15 milljarða króna gjöf ríkisins Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Fréttablaðið birti á forsíðu sinni frétt um mikil uppgrip í uppsjávarveiðum. Veiðar á makríl, síld og loðnu munu væntanlega skila um 75 milljörðum kr. í þjóðarbúið. Það eru góðar fréttir fyrir marga, en sérstaklega fyrir útgerðina sem græðir á tá og fingri um þessar mundir. Það gæti líka verið sérstaklega góðar fréttir fyrir ríkissjóð, en eru það ekki. Ríkissjóður hefði getað fengið um 16 milljarða króna í sinn hlut fyrir úthlutun veiðileyfisins, ef stuðst er við verð sem útvegsmenn sjálfir hafa verið reiðubúnir að greiða og forsendur Alþingis við viðbótarúthlutun á skötusel. Það var látið ógert og ríkissjóður tekur sér aðeins um 730 milljónir króna. Mismunurinn er um 15 milljarðar króna. Minna má nú gagn gera útvegsmönnum til þægðar. Veiðigjald til ríkisins fyrir makríl voru heilir 90 aurar fyrir hvert kg, 71 eyrir fyrir kg af síld og verða 95 aurar fyrir loðnuna á veiðunum í vetur. Færeyingar héldu uppboð á makrílkvóta í sumar og fengu 1,6 milljarða króna fyrir 20.000 tonn eða 80 kr/kg að meðaltali. Samherji keypti kvóta á uppboðinu og greiddi 100 kr fyrir hvert kg. Ríkið hefði getað fengið 9 milljarða króna fyrir makrílveiðarnar í stað 140 milljóna kr. samkvæmt forsendum, sem ég geri frekar grein fyrir á heimasíðu minni kristinn.is. Fyrir síldina og loðnuna má ætla að ríkið geti fengið um 7 milljarða króna í sinn hlut, en mun aðeins fá um 590 milljónir króna. Fyrir mismuninn má reka Landspítalann í hálft ár. Það þyrfti ekki að skera niður starfsemi sjúkrahússins á Húsavík og Ísafirði niður fyrir sársaukamörk. Það þyrfti ekki að loka annarri líknardeild Landspítalans. Það þyrfti ekki að svíða kaupmáttinn af gamla fólkinu og örorkulífeyrisþegum með því að láta bætur ríkisins ekki hækka til jafns við verðlagsbreytingar. Hvers vegna þarf að hlífa útvegsmönnum í myljandi gróðastarfsemi við því að taka sanngjarnan þátt í rekstri ríkissjóðs á erfiðum tímum? Hvers vegna hlífir ríkisstjórnin frekar útvegsmönnum en öldruðum og sjúkum? Svona eiga jafnaðarmenn ekki að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti á forsíðu sinni frétt um mikil uppgrip í uppsjávarveiðum. Veiðar á makríl, síld og loðnu munu væntanlega skila um 75 milljörðum kr. í þjóðarbúið. Það eru góðar fréttir fyrir marga, en sérstaklega fyrir útgerðina sem græðir á tá og fingri um þessar mundir. Það gæti líka verið sérstaklega góðar fréttir fyrir ríkissjóð, en eru það ekki. Ríkissjóður hefði getað fengið um 16 milljarða króna í sinn hlut fyrir úthlutun veiðileyfisins, ef stuðst er við verð sem útvegsmenn sjálfir hafa verið reiðubúnir að greiða og forsendur Alþingis við viðbótarúthlutun á skötusel. Það var látið ógert og ríkissjóður tekur sér aðeins um 730 milljónir króna. Mismunurinn er um 15 milljarðar króna. Minna má nú gagn gera útvegsmönnum til þægðar. Veiðigjald til ríkisins fyrir makríl voru heilir 90 aurar fyrir hvert kg, 71 eyrir fyrir kg af síld og verða 95 aurar fyrir loðnuna á veiðunum í vetur. Færeyingar héldu uppboð á makrílkvóta í sumar og fengu 1,6 milljarða króna fyrir 20.000 tonn eða 80 kr/kg að meðaltali. Samherji keypti kvóta á uppboðinu og greiddi 100 kr fyrir hvert kg. Ríkið hefði getað fengið 9 milljarða króna fyrir makrílveiðarnar í stað 140 milljóna kr. samkvæmt forsendum, sem ég geri frekar grein fyrir á heimasíðu minni kristinn.is. Fyrir síldina og loðnuna má ætla að ríkið geti fengið um 7 milljarða króna í sinn hlut, en mun aðeins fá um 590 milljónir króna. Fyrir mismuninn má reka Landspítalann í hálft ár. Það þyrfti ekki að skera niður starfsemi sjúkrahússins á Húsavík og Ísafirði niður fyrir sársaukamörk. Það þyrfti ekki að loka annarri líknardeild Landspítalans. Það þyrfti ekki að svíða kaupmáttinn af gamla fólkinu og örorkulífeyrisþegum með því að láta bætur ríkisins ekki hækka til jafns við verðlagsbreytingar. Hvers vegna þarf að hlífa útvegsmönnum í myljandi gróðastarfsemi við því að taka sanngjarnan þátt í rekstri ríkissjóðs á erfiðum tímum? Hvers vegna hlífir ríkisstjórnin frekar útvegsmönnum en öldruðum og sjúkum? Svona eiga jafnaðarmenn ekki að gera.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun