Þriðja tilraun við Hafnarfjarðarúrslitaleik Óskart Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2011 06:00 Gylfi Gylfason og Ólafur Gústafsson voru í stórum hlutverkum í deildarleik Hauka og FH fyrir átta dögum. Mynd/Valli Flugfélags Íslands Deildarbikarinn verður eins og síðustu ár spilaður á milli jóla og nýárs og hann fer þriðja árið í röð fram í Strandgötu í Hafnarfirði. Undanúrslitin fara fram í dag og úrslitaleikirnir verða síðan spilaðir á morgun. Það er því mikil handboltaveisla fram undan á Strandgötunni. Fjögur efstu liðin í N1-deildum karla og kvenna komast í keppnina og var miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól. Í karlaflokki voru það Fram, FH, Haukar og HK sem fá að spreyta sig en það eru einmitt einu félögin sem hafa unnið þessa keppni frá því að hún var sett á laggirnar árið 2006. Hjá konum eru það Fram, HK, Stjarnan og Valur sem spila í undanúrslitunum en öll hafa þau unnið þennan titil nema HK sem er að þreyta frumraun sína í Deildarbikar HSÍ. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH eru í tveimur efstu sætum N1-deildar karla og eins og undanfarin tvö ár eiga þau möguleika á því að mætast í úrslitaleiknum. Það hefur hingað til klikkaði í bæði skiptin því Akureyringar slógu FH-inga út 2009 og slógu síðan Haukana út í fyrra. Akureyrarliðið tapaði síðan fyrir hinu Hafnarfjarðarliðinu í úrslitaleikjunum, 24-25 fyrir Haukum 2009 og svo 26-29 fyrir FH í fyrra. Það er stutt síðan að Hafnarfjarðarliðin mættust síðast. Haukar mættu í Kaplakrikann fyrir átta dögum og unnu þá 21-16 sigur eftir að hafa unnið síðustu 18 mínútur leiksins 11-3. Topplið Hauka mætir Fram í fyrri undanúrslitaleiknum hjá körlunum, en liðin hafa mæst tvisvar í vetur og unnið hvort sinn leikinn eftir mikla spennu. Framliðið var á toppnum framan af móti en Haukar hafa verið á skriði síðustu mánuði og eru nú með fimm stiga forskot í toppsætinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli FH og HK, sem hafa einnig leikið tvo spennandi leiki í vetur. Liðin gerðu fyrst 30-30 jafntefli í Digranesi en FH vann síðan 25-23 sigur í leik liðanna í Kaplakrika eftir að HK hafði verið yfir í hálfleik. Áttundi úrslitaleikurinn í röð hjá Val og Fram?Hrafnhildur Skúladóttir Valskonur hafa unnið alla leiki vetrarins og eiga titil að verja.Fréttablaðið/daníelÍslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram hafa mæst í síðustu sjö úrslitaleikjunum í öllum keppnum hjá konunum og eru líkleg til að komast í þann áttunda í röð í dag. Það eru liðin tvö ár síðan að úrslitaleikur fór fram í kvennahandboltanum þar sem vantaði annað liðið. Fram vann þá 27-25 sigur á Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins en Valsliðið hafði notað ólöglegan leikmann þegar liðið vann Hauka í undanúrslitunum og Haukum var því dæmdur sigurinn í þeim leik. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sex deildarleiki sína í vetur með miklum yfirburðum og mæta HK í seinni undanúrslitaleiknum hjá konunum. Liðin mættust í Digranesi í nóvember og þá vann Valsliðið 32-25 sigur. Þetta verður í fyrsta sinn sem hið unga HK-lið tekur þátt í þessari keppni en HK kom mjög á óvart í upphafi tímabilsins en hefur síðan gefið nokkuð eftir. Framliðið tapaði óvænt fyrir HK í fyrsta leik en hefur síðan unnið sex deildarleiki í röð. Fram mætir Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum hjá konunum en Fram vann 33-25 sigur í Garðabænum í leik liðanna í byrjun nóvember. Stjörnukonur hafa setið eftir í undanúrslitunum undanfarin tvö ár en unnu þessa keppni fyrir þremur árum. Veislan byrjar klukkan fjögur í dag og síðan verður boðið upp á handbolta samfellt til að verða ellefu í kvöld. Miðaverð er þúsund krónur fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Flugfélags Íslands Deildarbikarinn verður eins og síðustu ár spilaður á milli jóla og nýárs og hann fer þriðja árið í röð fram í Strandgötu í Hafnarfirði. Undanúrslitin fara fram í dag og úrslitaleikirnir verða síðan spilaðir á morgun. Það er því mikil handboltaveisla fram undan á Strandgötunni. Fjögur efstu liðin í N1-deildum karla og kvenna komast í keppnina og var miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól. Í karlaflokki voru það Fram, FH, Haukar og HK sem fá að spreyta sig en það eru einmitt einu félögin sem hafa unnið þessa keppni frá því að hún var sett á laggirnar árið 2006. Hjá konum eru það Fram, HK, Stjarnan og Valur sem spila í undanúrslitunum en öll hafa þau unnið þennan titil nema HK sem er að þreyta frumraun sína í Deildarbikar HSÍ. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH eru í tveimur efstu sætum N1-deildar karla og eins og undanfarin tvö ár eiga þau möguleika á því að mætast í úrslitaleiknum. Það hefur hingað til klikkaði í bæði skiptin því Akureyringar slógu FH-inga út 2009 og slógu síðan Haukana út í fyrra. Akureyrarliðið tapaði síðan fyrir hinu Hafnarfjarðarliðinu í úrslitaleikjunum, 24-25 fyrir Haukum 2009 og svo 26-29 fyrir FH í fyrra. Það er stutt síðan að Hafnarfjarðarliðin mættust síðast. Haukar mættu í Kaplakrikann fyrir átta dögum og unnu þá 21-16 sigur eftir að hafa unnið síðustu 18 mínútur leiksins 11-3. Topplið Hauka mætir Fram í fyrri undanúrslitaleiknum hjá körlunum, en liðin hafa mæst tvisvar í vetur og unnið hvort sinn leikinn eftir mikla spennu. Framliðið var á toppnum framan af móti en Haukar hafa verið á skriði síðustu mánuði og eru nú með fimm stiga forskot í toppsætinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli FH og HK, sem hafa einnig leikið tvo spennandi leiki í vetur. Liðin gerðu fyrst 30-30 jafntefli í Digranesi en FH vann síðan 25-23 sigur í leik liðanna í Kaplakrika eftir að HK hafði verið yfir í hálfleik. Áttundi úrslitaleikurinn í röð hjá Val og Fram?Hrafnhildur Skúladóttir Valskonur hafa unnið alla leiki vetrarins og eiga titil að verja.Fréttablaðið/daníelÍslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram hafa mæst í síðustu sjö úrslitaleikjunum í öllum keppnum hjá konunum og eru líkleg til að komast í þann áttunda í röð í dag. Það eru liðin tvö ár síðan að úrslitaleikur fór fram í kvennahandboltanum þar sem vantaði annað liðið. Fram vann þá 27-25 sigur á Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins en Valsliðið hafði notað ólöglegan leikmann þegar liðið vann Hauka í undanúrslitunum og Haukum var því dæmdur sigurinn í þeim leik. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sex deildarleiki sína í vetur með miklum yfirburðum og mæta HK í seinni undanúrslitaleiknum hjá konunum. Liðin mættust í Digranesi í nóvember og þá vann Valsliðið 32-25 sigur. Þetta verður í fyrsta sinn sem hið unga HK-lið tekur þátt í þessari keppni en HK kom mjög á óvart í upphafi tímabilsins en hefur síðan gefið nokkuð eftir. Framliðið tapaði óvænt fyrir HK í fyrsta leik en hefur síðan unnið sex deildarleiki í röð. Fram mætir Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum hjá konunum en Fram vann 33-25 sigur í Garðabænum í leik liðanna í byrjun nóvember. Stjörnukonur hafa setið eftir í undanúrslitunum undanfarin tvö ár en unnu þessa keppni fyrir þremur árum. Veislan byrjar klukkan fjögur í dag og síðan verður boðið upp á handbolta samfellt til að verða ellefu í kvöld. Miðaverð er þúsund krónur fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira