Álitamál hvort skoða má símreikning 27. október 2011 06:00 Sigurður G. Guðjónsson Fram kemur í lögbannskröfu Iceland Express að starfsmenn félagsins hafi komist á snoðir um fyrirætlanir Matthíasar með því að skoða yfirlit yfir notkun hans á farsíma sem hann fékk að taka með sér frá félaginu en það greiddi fyrir út sex mánaða uppsagnarfrestinn. Þar hafi komið í ljós að hann hafi átt í samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn Iceland Express eftir starfslok sín og reynt að lokka þá til liðs við nýtt flugfélag. Í fjarskiptalögum eru ákvæði um sundurliðaða símreikninga og þar segir að áskrifandi að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að skoða slíkan sundurliðaðan reikning. Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræðideildar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir hins vegar álitamál hvernig skuli túlka þetta ákvæði. „Greinarmunurinn á áskrifanda og notanda í þessu sambandi er ekki skýr í fjarskiptalögum. Það má hugsanlega leiða út frá ákvæðum persónuverndarlaga að persónuvernd einstaklingsins eigi ekki að miðast við hvort hann er greiðandi að reikningnum eða ekki. Þarna er um persónulega notkun að ræða, nema það hafi verið einhverjir sérstakir skilmálar um að símtækið yrði bara notað í starfstengd símtöl. En þetta eru bara almennar vangaveltur og við tökum enga afstöðu til svona máls nema það komi inn á okkar borð sem kvörtun,“ segir Björn. Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur Iceland Express, segir fráleitt að það standist ekki lög og reglur að skoða sundurliðaðan símreikning sem Iceland Express greiði fyrir. Slíkt tíðkist þó ekki hjá félaginu. „En allt í einu koma starfsmenn til okkar og segja: Matthías er stöðugt að hringja í okkur og bjóða okkur störf. Svo er verið að tala við erlenda birgja og þá segja þeir: Matthías er alltaf að hringja í okkur og bjóða okkur eitthvað nýtt. Auðvitað vilja menn þá ganga úr skugga um að það sé rétt og þá blasir það bara við.“ Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Fram kemur í lögbannskröfu Iceland Express að starfsmenn félagsins hafi komist á snoðir um fyrirætlanir Matthíasar með því að skoða yfirlit yfir notkun hans á farsíma sem hann fékk að taka með sér frá félaginu en það greiddi fyrir út sex mánaða uppsagnarfrestinn. Þar hafi komið í ljós að hann hafi átt í samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn Iceland Express eftir starfslok sín og reynt að lokka þá til liðs við nýtt flugfélag. Í fjarskiptalögum eru ákvæði um sundurliðaða símreikninga og þar segir að áskrifandi að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að skoða slíkan sundurliðaðan reikning. Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræðideildar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir hins vegar álitamál hvernig skuli túlka þetta ákvæði. „Greinarmunurinn á áskrifanda og notanda í þessu sambandi er ekki skýr í fjarskiptalögum. Það má hugsanlega leiða út frá ákvæðum persónuverndarlaga að persónuvernd einstaklingsins eigi ekki að miðast við hvort hann er greiðandi að reikningnum eða ekki. Þarna er um persónulega notkun að ræða, nema það hafi verið einhverjir sérstakir skilmálar um að símtækið yrði bara notað í starfstengd símtöl. En þetta eru bara almennar vangaveltur og við tökum enga afstöðu til svona máls nema það komi inn á okkar borð sem kvörtun,“ segir Björn. Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur Iceland Express, segir fráleitt að það standist ekki lög og reglur að skoða sundurliðaðan símreikning sem Iceland Express greiði fyrir. Slíkt tíðkist þó ekki hjá félaginu. „En allt í einu koma starfsmenn til okkar og segja: Matthías er stöðugt að hringja í okkur og bjóða okkur störf. Svo er verið að tala við erlenda birgja og þá segja þeir: Matthías er alltaf að hringja í okkur og bjóða okkur eitthvað nýtt. Auðvitað vilja menn þá ganga úr skugga um að það sé rétt og þá blasir það bara við.“
Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira