Þjónusta sérfræðilækna muni hækka um 15% á næsta ári 29. október 2011 02:00 Tillögur að breytingum kynntar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra setti á fót starfshóp til að koma með tillögur að úrbótum í heilbrigðiskerfinu og voru niðurstöður hópsins kynntar formlega í gær.fréttablaðið/vilhelm Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. „Þeir vilja fá hækkanir sem ríkið og Sjúkratryggingar hafa ekki haft peninga í. Þeir vilja kjarasamninga en við höfum viljað fá meiri aðgangsstýringu hjá þeim,“ segir Guðbjartur. „Líka til þess að lækka kostnaðinn við þann hluta svo við höfum meira svigrúm annars staðar, því allt er þetta jú einn pottur.“ Í skýrslu Boston Consulting Group sem kynnt var í gær, þar sem greint er skipulag og staða heilbrigðiskerfisins, kemur fram að hér á landi séu hlutfallslega fleiri heimsóknir til sérfræðilækna en í samanburðarlöndunum og það valdi auknum kostnaði. Sérfræðilæknar séu líka hlutfallslega fleiri miðað við fjölda heimilislækna. Kostnaður vegna sérfræðilækna hafi aukist um 7 prósent síðan 2008 meðan fjárútlát til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafi lækkað. Einnig þurfi að bæta greiðslukerfi til sérfræðilækna. Þá sé sérfræðiþjónusta misdreifð um landið, en hún er langmest á höfuðborgarsvæðinu. „Spurningin er hvaða tæki við höfum til þess að ná tökum á þessu á sama tíma og við viljum auðvitað halda þjónustunni í landinu. Þetta er mjög vandrataður vegur en ég treysti á það að heilbrigðisstéttir í landinu finni sameiginlega lausn,“ segir Guðbjartur. Það skipti sköpum úti á landi að sérfræðilæknar komi reglulega og sinni sjúklingum. „Þannig er það í dag en þeir óttast að missa þetta ef við skerum of mikið niður. Þá er spurning hvort það séu Sjúkratryggingar sem borgi þá og þeir komi sem slíkir eða hvort kvótinn sé hjá stofnuninni og þeir geti sótt sér sérfræðingana sjálfir. En þetta er hárfín og erfið lína.“ Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni í góðu standi. „Við dekkum landið nokkuð vel. Sérfræðingar fara út á land í reglubundnar heimsóknir og það hefur gengið vel,“ segir hann. „En ég viðurkenni það að rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík fækkar heimsóknum til sérfræðilækna. En það þýðir ekki að það eigi að girða fyrir þjónustuna í Reykjavík.“ Kristján segir að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið varðandi misdreifða þjónustu um landið kunni að vera réttmætt en annað sé einfaldlega ópraktískt og því ekki gert. Hann er ekki bjartsýnn á að samningar náist við ríkið á næstunni. Allt bendi til þess að á komandi ári verði verðhækkanir á þjónustu um 15 prósent. „Ný viðmiðunargjaldskrá og reglugerð um endurgreiðslur munu koma innan tíðar. Við erum nánast komin í tannlæknapakkann, hækkanirnar lenda allar á sjúklingunum,“ segir Kristján og bætir við að sérfræðilæknar hafi gefið eftir tíu prósenta verðbótahækkun árið 2009. Nú séu liðin tvö og hálft ár og læknar vilji fara að fá þá launahækkun sem þeir hafi samningsbundinn rétt á. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. „Þeir vilja fá hækkanir sem ríkið og Sjúkratryggingar hafa ekki haft peninga í. Þeir vilja kjarasamninga en við höfum viljað fá meiri aðgangsstýringu hjá þeim,“ segir Guðbjartur. „Líka til þess að lækka kostnaðinn við þann hluta svo við höfum meira svigrúm annars staðar, því allt er þetta jú einn pottur.“ Í skýrslu Boston Consulting Group sem kynnt var í gær, þar sem greint er skipulag og staða heilbrigðiskerfisins, kemur fram að hér á landi séu hlutfallslega fleiri heimsóknir til sérfræðilækna en í samanburðarlöndunum og það valdi auknum kostnaði. Sérfræðilæknar séu líka hlutfallslega fleiri miðað við fjölda heimilislækna. Kostnaður vegna sérfræðilækna hafi aukist um 7 prósent síðan 2008 meðan fjárútlát til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafi lækkað. Einnig þurfi að bæta greiðslukerfi til sérfræðilækna. Þá sé sérfræðiþjónusta misdreifð um landið, en hún er langmest á höfuðborgarsvæðinu. „Spurningin er hvaða tæki við höfum til þess að ná tökum á þessu á sama tíma og við viljum auðvitað halda þjónustunni í landinu. Þetta er mjög vandrataður vegur en ég treysti á það að heilbrigðisstéttir í landinu finni sameiginlega lausn,“ segir Guðbjartur. Það skipti sköpum úti á landi að sérfræðilæknar komi reglulega og sinni sjúklingum. „Þannig er það í dag en þeir óttast að missa þetta ef við skerum of mikið niður. Þá er spurning hvort það séu Sjúkratryggingar sem borgi þá og þeir komi sem slíkir eða hvort kvótinn sé hjá stofnuninni og þeir geti sótt sér sérfræðingana sjálfir. En þetta er hárfín og erfið lína.“ Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni í góðu standi. „Við dekkum landið nokkuð vel. Sérfræðingar fara út á land í reglubundnar heimsóknir og það hefur gengið vel,“ segir hann. „En ég viðurkenni það að rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík fækkar heimsóknum til sérfræðilækna. En það þýðir ekki að það eigi að girða fyrir þjónustuna í Reykjavík.“ Kristján segir að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið varðandi misdreifða þjónustu um landið kunni að vera réttmætt en annað sé einfaldlega ópraktískt og því ekki gert. Hann er ekki bjartsýnn á að samningar náist við ríkið á næstunni. Allt bendi til þess að á komandi ári verði verðhækkanir á þjónustu um 15 prósent. „Ný viðmiðunargjaldskrá og reglugerð um endurgreiðslur munu koma innan tíðar. Við erum nánast komin í tannlæknapakkann, hækkanirnar lenda allar á sjúklingunum,“ segir Kristján og bætir við að sérfræðilæknar hafi gefið eftir tíu prósenta verðbótahækkun árið 2009. Nú séu liðin tvö og hálft ár og læknar vilji fara að fá þá launahækkun sem þeir hafi samningsbundinn rétt á. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira