Gert Hof langar til að lýsa upp Svínafellsjökul 19. desember 2011 12:00 Gert Hof, einn frægasti samtímalistamaður Þjóðverjar, vill lýsa upp Svínafellsjökul til að vekja fólk til umhugsunar um hlýnun jarðar og áhrif hennar á vatn. Páll Ásgeir Davíðsson er framkvæmdastjóri verkefnisins, en grunnfjármögnun þess er langt á veg kominn. Fréttablaðið/Vilhelm Þýski listamaðurinn Gert Hof vill lýsa upp íslenskan jökul, annað hvort á næsta ári eða 2013. Framkvæmdastjóri verkefnisins segir öflug samtök í umhverfismálum koma að verkinu. „Hann kolféll fyrir jöklinum, sem er náttúrulega epískur eins og grískt svið,“ segir Páll Ásgeir Davíðsson, en þýski listamaðurinn Gert Hof hyggst lýsa upp Svínafellsjökul, annað hvort næsta haust eða vorið 2013. Markmiðið er einfalt; að vekja fólk til umhugsunar um loftlagsbreytingar, áhrif þeirra á vatn og þar af leiðandi bráðnun jökla. Gert Hof heimsótti Ísland í maí á síðasta ári eins og fram kom í Fréttablaðinu. Þá til að skoða sig um og líta á hentuga jökla. Fram kom í fréttinni að Snæfellsjökull kæmi sterklega til greina sem hentugur staður, Hof var ákaflega hrifinn af honum en niðurstaðan varð að lokum Svínafellsjökull í Vatnajökulsþjóðgarði. Páll, sem er framkvæmdastjóri verkefnisins, segir að verið sé að vinna í að tryggja grunnfjármögnun verkefnisins og hann gerir sér vonir um að þeirri vinnu ljúki á allra næstu vikum. Meðal annarra sem koma að verkinu eru Bergljót Arnalds, sem er tónlistarstjóri verkefnisins, Northern Lights Energy, Saga Film og aðilar innan íslensku ferðaþjónustunnar. „Við höfum fengið til liðs við okkur öflug alþjóðleg samtök í umhverfismálum og sérfræðinga á heimsmælikvarða.“ Gert Hof er einn merkasti listamaður samtímans og verk hans ná til hundraða milljóna manna hverju sinni. Hann hefur lýst upp Rauða torgið í Moskvu og Akrópólishæðina í Aþenu og verkin vekja iðulega mikla athygli. „Hann telur að lýsing Svínafellsjökuls geti orðið sitt meistaraverk, þetta getur orðið ákaflega eftirminnileg vitundarvakning.“ freyrgigja@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
Þýski listamaðurinn Gert Hof vill lýsa upp íslenskan jökul, annað hvort á næsta ári eða 2013. Framkvæmdastjóri verkefnisins segir öflug samtök í umhverfismálum koma að verkinu. „Hann kolféll fyrir jöklinum, sem er náttúrulega epískur eins og grískt svið,“ segir Páll Ásgeir Davíðsson, en þýski listamaðurinn Gert Hof hyggst lýsa upp Svínafellsjökul, annað hvort næsta haust eða vorið 2013. Markmiðið er einfalt; að vekja fólk til umhugsunar um loftlagsbreytingar, áhrif þeirra á vatn og þar af leiðandi bráðnun jökla. Gert Hof heimsótti Ísland í maí á síðasta ári eins og fram kom í Fréttablaðinu. Þá til að skoða sig um og líta á hentuga jökla. Fram kom í fréttinni að Snæfellsjökull kæmi sterklega til greina sem hentugur staður, Hof var ákaflega hrifinn af honum en niðurstaðan varð að lokum Svínafellsjökull í Vatnajökulsþjóðgarði. Páll, sem er framkvæmdastjóri verkefnisins, segir að verið sé að vinna í að tryggja grunnfjármögnun verkefnisins og hann gerir sér vonir um að þeirri vinnu ljúki á allra næstu vikum. Meðal annarra sem koma að verkinu eru Bergljót Arnalds, sem er tónlistarstjóri verkefnisins, Northern Lights Energy, Saga Film og aðilar innan íslensku ferðaþjónustunnar. „Við höfum fengið til liðs við okkur öflug alþjóðleg samtök í umhverfismálum og sérfræðinga á heimsmælikvarða.“ Gert Hof er einn merkasti listamaður samtímans og verk hans ná til hundraða milljóna manna hverju sinni. Hann hefur lýst upp Rauða torgið í Moskvu og Akrópólishæðina í Aþenu og verkin vekja iðulega mikla athygli. „Hann telur að lýsing Svínafellsjökuls geti orðið sitt meistaraverk, þetta getur orðið ákaflega eftirminnileg vitundarvakning.“ freyrgigja@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira