Bjargaði pilti upp úr Tjörninni: „Algjör heppni að ég sá hann“ Valur Grettisson skrifar 8. febrúar 2011 10:02 Mynd úr safni. „Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni," segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags. „Í fyrstu hélt ég að ég hefði séð gæs eða eitthvað. Leigubílstjórinn hélt að þetta væri hundur," lýsir Andri, sem er 25 ára gamall nemi í iðjuþjálfun. Hann áttaði sig skyndilega á því að það var maður sem hann sá berjast fyrir lífi sínu í tjörninni og leigubílstjórinn snarstoppaði ofan á brúnni yfir Skothúsvegi. Leigubílstjórinn hringdi undir eins á lögregluna en Andri hljóp niður á ísinn til þess að aðstoða piltinn sem átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda sér á floti. Hann var orðinn mjög þrekaður og við það að gefast upp. Andri Vilbergsson drýgði hetjudáð um helgina þegar hann bjargaði nítján ára pilti frá drukknun. Stuttu eftir að Andra bar að kom annar maður sem Andri segir að hafi verið sjúkraliði, en hann gaf engin frekari deili á sér. Hann skreið eftir ísnum og reyndi að nálgast piltinn á meðan ísinn gaf einnig undan þunga Andra. Hann náði að fóta sig og óð þá í áttina að piltinum. „Ég var á kafi í drullu og þurfti að brjóta ísinn til þess að komast að honum," segir Andri en ísinn var frekar þunnur þar sem hann var. Pilturinn reyndi ítrekað að komast upp en gat ekki. Andri sagði honum að standa í lappirnar en hann virtist ekki geta það, eða dýpið slíkt að það var ekki mögulegt. Hugsanlega var pilturinn í losti, Andri gat ekki verið viss. „Ég sagði bara haltu áfram, haltu áfram," svarar Andri þegar hann spurður um samskiptin sín við piltinn sem var orðinn þreyttur og við það að gefast upp. Andri segir að sjúkraliðinn hafi svo náð að skríða ansi nálægt piltinum, "sennilega var ísinn eitthvað sterkari þar sem hann var," segir Andri og bætir við að það hafi verið þá sem sjúkraliðanum tókst að grípa í hendina á piltinum. Þeir náðu honum upp og báru hann á milli sín upp á veginn. „Okkur var náttúrulega skítkalt þannig við hoppuðum saman til þess að ná á okkur hita. Hann gat það allavega," segir Andri en líkamshiti piltsins fór niður í 33 gráður samkvæmt aðstandanda piltsins sem Vísir ræddi við í gær. Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang. Þeir fluttu piltinn á sjúkrahús. Andri segir það í raun tilviljun að hann hafi séð piltinn berjast fyrir lífi sínu í tjörninni. Hann var svartklæddur að sögn Andra, „og því eiginlega algjör heppni að ég sá hann," segir bjargvætturinn Andri að lokum.Pilturinn er á batavegi að sögn aðstandanda sem Vísir ræddi við. Tengdar fréttir Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni," segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags. „Í fyrstu hélt ég að ég hefði séð gæs eða eitthvað. Leigubílstjórinn hélt að þetta væri hundur," lýsir Andri, sem er 25 ára gamall nemi í iðjuþjálfun. Hann áttaði sig skyndilega á því að það var maður sem hann sá berjast fyrir lífi sínu í tjörninni og leigubílstjórinn snarstoppaði ofan á brúnni yfir Skothúsvegi. Leigubílstjórinn hringdi undir eins á lögregluna en Andri hljóp niður á ísinn til þess að aðstoða piltinn sem átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda sér á floti. Hann var orðinn mjög þrekaður og við það að gefast upp. Andri Vilbergsson drýgði hetjudáð um helgina þegar hann bjargaði nítján ára pilti frá drukknun. Stuttu eftir að Andra bar að kom annar maður sem Andri segir að hafi verið sjúkraliði, en hann gaf engin frekari deili á sér. Hann skreið eftir ísnum og reyndi að nálgast piltinn á meðan ísinn gaf einnig undan þunga Andra. Hann náði að fóta sig og óð þá í áttina að piltinum. „Ég var á kafi í drullu og þurfti að brjóta ísinn til þess að komast að honum," segir Andri en ísinn var frekar þunnur þar sem hann var. Pilturinn reyndi ítrekað að komast upp en gat ekki. Andri sagði honum að standa í lappirnar en hann virtist ekki geta það, eða dýpið slíkt að það var ekki mögulegt. Hugsanlega var pilturinn í losti, Andri gat ekki verið viss. „Ég sagði bara haltu áfram, haltu áfram," svarar Andri þegar hann spurður um samskiptin sín við piltinn sem var orðinn þreyttur og við það að gefast upp. Andri segir að sjúkraliðinn hafi svo náð að skríða ansi nálægt piltinum, "sennilega var ísinn eitthvað sterkari þar sem hann var," segir Andri og bætir við að það hafi verið þá sem sjúkraliðanum tókst að grípa í hendina á piltinum. Þeir náðu honum upp og báru hann á milli sín upp á veginn. „Okkur var náttúrulega skítkalt þannig við hoppuðum saman til þess að ná á okkur hita. Hann gat það allavega," segir Andri en líkamshiti piltsins fór niður í 33 gráður samkvæmt aðstandanda piltsins sem Vísir ræddi við í gær. Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang. Þeir fluttu piltinn á sjúkrahús. Andri segir það í raun tilviljun að hann hafi séð piltinn berjast fyrir lífi sínu í tjörninni. Hann var svartklæddur að sögn Andra, „og því eiginlega algjör heppni að ég sá hann," segir bjargvætturinn Andri að lokum.Pilturinn er á batavegi að sögn aðstandanda sem Vísir ræddi við.
Tengdar fréttir Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41