Erfitt fyrir þá ensku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2011 06:30 Mun Kolbeinn Sigþórsson ná sér fyrir leikinn á Old Trafford? Mynd/Nordic Photos/Getty Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda andstæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu annars vegar og 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stórlið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistaradeildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslitunum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af öxlameiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir Tony Pulis og hans menn. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. AZ dróst gegn Anderlecht frá Belgíu í 32-liða úrslitunum og ef Jóhann Berg og félagar komast áfram mæta þeir mögulega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má nefna að Evrópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálfsagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður" frá Þýskalandi, FC Bayern München. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda andstæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu annars vegar og 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stórlið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistaradeildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslitunum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af öxlameiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir Tony Pulis og hans menn. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. AZ dróst gegn Anderlecht frá Belgíu í 32-liða úrslitunum og ef Jóhann Berg og félagar komast áfram mæta þeir mögulega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má nefna að Evrópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálfsagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður" frá Þýskalandi, FC Bayern München.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira