Körfubolti

Næstframlagshæstur í grátlegu tapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason stóð fyrir sínu í svekkjandi tapi Bilbao Basket fyrir Breogan.
Tryggvi Snær Hlinason stóð fyrir sínu í svekkjandi tapi Bilbao Basket fyrir Breogan. getty/Borja B. Hojas

Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik þegar Bilbao Basket tapaði naumlega fyrir Breogan, 100-99, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Bilbao Basket er í 8. sæti deildarinnar en liðið hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum á tímabilinu og tapað sex.

Tryggvi lék í rúmar 27 mínútur í dag. Hann skoraði tíu stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn var frákastahæstur á vellinum.

Tryggvi nýtti fjögur af sex skotum sínum inni í teig og skoraði auk þess tvö stig af vítalínunni.

Miðherjinn hávaxni skilaði tuttugu framlagsstigum. Aðeins samherji hans, hinn sænski Melwin Pantzar, var framlagshærri á vellinum (22).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×