Bjarki Már: Lyftingarnar í sumar eru að skila sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2011 06:00 Bjarki var valinn í landsliðið á dögunum og þar ætlar hann að festa sig í sessi.fréttablaðið/stefán HK-ingurinn Bjarki Már Elísson var í gær valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla. Það kom fáum á óvart enda hefur Bjarki farið á kostum með HK í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég var ekkert að gera ráð fyrir að fá þessi verðlaun en það kom mér heldur ekkert á óvart enda finnst mér ég hafa staðið mig vel. Mér fannst ég alveg eiga þetta skilið,“ sagði hinn 21 árs gamli Bjarki Már, sem nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér gekk vel í fyrra og fannst mikilvægt að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur síðan vaxið með hverjum leik í vetur. Ég get þó viðurkennt að ég átti kannski ekki alveg von á að mér myndi ganga eins vel og raun ber vitni,“ sagði Bjarki, sem lagði hart að sér í sumar og nýtti tímann vel. „Ég var að lyfta á fullu og hljóp eiginlega ekki neitt. Ég ákvað að bæta við mig smá krafti og það hefur skilað sínu. Ég var rúm 82 kíló í fyrra en er um 90 kíló núna,“ sagði Bjarki, en hann segist einnig hafa farið að vinna meira með andlega þáttinn hjá sér. „Ég er farinn að pæla mun meira í honum en áður. Þegar ég klikkaði í fyrra fór ég í mínus en nú hef ég miklu meiri trú á sjálfum mér.“ Frammistaða Bjarka náði athygli landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar, sem valdi hann í æfingahóp landsliðsins á dögunum. „Það ýtti vel undir sjálfstraustið og var ánægjulegt,“ sagði Bjarki, sem ætlar að festa sig í sessi í landsliðshópnum. „Stefnan er að vera orðinn fastamaður í landsliðinu á næstu tveim árum. Í kjölfarið opnast vonandi tækifæri í atvinnumennskunni. Síminn er ekkert farinn að hringja ennþá en það fer vonandi að breytast,“ sagði Bjarki Már léttur. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
HK-ingurinn Bjarki Már Elísson var í gær valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla. Það kom fáum á óvart enda hefur Bjarki farið á kostum með HK í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég var ekkert að gera ráð fyrir að fá þessi verðlaun en það kom mér heldur ekkert á óvart enda finnst mér ég hafa staðið mig vel. Mér fannst ég alveg eiga þetta skilið,“ sagði hinn 21 árs gamli Bjarki Már, sem nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér gekk vel í fyrra og fannst mikilvægt að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur síðan vaxið með hverjum leik í vetur. Ég get þó viðurkennt að ég átti kannski ekki alveg von á að mér myndi ganga eins vel og raun ber vitni,“ sagði Bjarki, sem lagði hart að sér í sumar og nýtti tímann vel. „Ég var að lyfta á fullu og hljóp eiginlega ekki neitt. Ég ákvað að bæta við mig smá krafti og það hefur skilað sínu. Ég var rúm 82 kíló í fyrra en er um 90 kíló núna,“ sagði Bjarki, en hann segist einnig hafa farið að vinna meira með andlega þáttinn hjá sér. „Ég er farinn að pæla mun meira í honum en áður. Þegar ég klikkaði í fyrra fór ég í mínus en nú hef ég miklu meiri trú á sjálfum mér.“ Frammistaða Bjarka náði athygli landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar, sem valdi hann í æfingahóp landsliðsins á dögunum. „Það ýtti vel undir sjálfstraustið og var ánægjulegt,“ sagði Bjarki, sem ætlar að festa sig í sessi í landsliðshópnum. „Stefnan er að vera orðinn fastamaður í landsliðinu á næstu tveim árum. Í kjölfarið opnast vonandi tækifæri í atvinnumennskunni. Síminn er ekkert farinn að hringja ennþá en það fer vonandi að breytast,“ sagði Bjarki Már léttur.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira