Merkin sýna verkin Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífsins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóðlega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mánuðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikilvæg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röðLærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helmingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlandaríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþáttaka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félagslegt réttlæti. Nú á dögunum birtist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaðaForgangsatriði efnahagsstefnunnar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður. Viðsnúningurinn í rekstri ríkisins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Noregur með meiri afgang á frumjöfnuði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyrisskuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsframleiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjárfestingar. Aðeins með öguðum vinnubrögðum og skýrt markaðri stefnu verður Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóðinni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sambærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífsins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóðlega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mánuðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikilvæg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röðLærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helmingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlandaríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþáttaka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félagslegt réttlæti. Nú á dögunum birtist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaðaForgangsatriði efnahagsstefnunnar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður. Viðsnúningurinn í rekstri ríkisins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Noregur með meiri afgang á frumjöfnuði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyrisskuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsframleiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjárfestingar. Aðeins með öguðum vinnubrögðum og skýrt markaðri stefnu verður Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóðinni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sambærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin!
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun