Meistaradeildin: Reynir spáir Bayern München sigri gegn Basel 13. mars 2012 12:15 Reynir Leósson, Þorsteinn J Vilhjálmsson, Heimir Guðjónsson og Pétur Marteinsson sjá um Meistaramörkin á Stöð 2 sport. Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Basel kom mörgum á óvart eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en það eru allar líkur á því að mótspyrnan verði mikil í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Basel," sagði Reynir. Þeir hafa svo sem upplifað marga slíka hingað til í keppninni. Basel er með skemmtilegt lið, og það er gaman að horfa á þá. Þeir eru alltaf með tvo framherja og einnig á útivöllum. Englandsmeistaralið Manchester United lenti í tómu basli með framherja Basel á Old Trafford. Þar sýndu þeir Alexander Frei og Marco Streller hvað í þeim býr. Varnarleikur Basel er mjög skipulagður, og þeir eru fljótir að mynda tvær fjögurra manna línur þegar mótherjinn er með boltann. Þeir gera þessa hluti mjög vel, og eru góðir í því að færa liðið í þessa stöður. Hraður sóknarleikur er þeirra helsta vopn með þá Frei og Streller fremsta í flokki. Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru þeir sem búa til sóknaraðgerðir Basel á miðsvæðinu . Þrátt fyrir alla þessa kosti Basel þá er Bayern München of stórt verkefni fyrir þá og Þjóðverjarnir fara áfram í 8-liða úrslit," sagði Reynir en hann býst við því að Bayern München leggi áherslu á að pressa leikmenn Basel í varnarleiknum. „Þeir gerðu oft í fyrri leiknum. Eitt helsta einkenni Bayern München í sóknarleiknum er samvinna vængmanna og bakvarða. Þeir gera það virkilega vel. Frakkinn Franck Ribéry og Þjóðverjinn Philipp Lahm öðru meginn. Hollendingurinn Arjen Robben og Brasilíumaðurinn Rafinhia hinumegin. Í vítateignum er Mario Gómez gríðarlega sterkur ásamt þeirra fremsta miðjumanni Tony Kroos," sagði Reynir Leósson. Dagskrá kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Inter - Marseille [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Bayern München - Basel [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - ;eistaramörkin Meistaradeild Evrópu[Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Sjá meira
Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Basel kom mörgum á óvart eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en það eru allar líkur á því að mótspyrnan verði mikil í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Basel," sagði Reynir. Þeir hafa svo sem upplifað marga slíka hingað til í keppninni. Basel er með skemmtilegt lið, og það er gaman að horfa á þá. Þeir eru alltaf með tvo framherja og einnig á útivöllum. Englandsmeistaralið Manchester United lenti í tómu basli með framherja Basel á Old Trafford. Þar sýndu þeir Alexander Frei og Marco Streller hvað í þeim býr. Varnarleikur Basel er mjög skipulagður, og þeir eru fljótir að mynda tvær fjögurra manna línur þegar mótherjinn er með boltann. Þeir gera þessa hluti mjög vel, og eru góðir í því að færa liðið í þessa stöður. Hraður sóknarleikur er þeirra helsta vopn með þá Frei og Streller fremsta í flokki. Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru þeir sem búa til sóknaraðgerðir Basel á miðsvæðinu . Þrátt fyrir alla þessa kosti Basel þá er Bayern München of stórt verkefni fyrir þá og Þjóðverjarnir fara áfram í 8-liða úrslit," sagði Reynir en hann býst við því að Bayern München leggi áherslu á að pressa leikmenn Basel í varnarleiknum. „Þeir gerðu oft í fyrri leiknum. Eitt helsta einkenni Bayern München í sóknarleiknum er samvinna vængmanna og bakvarða. Þeir gera það virkilega vel. Frakkinn Franck Ribéry og Þjóðverjinn Philipp Lahm öðru meginn. Hollendingurinn Arjen Robben og Brasilíumaðurinn Rafinhia hinumegin. Í vítateignum er Mario Gómez gríðarlega sterkur ásamt þeirra fremsta miðjumanni Tony Kroos," sagði Reynir Leósson. Dagskrá kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Inter - Marseille [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Bayern München - Basel [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - ;eistaramörkin Meistaradeild Evrópu[Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Sjá meira