Staða ríkissjóðs útilokar nýtt minjasafn 2. desember 2011 03:45 Katrín Jakobsdóttir Loftskeytastöðin gamla Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012.fréttablaðið/gvafréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru taldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgðahúsnæði, sem er Loftskeytastöðin gamla. Gerður var samningur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, lýsti í viðtali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúruminjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikninginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagslegum veruleika þjóðarinnar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin –hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sannfæringu fyrir því að sameina stofnanirnar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safnsins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóðskjalasafnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Loftskeytastöðin gamla Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012.fréttablaðið/gvafréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru taldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgðahúsnæði, sem er Loftskeytastöðin gamla. Gerður var samningur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, lýsti í viðtali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúruminjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikninginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagslegum veruleika þjóðarinnar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin –hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sannfæringu fyrir því að sameina stofnanirnar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safnsins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóðskjalasafnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira