Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Keflavík 83-102 Stefán Árni Pálsson í Dalhúsum skrifar 22. janúar 2012 20:36 Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn. Leikurinn hófst vel fyrir gestina frá Keflavík en þeir náðu fljótlega ágætis forskoti 22-11. Stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna Keflvíkinga og voru allir að taka þátt. Aðeins þrír leikmenn komust á blað hjá Fjölnismönnum í fyrsta leikhlutanum og þar á meðal gerði Jón Sverrisson tíu stig fyrir heimamenn. Staðan var 27-17 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldum áfram að keyra yfir heimamenn í öðrum leikhluta og strákarnir í Fjölni réðu hreinlega ekkert við þá. Hraður sóknarleikur og styrkur leikmanna var það sem suðurnesjamenn höfðu framyfir Grafarvogsdrengi. Staðan í hálfleik var 53-35 fyrir Keflavík og útlitið svart fyrir þá gulu. Fátt breytist í þriðja leikhlutanum og Keflvíkingarnir héldum áfram að berja járnið á meðan það var heitt. Um var að ræða leik á milli karlmanna og drengja og Fjölnir átti bara enginn svör. Staðan var 82-58 fyrir Keflavík fyrir lokaleikhlutann. Það skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og gestirnir frá Keflavík sigldu lygnan sjó það sem eftir var af leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 102-83 og þeir flugu áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins. Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavík og skoraði 35 stig.Örvar: Vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik „Við byrjuðum leikinn illa og áttum aldrei möguleik," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. „Það gengur ekki að koma svona til leiks gegn jafn góðu liði og Keflavík. Við vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þá". „Mér fannst mínir menn bara ekki mæta tilbúnir og voru bara hræddir við andstæðingana". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örvar hér að ofan.Sigurður: Byrjuðum grimmir og héldum það út „Þetta leit ekki út fyrir að vera erfitt í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við náðum upp góðri forystu í byrjun leiksins og héldum henni. Menn mættu bara grimmir alveg frá byrjun og þeir réðu ekkert við okkur". „Við lékum frábæra vörn allan leikinn, öðruvísi en það sem liðið sýndi síðast á móti Fjölni". Jarryd Cole var frábær í liðið Keflvíkinga í kvöld og gerði 35 stig. „Hann var flottur í kvöld fyrir okkur. Cole hefur verið misjafnt hjá okkur og frammistaðan hans verið svona upp og niður. Vonandi er hann að komast í gang fyrir okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn. Leikurinn hófst vel fyrir gestina frá Keflavík en þeir náðu fljótlega ágætis forskoti 22-11. Stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna Keflvíkinga og voru allir að taka þátt. Aðeins þrír leikmenn komust á blað hjá Fjölnismönnum í fyrsta leikhlutanum og þar á meðal gerði Jón Sverrisson tíu stig fyrir heimamenn. Staðan var 27-17 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldum áfram að keyra yfir heimamenn í öðrum leikhluta og strákarnir í Fjölni réðu hreinlega ekkert við þá. Hraður sóknarleikur og styrkur leikmanna var það sem suðurnesjamenn höfðu framyfir Grafarvogsdrengi. Staðan í hálfleik var 53-35 fyrir Keflavík og útlitið svart fyrir þá gulu. Fátt breytist í þriðja leikhlutanum og Keflvíkingarnir héldum áfram að berja járnið á meðan það var heitt. Um var að ræða leik á milli karlmanna og drengja og Fjölnir átti bara enginn svör. Staðan var 82-58 fyrir Keflavík fyrir lokaleikhlutann. Það skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og gestirnir frá Keflavík sigldu lygnan sjó það sem eftir var af leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 102-83 og þeir flugu áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins. Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavík og skoraði 35 stig.Örvar: Vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik „Við byrjuðum leikinn illa og áttum aldrei möguleik," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. „Það gengur ekki að koma svona til leiks gegn jafn góðu liði og Keflavík. Við vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þá". „Mér fannst mínir menn bara ekki mæta tilbúnir og voru bara hræddir við andstæðingana". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örvar hér að ofan.Sigurður: Byrjuðum grimmir og héldum það út „Þetta leit ekki út fyrir að vera erfitt í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við náðum upp góðri forystu í byrjun leiksins og héldum henni. Menn mættu bara grimmir alveg frá byrjun og þeir réðu ekkert við okkur". „Við lékum frábæra vörn allan leikinn, öðruvísi en það sem liðið sýndi síðast á móti Fjölni". Jarryd Cole var frábær í liðið Keflvíkinga í kvöld og gerði 35 stig. „Hann var flottur í kvöld fyrir okkur. Cole hefur verið misjafnt hjá okkur og frammistaðan hans verið svona upp og niður. Vonandi er hann að komast í gang fyrir okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn