Upplýst umræða um erfðabreyttar lífverur? Jón Hallsteinn Hallsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur. Svar mitt við fyrri grein Söndru birtist í Fréttablaðinu 20. október sl. en þar gerði ég alvarlegar athugasemdir við rangtúlkanir hennar á vísindalegum niðurstöðum. Í seinni grein sinni sem birtist þann 25. október sl. vísar Sandra í nokkurn fjölda vísindagreina máli sínu til stuðnings og mætti í fyrstu halda að greinin væri vísir að upplýstri umræðu um málefnið. Svo er því miður ekki og sé ég mig því áfram knúinn til að leiðrétta nokkur atriði í máli Söndru. Sandra vísar m.a. í niðurstöður Vázquez-Padrón o.fl. (1-3) og telur þær gefa vísbendingar um „að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmis viðbrögðum og viðkvæmni gagnvart öðrum matvælum“. Niðurstöðurnar sem um ræðir eru í sjálfu sér áhugaverðar en hér eins og svo oft gengur Sandra of langt í ályktunum sínum. Vázquez-Padrón o.fl. könnuðu hvort próteinið Cry1Ac gæti valdið ónæmisviðbrögðum í músum og þó svo að músin sé um margt skyld manninum þá er ekki sjálfgefið að niðurstöðurnar megi yfirfæra á manninn eins og Sandra kýs að gera. Hér er jafnframt mikilvægt að gera greinarmun á ónæmissvari og ofnæmi, en Vázquez-Padrón o.fl. minnast hvergi á ofnæmi í greinum sínum. Þá er einnig rétt að benda á að yfir eitt hundrað tegundir matvæla geta valdið ofnæmi í mönnum og eru þau viðbrögð í flestum tilfellum vegna próteina, en engin dæmi eru þekkt um ofnæmi gegn Cry próteinum í mönnum þrátt fyrir áratuga langa notkun þeirra í landbúnaði. Sandra vísar líka í rannsóknir sem sýna eiga fram á „áhrif á þróaðri spendýr“, þ.m.t. rannsókn Trabalza-Mainucci o.fl. (4) á sauðfé sem hún segir að hafi „[leitt] í ljós truflun á starfsemi meltingarkerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra“. Þessi niðurstaða Söndru er úr lausu lofti gripin. Í grein Trabalza-Mainucci o.fl. er tekið fram að erfðabreytta fóðrið hafði engin áhrif á heilbrigði dýranna og ekki sáust nein áhrif á aðra þætti sem skoðaðir voru. Það eina sem reyndist ólíkt milli hópa var að forathugun á frumum úr lifur og brisi leiddi í ljós mun, en sá munur virtist ekki hafa nein mælanleg áhrif á heilbrigði dýranna. Í tilvísun sinni í rannsóknir Duggan o.fl. (5) gerir Sandra þau klaufalegu mistök að slá saman tveimur óskyldum tilraunum þannig að úr verða niðurstöður sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér verður til í meðförum Söndru erfðabreytt örvera úr meltingarvegi sem þolin er fyrir sýklalyfjum og kallar Sandra bakteríu þessa „superbug“. Í reynd eru niðurstöðurnar óralangt frá þessu. Annars vegar var um að ræða athugun á niðurbroti DNA í meltingarvegi þar sem notast var við maís erfðabreyttan með Bt-geni og hins vegar rannsókn á því hvort nota mætti plasmíð (sem er lítil hringlaga DNA sameind) sem velkst hafði um í munnholi kindar til að ummynda bakteríur. Það er rétt athugað hjá Söndru að Duggan o.fl. fundu DNA úr maís í vömb en þeir taka jafnframt fram að uppruni þess sé að öllum líkindum úr ómeltum plöntuleifum og að óvarið DNA sé ólíklegt til að lifa lengi í vömbinni. Að lokum er rétt að minnast á umfjöllun Söndru um rannsóknir Aris og Leblanc (6) og það sem hún telur að séu vísbendingar um „flata genatilfærslu“. Hér verður Söndru enn á ný fótaskortur þar sem hún virðist ekki gera greinarmun á DNA og próteini, en þeir Aris og Leblanc mældu Cry1Ab próteinið en ekki DNA í blóðsýnum og minnast hvergi í grein sinni einu orði á „flata genatilfærslu“. Hvernig Sandra tengir þetta tvennt saman er mér óskiljanlegt. Þrátt fyrir að Sandra vísi í ritrýndar vísindagreinar máli sínu til stuðnings og leitist þannig við að ljá umfjöllun sinni yfirbragð upplýstrar umræðu þá er niðurstaðan sú að umfjöllunin líður mjög fyrir takmarkaða þekkingu Söndru á viðfangsefninu. Það hvernig Sandra slær saman ótengdum tilraunum í grein Duggan o.fl. (5) og það að hún gerir ekki greinarmun á DNA og próteinum er umhugsunarvert og hlýtur að vekja upp spurningar um skilning Söndru á því efni sem hún fjallar um. Að lokum get ég því ekki annað en hvatt Söndru til að kynna sér betur efni þeirra greina sem hún fjallar um á opinberum vettvangi og lesendur jafnframt til að lesa greinar Söndru um þessi málefni eftirleiðis með gagnrýnum huga. (1) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Brazilian Journal of Medical and Biological Research, 33[2], pp.147-155. (2) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Biochemical and Biophysical Research Communications, 271[1], pp.54-58. (3) Vázquez-Padrón o.fl. 1999. Life Sciences, 64[21], pp.1897-1912. (4) Trabalza-Marinucci o.fl. 2008. Livestock Science, 113, pp.178-190. (5) Duggan o.fl. 2003. The British Journal of Nutrition, 89[2], pp.159-166. (6) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology, 31[4], pp.528-533. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur. Svar mitt við fyrri grein Söndru birtist í Fréttablaðinu 20. október sl. en þar gerði ég alvarlegar athugasemdir við rangtúlkanir hennar á vísindalegum niðurstöðum. Í seinni grein sinni sem birtist þann 25. október sl. vísar Sandra í nokkurn fjölda vísindagreina máli sínu til stuðnings og mætti í fyrstu halda að greinin væri vísir að upplýstri umræðu um málefnið. Svo er því miður ekki og sé ég mig því áfram knúinn til að leiðrétta nokkur atriði í máli Söndru. Sandra vísar m.a. í niðurstöður Vázquez-Padrón o.fl. (1-3) og telur þær gefa vísbendingar um „að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmis viðbrögðum og viðkvæmni gagnvart öðrum matvælum“. Niðurstöðurnar sem um ræðir eru í sjálfu sér áhugaverðar en hér eins og svo oft gengur Sandra of langt í ályktunum sínum. Vázquez-Padrón o.fl. könnuðu hvort próteinið Cry1Ac gæti valdið ónæmisviðbrögðum í músum og þó svo að músin sé um margt skyld manninum þá er ekki sjálfgefið að niðurstöðurnar megi yfirfæra á manninn eins og Sandra kýs að gera. Hér er jafnframt mikilvægt að gera greinarmun á ónæmissvari og ofnæmi, en Vázquez-Padrón o.fl. minnast hvergi á ofnæmi í greinum sínum. Þá er einnig rétt að benda á að yfir eitt hundrað tegundir matvæla geta valdið ofnæmi í mönnum og eru þau viðbrögð í flestum tilfellum vegna próteina, en engin dæmi eru þekkt um ofnæmi gegn Cry próteinum í mönnum þrátt fyrir áratuga langa notkun þeirra í landbúnaði. Sandra vísar líka í rannsóknir sem sýna eiga fram á „áhrif á þróaðri spendýr“, þ.m.t. rannsókn Trabalza-Mainucci o.fl. (4) á sauðfé sem hún segir að hafi „[leitt] í ljós truflun á starfsemi meltingarkerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra“. Þessi niðurstaða Söndru er úr lausu lofti gripin. Í grein Trabalza-Mainucci o.fl. er tekið fram að erfðabreytta fóðrið hafði engin áhrif á heilbrigði dýranna og ekki sáust nein áhrif á aðra þætti sem skoðaðir voru. Það eina sem reyndist ólíkt milli hópa var að forathugun á frumum úr lifur og brisi leiddi í ljós mun, en sá munur virtist ekki hafa nein mælanleg áhrif á heilbrigði dýranna. Í tilvísun sinni í rannsóknir Duggan o.fl. (5) gerir Sandra þau klaufalegu mistök að slá saman tveimur óskyldum tilraunum þannig að úr verða niðurstöður sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér verður til í meðförum Söndru erfðabreytt örvera úr meltingarvegi sem þolin er fyrir sýklalyfjum og kallar Sandra bakteríu þessa „superbug“. Í reynd eru niðurstöðurnar óralangt frá þessu. Annars vegar var um að ræða athugun á niðurbroti DNA í meltingarvegi þar sem notast var við maís erfðabreyttan með Bt-geni og hins vegar rannsókn á því hvort nota mætti plasmíð (sem er lítil hringlaga DNA sameind) sem velkst hafði um í munnholi kindar til að ummynda bakteríur. Það er rétt athugað hjá Söndru að Duggan o.fl. fundu DNA úr maís í vömb en þeir taka jafnframt fram að uppruni þess sé að öllum líkindum úr ómeltum plöntuleifum og að óvarið DNA sé ólíklegt til að lifa lengi í vömbinni. Að lokum er rétt að minnast á umfjöllun Söndru um rannsóknir Aris og Leblanc (6) og það sem hún telur að séu vísbendingar um „flata genatilfærslu“. Hér verður Söndru enn á ný fótaskortur þar sem hún virðist ekki gera greinarmun á DNA og próteini, en þeir Aris og Leblanc mældu Cry1Ab próteinið en ekki DNA í blóðsýnum og minnast hvergi í grein sinni einu orði á „flata genatilfærslu“. Hvernig Sandra tengir þetta tvennt saman er mér óskiljanlegt. Þrátt fyrir að Sandra vísi í ritrýndar vísindagreinar máli sínu til stuðnings og leitist þannig við að ljá umfjöllun sinni yfirbragð upplýstrar umræðu þá er niðurstaðan sú að umfjöllunin líður mjög fyrir takmarkaða þekkingu Söndru á viðfangsefninu. Það hvernig Sandra slær saman ótengdum tilraunum í grein Duggan o.fl. (5) og það að hún gerir ekki greinarmun á DNA og próteinum er umhugsunarvert og hlýtur að vekja upp spurningar um skilning Söndru á því efni sem hún fjallar um. Að lokum get ég því ekki annað en hvatt Söndru til að kynna sér betur efni þeirra greina sem hún fjallar um á opinberum vettvangi og lesendur jafnframt til að lesa greinar Söndru um þessi málefni eftirleiðis með gagnrýnum huga. (1) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Brazilian Journal of Medical and Biological Research, 33[2], pp.147-155. (2) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Biochemical and Biophysical Research Communications, 271[1], pp.54-58. (3) Vázquez-Padrón o.fl. 1999. Life Sciences, 64[21], pp.1897-1912. (4) Trabalza-Marinucci o.fl. 2008. Livestock Science, 113, pp.178-190. (5) Duggan o.fl. 2003. The British Journal of Nutrition, 89[2], pp.159-166. (6) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology, 31[4], pp.528-533.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun