manneskjunnar. Eldfjall knýr til umhugsunar og samtals um mikilvæg mál. Eldfjall á erindi við okkur vegna þess að hún er listaverk sem miðlar von og mannvirðingu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar