Íslensk jólatré eru allra hagur Einar Örn Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðventuna enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestirEkki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal annars í Danmörku, þaðan sem Íslendingar kaupa flest jólatré. Eiturefnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúkdómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furulús eru dæmi um slík skaðræðiskvikindi sem talið er að hafi borist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnarMeð því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja innlenda atvinnusköpun og spara gjaldeyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Skoðanir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðventuna enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestirEkki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal annars í Danmörku, þaðan sem Íslendingar kaupa flest jólatré. Eiturefnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúkdómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furulús eru dæmi um slík skaðræðiskvikindi sem talið er að hafi borist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnarMeð því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja innlenda atvinnusköpun og spara gjaldeyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar